Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 14. maí 2013 15:00 Steiktar engisprettur eins og sjást á myndinni þykja herramannsmatur sums staðar. nordicphotos/getty Ef fleiri jarðarbúar borðuðu skordýr myndi draga úr hungri og mengun auk þess sem næring fólks yrði betri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Um tveir milljarðar manna borða nú þegar skordýr í einhverjum mæli, að því er fram kemur í skýrslunni. Samt sem áður eru þau vannýtt auðlind í fæðu bæði manna og dýra. Skordýr eru „einstaklega dugleg“ við að umbreyta fæðu sinni í kjöt sem hentar til átu. Að meðaltali geta þau breytt tveimur kílóum af fæðu í eitt kíló af kjöti. Til samanburðar þurfa nautgripir um átta kíló af fæðu. Þá losa flest skordýr minna af skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið auk þess sem þau nærast á ýmiss konar úrgangi. Ræktun á skordýrum er ein margra leiða sem hægt væri að fara til að auka fæðuöryggi, segir í skýrslunni. „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ Að auki geta skordýr innihaldið meðal annars kopar, járn, magnesín, fosfór og sink. Þau eru líka trefjarík. Höfundar skýrslunnar virðast vera meðvitaðir um að mörgum, ekki síst fólki á Vesturlöndum, þyki heldur ógeðfellt að borða skordýr. Skýrsluhöfundar vilja að matvælaiðnaðurinn hjálpi til við að gera skordýr að fýsilegri kosti með því að hafa þau í uppskriftum og bæta þeim við matseðla á veitingastöðum. Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ef fleiri jarðarbúar borðuðu skordýr myndi draga úr hungri og mengun auk þess sem næring fólks yrði betri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Um tveir milljarðar manna borða nú þegar skordýr í einhverjum mæli, að því er fram kemur í skýrslunni. Samt sem áður eru þau vannýtt auðlind í fæðu bæði manna og dýra. Skordýr eru „einstaklega dugleg“ við að umbreyta fæðu sinni í kjöt sem hentar til átu. Að meðaltali geta þau breytt tveimur kílóum af fæðu í eitt kíló af kjöti. Til samanburðar þurfa nautgripir um átta kíló af fæðu. Þá losa flest skordýr minna af skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið auk þess sem þau nærast á ýmiss konar úrgangi. Ræktun á skordýrum er ein margra leiða sem hægt væri að fara til að auka fæðuöryggi, segir í skýrslunni. „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ Að auki geta skordýr innihaldið meðal annars kopar, járn, magnesín, fosfór og sink. Þau eru líka trefjarík. Höfundar skýrslunnar virðast vera meðvitaðir um að mörgum, ekki síst fólki á Vesturlöndum, þyki heldur ógeðfellt að borða skordýr. Skýrsluhöfundar vilja að matvælaiðnaðurinn hjálpi til við að gera skordýr að fýsilegri kosti með því að hafa þau í uppskriftum og bæta þeim við matseðla á veitingastöðum.
Loftslagsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira