Yngsti fyrirliði deildarinnar á skotskónum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2013 09:00 Guðmunda Brynja Óladóttir í leik á móti Þrótti þar sem hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri. Mynd/Valli Hún er ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óladóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunnar Rafn Borgþórsson, nýr þjálfari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spilað saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síðasta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuðum mjög vel. Við erum með nánast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið.Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðsins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfluna.Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi-deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Svíþjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Það er ótrúlega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guðmunda að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Hún er ein af efnilegustu knattspyrnukonum landsins og búin að vera fastamaður í yngri landsliðunum. Hún er nítján ára og samningslaus eftir síðasta sumar og því eftirsótt hjá „stóru“ liðunum í deildinni. Guðmunda Brynja Óladóttir ákvað hins vegar að halda sínu striki með Selfossi – Gunnar Rafn Borgþórsson, nýr þjálfari liðsins, sannfærði hana strax, hún hlustaði ekki á önnur tilboð og var síðan verðlaunuð með því að fá fyrirliðabandið þrátt fyrir að vera ekki orðin tvítug.Talaði ekki við önnur félög „Gunnar náði að sannfæra mig um að vera áfram og ég talaði varla við nein önnur félög,“ segir Guðmunda Brynja Óladóttir sem kann vel við sig í Selfossliðinu. „Það er stór kjarni í liðinu sem hefur spilað saman frá því að við vorum í 6. flokki. Við þekkjumst mjög vel og þetta er mjög þéttur hópur,“ segir Guðmunda. Selfoss hélt sér í deildinni síðasta sumar þrátt fyrir að fá á sig 4,3 mörk í leik. Nú er allt annað að sjá varnarleik liðsins. „Mér líst rosalega vel á þetta og við byrjuðum mjög vel. Við erum með nánast sama lið og í fyrra og við erum allar reynslunni ríkari,“ sagði Guðmunda. Hún tók við fyrirliðabandinu fyrir tímabilið.Mjög stolt af fyrirliðabandinu „Það er mjög skemmtilegt að vera orðinn fyrirliði. Ég er mjög stolt af því. Ég kannski tala meira en þetta hefur ekkert breytt mér held ég,“ segir Guðmunda, sem er yngsti fyrirliði Pepsi-deildar kvenna. Selfoss-liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og Guðmunda er búin að skora þrjú af fjórum mörkum liðsins. Þetta var því augljóslega góð ákvörðun hjá þjálfaranum sem setti mikla ábyrgð á þennan unga leikmann. Selfoss hefur unnið báða þessa sigra á útivelli en í dag fær liðið Aftureldingu í heimsókn. „Við erum búnar að vera að bíða eftir þessum leik síðan við sáum hvernig Íslandsmótið raðaðist og það er mikil stemming í liðinu fyrir leikinn. Það skiptir miklu máli að ná sigri á móti þessum liðum sem eru í neðri hlutanum með okkur og það er mjög gott ef við náum því að fá eitthvað út úr þessum leik,“ segðir Guðmunda sem leiðist ekkert að skoða töfluna.Ekki verið svona ofarlega áður „Ég held að við höfum aldrei verið svona ofarlega áður þannig að það er mjög gaman að skoða töfluna í dag. Við erum að sýna það núna að við getum alveg verið í Pepsi-deildinni. Vonandi náum við að fylgja þessu eftir og við ætlum ekki að ofmetnast þrátt fyrir góða byrjun,“ segir Guðmunda en hvað með A-landsliðið og möguleika hennar að vera með á EM í Svíþjóð í sumar. „Ef ég spila vel og hlutirnir ganga upp hjá mér þá held ég að ég eigi alveg möguleika á að komast í lokahópinn. Ég vona að það sé stefnan hjá öllum yngri stelpum að komast í landsliðið. Það er ótrúlega gaman að spila fyrir hönd Íslands og ég vil að sjálfsögðu komast á stóra sviðið,“ sagði Guðmunda að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira