Tískuáhuginn lítill Sara McMahon skrifar 9. maí 2013 09:00 Edda Óskarsdóttir hefur starfað sem fyrirsæta í rúm tvö ár. Hún sat fyrir í myndaþætti fyrir franska tímaritið Madame Figaro. „Myndirnar voru teknar í París í janúar eða febrúar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fólkið sem kom að því var frábært. Pin Up Studios, þar sem verkefnið fór fram, er þekkt fyrir „brownies“ kökurnar sínar og ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég sé að ég er bókuð hjá þeim því þá veit ég að ég fæ „brownies“ og góðan mat,“ segir fyrirsætan Edda Óskarsdóttir, sem sat fyrir á myndasyrpu sem birtist í franska tímaritinu Madame Figaro. Edda þykir efnileg fyrirsæta og hefur starfað sem slík á vegum Eskimo umboðsskrifstofunnar í rúm tvö ár. Myndirnar fyrir Madame Figaro tók sænski ljósmyndarinn Jimmy Backius og var þetta stærsta verkefni Eddu fyrir tímarit fram að þessu. Áður hafði hún setið fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Abercrombie & Fitch, Benetton og Harvey Nichols. Edda segist kunna vel við sig í fyrirsætustarfinu enda sé það fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó í London í hálft ár og það var virkilega skemmtilegt. London er uppáhaldsborgin mín og ég vil helst aldrei fara þaðan. Starfið er líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó ferðalögin geti verið þreytandi þá er líka ómetanlegt að fá að ferðast heiminn og kynnast nýju fólki og menningu,“ segir hún. Utan fyrirsætustarfsins stundar Edda fjarnám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Mig langar í læknisfræði eftir stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö ár í að vinna og ferðast áður en ég fer í háskólann, læknisfræðinámið er svo ofsalega langt.“ Aðspurð segist Edda ekki hafa mikinn áhuga á tísku og hönnun en viðurkennir að henni þyki ljósmyndun heillandi. „Ég hef áhuga á tónlist og spila á klarinett, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmyndun heillar mig meira en tíska.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Myndirnar voru teknar í París í janúar eða febrúar. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og fólkið sem kom að því var frábært. Pin Up Studios, þar sem verkefnið fór fram, er þekkt fyrir „brownies“ kökurnar sínar og ég fæ alltaf fiðring í magann þegar ég sé að ég er bókuð hjá þeim því þá veit ég að ég fæ „brownies“ og góðan mat,“ segir fyrirsætan Edda Óskarsdóttir, sem sat fyrir á myndasyrpu sem birtist í franska tímaritinu Madame Figaro. Edda þykir efnileg fyrirsæta og hefur starfað sem slík á vegum Eskimo umboðsskrifstofunnar í rúm tvö ár. Myndirnar fyrir Madame Figaro tók sænski ljósmyndarinn Jimmy Backius og var þetta stærsta verkefni Eddu fyrir tímarit fram að þessu. Áður hafði hún setið fyrir á auglýsingum fyrir fyrirtæki á borð við Abercrombie & Fitch, Benetton og Harvey Nichols. Edda segist kunna vel við sig í fyrirsætustarfinu enda sé það fjölbreytt og skemmtilegt. „Ég bjó í London í hálft ár og það var virkilega skemmtilegt. London er uppáhaldsborgin mín og ég vil helst aldrei fara þaðan. Starfið er líka mjög fjölbreytt og skemmtilegt og þó ferðalögin geti verið þreytandi þá er líka ómetanlegt að fá að ferðast heiminn og kynnast nýju fólki og menningu,“ segir hún. Utan fyrirsætustarfsins stundar Edda fjarnám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla. „Mig langar í læknisfræði eftir stúdentinn, en ætli ég taki ekki tvö ár í að vinna og ferðast áður en ég fer í háskólann, læknisfræðinámið er svo ofsalega langt.“ Aðspurð segist Edda ekki hafa mikinn áhuga á tísku og hönnun en viðurkennir að henni þyki ljósmyndun heillandi. „Ég hef áhuga á tónlist og spila á klarinett, en ég hef aldrei haft mikinn áhuga á tísku. Ljósmyndun heillar mig meira en tíska.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira