Krafist er tíu ára fangelsis Valur Grettisson og Óli Kristján Ármannsson skrifa 1. júní 2013 07:00 Alls eru sjö ákærðir fyrir aðild sína að stórfelldu amfetamínsmygli til landsins í janúar. Myndin er frá þingfestingu málsins í byrjun maí. Fréttablaðið/Vilhelm Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Fulltrúi ríkissaksóknara fer fram á að mennirnir sjö, tveir Litháar og fimm Íslendingar, sem eru ákærðir fyrir stórfelldan innflutning á amfetamíni og amfetamínbasa, verði dæmdir í fjögurra til tíu ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að málinu. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Mennirnir sjö eru ákærðir fyrir að hafa komið að innflutningi tæplega 20 kílóa af amfetamíni og 1,7 lítra af amfetamínbasa til landsins með þremur póstsendingum í janúar síðastliðnum. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um að skipuleggja innflutning fíkniefnanna, en því neita þeir allir. Tveir mannanna, sem eru bræður, nafngreindu meintan höfuðpaur í málinu fyrir dómi á fimmtudaginn. Hann er nýlátinn. Rannsóknarlögreglumenn báru vitni fyrir dómi í gær og sagði rannsóknarstjórnandi að ábendingunni um meintan höfuðpaur hefði verið fylgt eftir af takmörkuðu leyti. Þó hefði lögreglan fengið það staðfest að meinti höfuðpaurinn hefði verið staddur í Danmörku á sama tíma og mennirnir þrír sem eru ákærðir fyrir að skipuleggja innflutninginn. Mennirnir þrír benda hver á annan varðandi skipulagningu á fíkniefnainnflutningnum. Annar bróðirinn, Jón Baldur Valdimarsson, sagði fyrir rétti að hann hefði staðið í þeirri trú að það ætti aðeins að flytja þrjú kíló af amfetamíni til landsins, ekki svona mikið magn, en talið er að það hafi verið hægt að framleiða um 40 kíló af amfetamíni sé amfetamínbasinn talinn með. Lögmaður eins Litháans, Guðmundur St. Ragnarsson, gagnrýndi að lögreglan hefði ekki rannsakað betur aðkomu meints höfuðpaurs og lét að því liggja að hinir ákærðu væru hugsanlega burðardýr í málinu. Gera má ráð fyrir að Guðjón St. Marteinsson héraðsdómari kveði upp dóm sinn í málinu að tveimur til þremur vikum liðnum. Fimm af sjö hafa verið í gæsluvarðhaldi Af mönnunum sjö sem ákærðir eru fyrir stórfellt smygl á amfetamíni og amfetamínbasa í janúar hafa fimm setið í gæsluvarðhaldi. Tveir þeirra eru frá Litháen, Dainius Kvedaras og Darius Kochanas. Hinir eru Íslendingar, Jónas Fannar Valdimarsson, Jón Baldur Valdimarsson og Símon Páll Jónsson. Þeir tveir sem ekki hafa setið í gæsluvarðhaldi eru heldur yngri en hinir mennirnir, á 24. og 23. aldursári. Þeir játuðu báðir þegar málið var þingfest í byrjun maí að hafa, hvor í sínu lagi, verið sendir á pósthús á höfuðborgarsvæðinu til að leysa út fíkniefnasendingu frá Danmörku.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira