Hvetja fólk til að borða fleiri skordýr Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 14. maí 2013 15:00 Steiktar engisprettur eins og sjást á myndinni þykja herramannsmatur sums staðar. nordicphotos/getty Ef fleiri jarðarbúar borðuðu skordýr myndi draga úr hungri og mengun auk þess sem næring fólks yrði betri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Um tveir milljarðar manna borða nú þegar skordýr í einhverjum mæli, að því er fram kemur í skýrslunni. Samt sem áður eru þau vannýtt auðlind í fæðu bæði manna og dýra. Skordýr eru „einstaklega dugleg“ við að umbreyta fæðu sinni í kjöt sem hentar til átu. Að meðaltali geta þau breytt tveimur kílóum af fæðu í eitt kíló af kjöti. Til samanburðar þurfa nautgripir um átta kíló af fæðu. Þá losa flest skordýr minna af skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið auk þess sem þau nærast á ýmiss konar úrgangi. Ræktun á skordýrum er ein margra leiða sem hægt væri að fara til að auka fæðuöryggi, segir í skýrslunni. „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ Að auki geta skordýr innihaldið meðal annars kopar, járn, magnesín, fosfór og sink. Þau eru líka trefjarík. Höfundar skýrslunnar virðast vera meðvitaðir um að mörgum, ekki síst fólki á Vesturlöndum, þyki heldur ógeðfellt að borða skordýr. Skýrsluhöfundar vilja að matvælaiðnaðurinn hjálpi til við að gera skordýr að fýsilegri kosti með því að hafa þau í uppskriftum og bæta þeim við matseðla á veitingastöðum. Loftslagsmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ef fleiri jarðarbúar borðuðu skordýr myndi draga úr hungri og mengun auk þess sem næring fólks yrði betri. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem kom út í gær. Um tveir milljarðar manna borða nú þegar skordýr í einhverjum mæli, að því er fram kemur í skýrslunni. Samt sem áður eru þau vannýtt auðlind í fæðu bæði manna og dýra. Skordýr eru „einstaklega dugleg“ við að umbreyta fæðu sinni í kjöt sem hentar til átu. Að meðaltali geta þau breytt tveimur kílóum af fæðu í eitt kíló af kjöti. Til samanburðar þurfa nautgripir um átta kíló af fæðu. Þá losa flest skordýr minna af skaðlegum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið auk þess sem þau nærast á ýmiss konar úrgangi. Ræktun á skordýrum er ein margra leiða sem hægt væri að fara til að auka fæðuöryggi, segir í skýrslunni. „Skordýr eru alls staðar og þau fjölga sér hratt. Þau hafa hágæðaprótín og næringarefni í samanburði við kjöt og fisk og eru sérstaklega mikilvæg sem bætiefni fyrir vannærð börn.“ Að auki geta skordýr innihaldið meðal annars kopar, járn, magnesín, fosfór og sink. Þau eru líka trefjarík. Höfundar skýrslunnar virðast vera meðvitaðir um að mörgum, ekki síst fólki á Vesturlöndum, þyki heldur ógeðfellt að borða skordýr. Skýrsluhöfundar vilja að matvælaiðnaðurinn hjálpi til við að gera skordýr að fýsilegri kosti með því að hafa þau í uppskriftum og bæta þeim við matseðla á veitingastöðum.
Loftslagsmál Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira