Telja fyrirheit stjórnarsáttmálans um samráð lofa góðu Þorgils Jónsson skrifar 23. maí 2013 06:00 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, og Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ. Aðilar vinnumarkaðarins telja margt jákvætt í stjórnarsáttmálanum sem formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kynntu í gær. Helst séu það fyrirheit um aukið samráð varðandi hagsmunamál atvinnulífsins og launþega. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið sé reiðubúið til að eiga samstarf við ríkisstjórnina um þessi mál. „Það er ekkert þarna sem beinlínis stuðar mann og mér finnst lagt upp í samvinnu og samráð. Orðalagið er æði almennt en ég reikna með því að ef laða á ólíka aðila til samstarfs geti það verið kostur, ef markmiðin eru skýr, að ríkisstjórn sem á að hafa forgöngu um þessi mál sé ekki búin að binda sig svo niður í lausnirnar að í boði sé bara samstarf um þeirra skoðun.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), tekur í sama streng. „Ég tek því fagnandi því ég tel mikilvægt að betra og víðtækara samstarf en verið hefur verði um þau stóru mál sem fram undan eru.“ Þar á Þorsteinn ekki síst við komandi kjaraviðræður í haust. „Ef við ætlum að ná nýrri þjóðarsátt krefst hún mjög náins og góðs samstarfs milli aðila vinnumarkaðsins og ríkisstjórnar,“ segir hann og bætir því við að hann fagni áherslum í stjórnarsáttmálanum hvað varðar aga í ríkisfjármálum, sem leiki lykilhlutverk í aðkomu ríkisstjórnar að næstu kjarasamningum. Varðandi kjaraviðræðurnar segir Gylfi að útlit sé fyrir að samið verði til skamms tíma til að byrja með. „En kannski verður svo hægt, á grundvelli nánara samráðs um einstaka mál, að skoða lengri samning.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, fagnar einnig áherslunni á aukið samráð. „Almennt líst okkur vel á þennan stjórnarsáttmála og vonum að efndirnar verði góðar.“ Hvað varðar einstaka málaflokka eru SA og ASÍ hlynnt áformum um lækkun tryggingagjalds, en Gylfi setur þó þann fyrirvara að svigrúm til lækkunar taki tillit til stöðu atvinnuleysistryggingasjóðs. Elín Björg segir jákvætt að sjá aukna inngjöf í heilbrigðismálin, en meira mætti gera í öðrum velferðarmálum „þar sem mest hefur verið skorið niður síðustu árin“. „Svo vonumst við til að næsta ríkisstjórn muni koma til með að halda áfram vinnu gegn kynbundnum launamun og ég fagna því að ákvæði um slíkt sé að finna í sáttmálanum.“ Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins telja margt jákvætt í stjórnarsáttmálanum sem formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks kynntu í gær. Helst séu það fyrirheit um aukið samráð varðandi hagsmunamál atvinnulífsins og launþega. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir í samtali við Fréttablaðið að sambandið sé reiðubúið til að eiga samstarf við ríkisstjórnina um þessi mál. „Það er ekkert þarna sem beinlínis stuðar mann og mér finnst lagt upp í samvinnu og samráð. Orðalagið er æði almennt en ég reikna með því að ef laða á ólíka aðila til samstarfs geti það verið kostur, ef markmiðin eru skýr, að ríkisstjórn sem á að hafa forgöngu um þessi mál sé ekki búin að binda sig svo niður í lausnirnar að í boði sé bara samstarf um þeirra skoðun.“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), tekur í sama streng. „Ég tek því fagnandi því ég tel mikilvægt að betra og víðtækara samstarf en verið hefur verði um þau stóru mál sem fram undan eru.“ Þar á Þorsteinn ekki síst við komandi kjaraviðræður í haust. „Ef við ætlum að ná nýrri þjóðarsátt krefst hún mjög náins og góðs samstarfs milli aðila vinnumarkaðsins og ríkisstjórnar,“ segir hann og bætir því við að hann fagni áherslum í stjórnarsáttmálanum hvað varðar aga í ríkisfjármálum, sem leiki lykilhlutverk í aðkomu ríkisstjórnar að næstu kjarasamningum. Varðandi kjaraviðræðurnar segir Gylfi að útlit sé fyrir að samið verði til skamms tíma til að byrja með. „En kannski verður svo hægt, á grundvelli nánara samráðs um einstaka mál, að skoða lengri samning.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, fagnar einnig áherslunni á aukið samráð. „Almennt líst okkur vel á þennan stjórnarsáttmála og vonum að efndirnar verði góðar.“ Hvað varðar einstaka málaflokka eru SA og ASÍ hlynnt áformum um lækkun tryggingagjalds, en Gylfi setur þó þann fyrirvara að svigrúm til lækkunar taki tillit til stöðu atvinnuleysistryggingasjóðs. Elín Björg segir jákvætt að sjá aukna inngjöf í heilbrigðismálin, en meira mætti gera í öðrum velferðarmálum „þar sem mest hefur verið skorið niður síðustu árin“. „Svo vonumst við til að næsta ríkisstjórn muni koma til með að halda áfram vinnu gegn kynbundnum launamun og ég fagna því að ákvæði um slíkt sé að finna í sáttmálanum.“
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Okkar eigin Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Viðskipti innlent Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Viðskipti innlent Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Sjá meira