Antí-klímax á Listahátíð Jónas Sen skrifar 6. júní 2013 11:00 Frá Eldborg. Tónlist. CAT 192 - Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík Eldborg, hörpu, 2. júní Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Eldborg, Hörpu sunnudaginn 2. júní. Ég bjóst við meiru á lokatónleikum Listahátíðar. Þeir voru haldnir í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöldið. Flutt var verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov. Í fréttatilkynningu frá Listahátíð stóð að verkið hefði verið skrifað fyrir og yrði flutt af „einstöku hljómburðarkerfi Eldborgar.“ Ég held að flestir hafi skilið það þannig að verkið ætti að vera leikur að hljómburði Eldborgarinnar. Að sjálfur salurinn myndi syngja í mismunandi stillingum. Jú, vissulega voru alls konar hlerar í salnum á hreyfingu megnið af tímanum. Því fylgdi þrusk og suð. En maður fékk aldrei að heyra hvernig breytilegar stillingar á hljómburði salarins virka. Það hefði verið gaman að hlýða á hljóðfæraleik, söng, EITTHVAÐ á meðan verið var að opna og loka hlerunum. Upplifa hvernig hljómburðurinn, sem er mjög sveigjanlegur, breytist með mismunandi stillingu. Því var ekki að heilsa, svo ekki er annað hægt að segja en að útkoman hafi verið óttalega tilgangslaus. Bara hurðir að opnast og lokast! Það var ekki beint sæmandi Listahátíð, hvað þá sem lokahnykkur hátíðarinnar. Niðurstaða: Tónverk sem var lítið annað en hljóð í hurðum var ekki beint merkilegur endir Listahátíðar. Gagnrýni Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist. CAT 192 - Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík Eldborg, hörpu, 2. júní Verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov á lokatónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Eldborg, Hörpu sunnudaginn 2. júní. Ég bjóst við meiru á lokatónleikum Listahátíðar. Þeir voru haldnir í Eldborg Hörpu á sunnudagskvöldið. Flutt var verk eftir Hlyn Aðils Vilmarsson og Ilan Volkov. Í fréttatilkynningu frá Listahátíð stóð að verkið hefði verið skrifað fyrir og yrði flutt af „einstöku hljómburðarkerfi Eldborgar.“ Ég held að flestir hafi skilið það þannig að verkið ætti að vera leikur að hljómburði Eldborgarinnar. Að sjálfur salurinn myndi syngja í mismunandi stillingum. Jú, vissulega voru alls konar hlerar í salnum á hreyfingu megnið af tímanum. Því fylgdi þrusk og suð. En maður fékk aldrei að heyra hvernig breytilegar stillingar á hljómburði salarins virka. Það hefði verið gaman að hlýða á hljóðfæraleik, söng, EITTHVAÐ á meðan verið var að opna og loka hlerunum. Upplifa hvernig hljómburðurinn, sem er mjög sveigjanlegur, breytist með mismunandi stillingu. Því var ekki að heilsa, svo ekki er annað hægt að segja en að útkoman hafi verið óttalega tilgangslaus. Bara hurðir að opnast og lokast! Það var ekki beint sæmandi Listahátíð, hvað þá sem lokahnykkur hátíðarinnar. Niðurstaða: Tónverk sem var lítið annað en hljóð í hurðum var ekki beint merkilegur endir Listahátíðar.
Gagnrýni Menning Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira