Nýr fjármálastjóri yngir framkvæmdastjórn Össurar 17. apríl 2013 15:00 Sveinn Sölvason var upp úr aldamótum í hópi bestu badmintonspilara landsins og vann alls fimm Íslandsmeistaratitla í greininni. Mynd/Vilhelm Breytingar verða gerðar á yfirstjórn Össurar um næstu mánaðamót þegar Hjörleifur Pálsson yfirgefur félagið eftir tólf ára starf sem fjármálastjóri. Við starfi hans tekur hinn 34 ára gamli Sveinn Sölvason, sem hefur starfað á fjármálasviði félagsins frá 2009. Markaðurinn ræddi við Svein í tilefni af nýja starfinu. „Þetta leggst mjög vel í mig. Össur er frábært fyrirtæki og hér vinnur mikið af góðu fólki. Hjörleifur er búinn að byggja upp mjög öfluga starfsemi í fjármáladeildinni þar sem enginn einn dregur vagninn svo ég tek við mjög góðu búi,“ segir Sveinn, sem starfaði áður í viðskiptaþróun hjá Marel og í fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaupþingi, auk þess að vinna um tíma fyrir HSH-Nordbank og Goldman Sachs. Sveinn er með meistaragráðu í fjármálum og endurskoðun frá Copenhagen Business School. „Ég er búinn að vera viðriðinn Össur í mörg ár. Ég byrjaði hjá Kaupþingi árið 2005 og fór fljótlega að vinna fyrir Össur þar í tengslum við kaupin á Royce Medical 2005 og Gibaud í Frakkland árið 2006. Ég vann þar að auki að fjármögnun félagsins og að hlutafjáraukningu árið 2009,“ segir Sveinn og heldur áfram: „Í gegnum þessi störf byggði ég upp ágætt samband við stjórnendateymið hjá Össuri og réð mig síðan til fyrirtækisins í lok árs 2009. Hér hef ég rekið deild á fjármálasviði sem sér um fjárstýringu og fjárfestatengsl og skoðar fyrirtækjakaup. Ég tek formlega við starfi fjármálastjóra um mánaðamótin.“ Upp úr aldamótum var Sveinn í hópi bestu badmintonspilara landsins. Varð hann Íslandsmeistari í einliðaleik karla árið 2003 og vann þar að auki tvo Íslandsmeistaratitla í tvíliðaleik karla og tvo til viðbótar í tvenndarleik. Sveinn segir að bakgrunnur úr íþróttum geti komið að gagni í viðskiptalífinu. „Það að alast upp í þessu umhverfi kennir manni nauðsyn þess að vera agaður, sem nýtist á flestum sviðum. Þá nálgast maður hlutina oft með smá keppnisskapi sem getur verið jákvætt.“ Sveinn er giftur Birtu Björnsdóttir og á með henni tvö börn; Óttar Sveinsson og Herdísi Önnu Sveinsdóttur. Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Breytingar verða gerðar á yfirstjórn Össurar um næstu mánaðamót þegar Hjörleifur Pálsson yfirgefur félagið eftir tólf ára starf sem fjármálastjóri. Við starfi hans tekur hinn 34 ára gamli Sveinn Sölvason, sem hefur starfað á fjármálasviði félagsins frá 2009. Markaðurinn ræddi við Svein í tilefni af nýja starfinu. „Þetta leggst mjög vel í mig. Össur er frábært fyrirtæki og hér vinnur mikið af góðu fólki. Hjörleifur er búinn að byggja upp mjög öfluga starfsemi í fjármáladeildinni þar sem enginn einn dregur vagninn svo ég tek við mjög góðu búi,“ segir Sveinn, sem starfaði áður í viðskiptaþróun hjá Marel og í fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaupþingi, auk þess að vinna um tíma fyrir HSH-Nordbank og Goldman Sachs. Sveinn er með meistaragráðu í fjármálum og endurskoðun frá Copenhagen Business School. „Ég er búinn að vera viðriðinn Össur í mörg ár. Ég byrjaði hjá Kaupþingi árið 2005 og fór fljótlega að vinna fyrir Össur þar í tengslum við kaupin á Royce Medical 2005 og Gibaud í Frakkland árið 2006. Ég vann þar að auki að fjármögnun félagsins og að hlutafjáraukningu árið 2009,“ segir Sveinn og heldur áfram: „Í gegnum þessi störf byggði ég upp ágætt samband við stjórnendateymið hjá Össuri og réð mig síðan til fyrirtækisins í lok árs 2009. Hér hef ég rekið deild á fjármálasviði sem sér um fjárstýringu og fjárfestatengsl og skoðar fyrirtækjakaup. Ég tek formlega við starfi fjármálastjóra um mánaðamótin.“ Upp úr aldamótum var Sveinn í hópi bestu badmintonspilara landsins. Varð hann Íslandsmeistari í einliðaleik karla árið 2003 og vann þar að auki tvo Íslandsmeistaratitla í tvíliðaleik karla og tvo til viðbótar í tvenndarleik. Sveinn segir að bakgrunnur úr íþróttum geti komið að gagni í viðskiptalífinu. „Það að alast upp í þessu umhverfi kennir manni nauðsyn þess að vera agaður, sem nýtist á flestum sviðum. Þá nálgast maður hlutina oft með smá keppnisskapi sem getur verið jákvætt.“ Sveinn er giftur Birtu Björnsdóttir og á með henni tvö börn; Óttar Sveinsson og Herdísi Önnu Sveinsdóttur.
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira