Markmiðið að laða fólk í tölvuleikjanám Magnús Þ. Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2013 07:00 Þeir Hilmar Veigar Pétursson og Ari Kristinn Jónsson voru hæstánægðir við undirskrift á samstarfssamningi CCP og HR.Fréttablaðið/GVA Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að fyrirtækið hafi síðustu ár notið góðs af samstarfi við háskólana og vilji nú taka samstarfið skrefi lengra. „Við höfum unnið mikið með háskólunum í gegnum tíðina og tókum sem dæmi þátt í myndun áherslusviðs um þróun tölvuleikja við tölvunarfræðideildina í HR. Við höfum verið mjög ánægð með þetta samstarf sem hefur skilað okkur betur undirbúnu starfsfólki auk þess sem okkar fólk sem hefur komið að kennslu hefur lært mikið af því. Von okkar með þessu skrefi er að fleiri líti á þennan farveg sem mögulegan starfsvettvang og þá viljum við styrkja umhverfi tölvuleikjagerðar á Íslandi,“ segir Hilmar um samstarfið. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir samstarfið smellpassa við stefnu skólans. „HR hefur frá stofnun lagt áherslu á gott samstarf við atvinnulífið. Bæði með því að mennta fólk sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins og með því að skapa nýja þekkingu með rannsóknum og nýsköpun,“ segir Ari. Samkvæmt samningum sem skrifað var undir á föstudag fær HR 10 milljónir króna frá CCP til að koma prófessorsstöðunni á fót og mun CCP svo kosta hana næstu fimm ár. Þá mun CCP veita HR stuðning á tímabilinu, svo sem með aðstoð frá starfsfólki og notkun á tengslaneti fyrirtækisins. Ari segir að samstarfssamningurinn geri HR kleift að bjóða upp á ýmis námskeið og jafnvel námsbrautir sem skólinn hafi hingað til ekki getað boðið upp á vegna skorts á sérþekkingu. Á síðustu árum hefur nokkuð farið fyrir umræðu hér á landi um skort á tæknimenntuðu starfsfólki í atvinnulífinu. Spurður hvort CCP sé að bregðast við þeirri stöðu svarar Hilmar: „Algjörlega. Maður getur ekki verið að kvarta endalaust heldur þarf stundum að sýna frumkvæði. Þetta er liður í því enda höfum við ítrekað bent á þessa stöðu sem hefur verið viðvarandi frá því á 10. áratugnum hið minnsta.“ Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP mun næstu fimm ár kosta stöðu prófessors í tölvuleikjagerð við Háskólann í Reykjavík (HR). Prófessorinn mun bæði sinna rannsóknum og kennslu sem tengjast tölvuleikjagerð. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir að fyrirtækið hafi síðustu ár notið góðs af samstarfi við háskólana og vilji nú taka samstarfið skrefi lengra. „Við höfum unnið mikið með háskólunum í gegnum tíðina og tókum sem dæmi þátt í myndun áherslusviðs um þróun tölvuleikja við tölvunarfræðideildina í HR. Við höfum verið mjög ánægð með þetta samstarf sem hefur skilað okkur betur undirbúnu starfsfólki auk þess sem okkar fólk sem hefur komið að kennslu hefur lært mikið af því. Von okkar með þessu skrefi er að fleiri líti á þennan farveg sem mögulegan starfsvettvang og þá viljum við styrkja umhverfi tölvuleikjagerðar á Íslandi,“ segir Hilmar um samstarfið. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, segir samstarfið smellpassa við stefnu skólans. „HR hefur frá stofnun lagt áherslu á gott samstarf við atvinnulífið. Bæði með því að mennta fólk sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins og með því að skapa nýja þekkingu með rannsóknum og nýsköpun,“ segir Ari. Samkvæmt samningum sem skrifað var undir á föstudag fær HR 10 milljónir króna frá CCP til að koma prófessorsstöðunni á fót og mun CCP svo kosta hana næstu fimm ár. Þá mun CCP veita HR stuðning á tímabilinu, svo sem með aðstoð frá starfsfólki og notkun á tengslaneti fyrirtækisins. Ari segir að samstarfssamningurinn geri HR kleift að bjóða upp á ýmis námskeið og jafnvel námsbrautir sem skólinn hafi hingað til ekki getað boðið upp á vegna skorts á sérþekkingu. Á síðustu árum hefur nokkuð farið fyrir umræðu hér á landi um skort á tæknimenntuðu starfsfólki í atvinnulífinu. Spurður hvort CCP sé að bregðast við þeirri stöðu svarar Hilmar: „Algjörlega. Maður getur ekki verið að kvarta endalaust heldur þarf stundum að sýna frumkvæði. Þetta er liður í því enda höfum við ítrekað bent á þessa stöðu sem hefur verið viðvarandi frá því á 10. áratugnum hið minnsta.“
Mest lesið Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Sófi fyrir nýsköpun Viðskipti innlent Engin grundvallarbreyting Viðskipti innlent Isavia kærir úrskurðinn Viðskipti innlent Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Stýrivextir óbreyttir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira