Tígurinn snýr aftur Sara McMahon skrifar 30. maí 2013 12:00 Carol Lim og Humberto Leon hafa endurvakið vinsældir Kenzo með litríkri og fallegri hönnun sinni. Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira