Lífið

Ohayou gozaimasu!

Ylfa marín Nökkvadóttir. Það skemmtilegasta sem hún gerir er að teikna og syngja í karíókí með mömmu og pabba.
Ylfa marín Nökkvadóttir. Það skemmtilegasta sem hún gerir er að teikna og syngja í karíókí með mömmu og pabba.

Ylfa Marín Nökkvadóttir flutti með foreldrum sínum og litlu systur sinni til Japan í lok ágúst í fyrra. Þar byrjaði hún í nýjum leikskóla og hefur nú eignast marga japanska vini.

Hvað heitir þú og hvað ertu gömul?

Ylfa Marín. Sansai, það þýðir þriggja ára á japönsku. Iðunn Heiður er eins árs, hún er systir mín. 

Hvar átt þú heima?

Ég á heima í borg sem heitir Nishinomiya, í Japan. 

Hvað heitir leikskólinn þinn?

Nigawa youchien. Kennarinn minn heitir Mai. Hún er skemmtileg. 

Hvað gerir þú á leikskólanum?

Leik mér með vinum mínum.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á daginn?

Elda og teikna og syngja í karókí með mömmu og pabba.

Ertu búin að læra einhverja japönsku?

Já. Okasan (mamma), Otosan (pabbi), kawaii (sætt) og fullt, fullt meira.

Hvernig segir maður „góðan daginn“ á japönsku?

Ohayou gozaimasu. „Ohæjó gosæmas“.

Finnst krökkunum ekkert erfitt að segja nafnið þitt?

Nei.

Hvað heita bestu vinir þínir í skólanum?

Vinkonur mínar heita Saiyuri, Miku og Kanako. Vinur minn heitir Junsei. Ég á líka vinkonur sem heita Mary og Sakura, þær eru ekki í leikskólanum mínum.

í leikskóla er gaman Ylfa Marín á marga vini í leikskólanum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×