Tígurinn snýr aftur Sara McMahon skrifar 30. maí 2013 12:00 Carol Lim og Humberto Leon hafa endurvakið vinsældir Kenzo með litríkri og fallegri hönnun sinni. Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira