Ástir, örlög og saxófónn Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. maí 2013 00:01 Bíó, Passion Leikstjórn: Brian De Palma Leikarar: Rachel McAdams, Noomi Rapace, Karoline Herfurth, Paul Anderson. Brian De Palma er þannig kvikmyndagerðarmaður að annað hvort gengur allt upp í myndum hans eða afar fátt. Passion, sem er tuttugasta og níunda kvikmynd hans í fullri lengd, tilheyrir síðari hópnum og eru það sterk höfundareinkennin í seinni hlutanum sem halda myndinni rétt svo á floti. Myndin segir frá stormasömu sambandi yfirmanns og undirmanns, en inn í það flækjast svik, kynlíf og að lokum morð. Að hætti leikstjórans verða skilin á milli ímyndunar og raunveruleika óljós, og að sýningu lokinni horfðu áhorfendur ringlaðir hver á aðra. Frambærilegur leikhópurinn er í heild sinni klunnalegur og tónlist Pino Donaggio ætti frekar heima í ljósblárri mynd frá tíunda áratugnum. Ég sver það, ég heyrði í saxófóni þarna einhvers staðar. Lummulegustu myndir leikstjórans eru frábærar vegna þess að þær ganga svo langt í firringu og rugli að áhorfandinn verður að lokum samdauna verkinu. Passion heldur aftur af sér of lengi, reynir framan af að vera „evró og intellektúal“, og að lokum þegar hún sleppir sér byrja flestir að flissa. De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Hann skrifar klaufaleg samtöl og ætti að láta aðra um það. Hann er frábær stílisti og á glæstan feril að baki. Og hann er ekki nema rúmlega sjötugur. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur.Niðurstaða: Óeftirminnilegur samtíningur úr fyrri verkum. Gagnrýni Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Bíó, Passion Leikstjórn: Brian De Palma Leikarar: Rachel McAdams, Noomi Rapace, Karoline Herfurth, Paul Anderson. Brian De Palma er þannig kvikmyndagerðarmaður að annað hvort gengur allt upp í myndum hans eða afar fátt. Passion, sem er tuttugasta og níunda kvikmynd hans í fullri lengd, tilheyrir síðari hópnum og eru það sterk höfundareinkennin í seinni hlutanum sem halda myndinni rétt svo á floti. Myndin segir frá stormasömu sambandi yfirmanns og undirmanns, en inn í það flækjast svik, kynlíf og að lokum morð. Að hætti leikstjórans verða skilin á milli ímyndunar og raunveruleika óljós, og að sýningu lokinni horfðu áhorfendur ringlaðir hver á aðra. Frambærilegur leikhópurinn er í heild sinni klunnalegur og tónlist Pino Donaggio ætti frekar heima í ljósblárri mynd frá tíunda áratugnum. Ég sver það, ég heyrði í saxófóni þarna einhvers staðar. Lummulegustu myndir leikstjórans eru frábærar vegna þess að þær ganga svo langt í firringu og rugli að áhorfandinn verður að lokum samdauna verkinu. Passion heldur aftur af sér of lengi, reynir framan af að vera „evró og intellektúal“, og að lokum þegar hún sleppir sér byrja flestir að flissa. De Palma er bestur þegar hann reynir ekki að vera annar en hann er. Hann skrifar klaufaleg samtöl og ætti að láta aðra um það. Hann er frábær stílisti og á glæstan feril að baki. Og hann er ekki nema rúmlega sjötugur. Ég trúi því að hann geti gert miklu betur.Niðurstaða: Óeftirminnilegur samtíningur úr fyrri verkum.
Gagnrýni Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira