Kvaddi með langþráðu gulli Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. maí 2013 07:00 Mynd/Vilhelm Fram varð Íslandsmeistari í N1 deild kvenna með því að leggja Stjörnuna að velli, 19-16, í oddaleik liðanna í úrslitum í gær. Fram vann þar sinn 20. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta frá árinu 1990. Stella Sigurðardóttir skoraði átta af 19 mörkum Fram í þessum síðasta leik sínum fyrir félagið í bili að minnsta kosti, en hún gengur til liðs við danska liðið SönderjyskE í sumar. „Þetta er frábært. Ég á ekki orð yfir þennan sigur í dag. Liðsheildin og vörnin var frábær í dag og við algjörlega sýndum að við erum bestar á landinu í dag,“ sagði Stella eftir leikinn í gær. „Það kveikti í okkur að Stjarnan var farin að tala um silfurhefð hjá okkur og að þær ætluðu að nýta sér það til góðs. Það er engin silfurhefð hér. Við ætluðum okkur gullið. Í fyrra fór þetta í fimmta leik og það gat fallið hvoru megin sem er. Við vissum að við gætum unnið þetta. Okkur fannst við ekki hafa sýnt okkar rétta andlit í heimaleikjunum og við ætluðum að koma brjálaðar í þetta og sýna að við erum miklu betra lið. Spennustigið hefur verið hátt í heimaleikjunum og margir áhorfendur. Við vissum að við gætum miklu betur og við komum vel innstilltar í dag. Við nýttum áhorfendurna sem áttunda manninn á vellinum í dag,“ sagði Stella. Fram vann sinn 19. Íslandsmeistaratitil 27. mars 1990. Þremur dögum síðar, 30. mars, fæddist Stella. „Fram vann síðast á fæðingarári mínu og það er mjög gaman að vinna titilinn áður en ég fer. Ég vann allt sem hægt var að vinna í yngri flokkunum. Ég byrjaði í meistaraflokki 16 ára og er búin að bíða eftir þessum stóra titli og loksins tókst það áður en ég flýg af landi brott,“ sagði Stella, en sami kjarni leikmanna hefur verið í Fram fá því að Stella steig sín fyrstu skref í meistaraflokki. „Við höfum spilað svo lengi saman, þessi kjarni í liðinu. Við erum allar með Fram-hjarta. Mér finnst það skipta miklu máli. Þetta er ekki aðkeypt lið. Við vorum mjög ungar fyrir fimm árum þegar við vorum samt að slást um titilinn. Ég er ánægð með að við héldum allar hópinn og náðum loksins að vinna gullið. „Fyrsta árið lendum við í fjórða sæti og sláum út Hauka sem höfnuðu í fyrsta með því að vinna þær 2-0 og lentum á móti Stjörnunni. Við vorum litla liðið þá, ungir kjúklingar, en við höfum þroskast mikið sem leikmenn og sem liðsheild á þessum tíma,“ sagði Stella að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Fram varð Íslandsmeistari í N1 deild kvenna með því að leggja Stjörnuna að velli, 19-16, í oddaleik liðanna í úrslitum í gær. Fram vann þar sinn 20. Íslandsmeistaratitil og þann fyrsta frá árinu 1990. Stella Sigurðardóttir skoraði átta af 19 mörkum Fram í þessum síðasta leik sínum fyrir félagið í bili að minnsta kosti, en hún gengur til liðs við danska liðið SönderjyskE í sumar. „Þetta er frábært. Ég á ekki orð yfir þennan sigur í dag. Liðsheildin og vörnin var frábær í dag og við algjörlega sýndum að við erum bestar á landinu í dag,“ sagði Stella eftir leikinn í gær. „Það kveikti í okkur að Stjarnan var farin að tala um silfurhefð hjá okkur og að þær ætluðu að nýta sér það til góðs. Það er engin silfurhefð hér. Við ætluðum okkur gullið. Í fyrra fór þetta í fimmta leik og það gat fallið hvoru megin sem er. Við vissum að við gætum unnið þetta. Okkur fannst við ekki hafa sýnt okkar rétta andlit í heimaleikjunum og við ætluðum að koma brjálaðar í þetta og sýna að við erum miklu betra lið. Spennustigið hefur verið hátt í heimaleikjunum og margir áhorfendur. Við vissum að við gætum miklu betur og við komum vel innstilltar í dag. Við nýttum áhorfendurna sem áttunda manninn á vellinum í dag,“ sagði Stella. Fram vann sinn 19. Íslandsmeistaratitil 27. mars 1990. Þremur dögum síðar, 30. mars, fæddist Stella. „Fram vann síðast á fæðingarári mínu og það er mjög gaman að vinna titilinn áður en ég fer. Ég vann allt sem hægt var að vinna í yngri flokkunum. Ég byrjaði í meistaraflokki 16 ára og er búin að bíða eftir þessum stóra titli og loksins tókst það áður en ég flýg af landi brott,“ sagði Stella, en sami kjarni leikmanna hefur verið í Fram fá því að Stella steig sín fyrstu skref í meistaraflokki. „Við höfum spilað svo lengi saman, þessi kjarni í liðinu. Við erum allar með Fram-hjarta. Mér finnst það skipta miklu máli. Þetta er ekki aðkeypt lið. Við vorum mjög ungar fyrir fimm árum þegar við vorum samt að slást um titilinn. Ég er ánægð með að við héldum allar hópinn og náðum loksins að vinna gullið. „Fyrsta árið lendum við í fjórða sæti og sláum út Hauka sem höfnuðu í fyrsta með því að vinna þær 2-0 og lentum á móti Stjörnunni. Við vorum litla liðið þá, ungir kjúklingar, en við höfum þroskast mikið sem leikmenn og sem liðsheild á þessum tíma,“ sagði Stella að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira