Betri staða styður krónuna Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. júní 2013 07:00 Seðlabanki Íslands Jákvæð þróun utanríkisviðskipta og hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins getur stutt við gengi krónunnar þegar kemur að stórum gjalddögum í erlendri mynt á vordögum. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Seðlabanki Íslands birti í vikunni tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta fjórðungi ársins, auk greiningar undirliggjandi erlendrar stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins. „Undirliggjandi hrein erlend staða þjóðarbúsins virðist ívið skárri en talið var fyrr á árinu,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Þá byrjar árið vel hvað undirliggjandi jöfnuð á utanríkisviðskiptum varðar, og hefur það væntanlega hjálpað til að milda áhrif stórra gjalddaga á vordögum á gengisþróun krónu.“ Fram kemur í tölum Seðlabankans að afgangur er á viðskiptajöfnuði á fyrsta fjórðungi ársins, hvort sem horft er til talna með eða án gömlu bankanna og slitameðferðar þeirra. Með bönkunum er viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða króna og um 14,4 milljarða að þeim undanskildum. „Þetta má teljast harla gott, enda er fyrsti fjórðungur yfirleitt ekki beysinn hvað viðskiptajöfnuð varðar,“ segir í umfjöllun Greiningar. Halli á viðskiptajöfnuði var enda 45,6 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2012 og 15,2 milljarða halli að fráteknum slitameðferðarbönkunum. Þá kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka að túlkun á tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins sé nú orðin nokkuð einfaldari en áður, þar sem áhrif skipurits Actavis á erlendu stöðuna í bókum Seðlabankans séu nú mun minni en áður vegna sölu fyrirtækisins undir lok síðasta árs. Án gömlu bankanna var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 453 milljarða króna í marslok. „Það jafngildir um það bil 25,5 prósentum af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. Staðan batnaði um 38 milljarða króna frá upphafi ársins.“ Greining bendir á að erlenda staðan hafi ekki mælst betri í krónum talið frá því á fjórða ársfjórðungi 2000. „Að gömlu bönkunum meðtöldum eru erlendar skuldir hins vegar enn himinháar, eða sem nemur 12.846 milljörðum króna, og hrein staða neikvæð um 8.249 milljarða.“ Tölurnar segir Greining Íslandsbanka hins vegar hafa takmarkað upplýsingagildi þar sem stærstur hluti skulda gömlu bankanna verði afskrifaður við uppgjör þeirra. „Samþykki kröfuhafar að gefa eftir verulegan hluta innlendra eigna búanna verður erlend staða þjóðarbúsins á endanum hagfelldari sem því nemur, en í mati á undirliggjandi erlendu stöðunni er ekki gert ráð fyrir slíkri niðurfærslu á þessum eignum.“OrðskýringViðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur (útflutning) og -gjöld (innflutning) þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. „Ef tekjur eru umfram gjöld er talað um afgang á viðskiptum við útlönd en viðskiptahalla ef gjöldin eru umfram tekjur,“ segir á vef Seðlabanka Íslands. Verg landsframleiðsla er verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu á ári. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Jákvæð þróun utanríkisviðskipta og hreinnar erlendrar stöðu þjóðarbúsins getur stutt við gengi krónunnar þegar kemur að stórum gjalddögum í erlendri mynt á vordögum. Þetta kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka. Seðlabanki Íslands birti í vikunni tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins á fyrsta fjórðungi ársins, auk greiningar undirliggjandi erlendrar stöðu þjóðarbúsins í lok fjórðungsins. „Undirliggjandi hrein erlend staða þjóðarbúsins virðist ívið skárri en talið var fyrr á árinu,“ segir í umfjöllun Greiningar. „Þá byrjar árið vel hvað undirliggjandi jöfnuð á utanríkisviðskiptum varðar, og hefur það væntanlega hjálpað til að milda áhrif stórra gjalddaga á vordögum á gengisþróun krónu.“ Fram kemur í tölum Seðlabankans að afgangur er á viðskiptajöfnuði á fyrsta fjórðungi ársins, hvort sem horft er til talna með eða án gömlu bankanna og slitameðferðar þeirra. Með bönkunum er viðskiptajöfnuðurinn hagstæður um 5,6 milljarða króna og um 14,4 milljarða að þeim undanskildum. „Þetta má teljast harla gott, enda er fyrsti fjórðungur yfirleitt ekki beysinn hvað viðskiptajöfnuð varðar,“ segir í umfjöllun Greiningar. Halli á viðskiptajöfnuði var enda 45,6 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2012 og 15,2 milljarða halli að fráteknum slitameðferðarbönkunum. Þá kemur fram í umfjöllun Greiningar Íslandsbanka að túlkun á tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins sé nú orðin nokkuð einfaldari en áður, þar sem áhrif skipurits Actavis á erlendu stöðuna í bókum Seðlabankans séu nú mun minni en áður vegna sölu fyrirtækisins undir lok síðasta árs. Án gömlu bankanna var hrein erlend staða þjóðarbúsins neikvæð um 453 milljarða króna í marslok. „Það jafngildir um það bil 25,5 prósentum af áætlaðri vergri landsframleiðslu ársins. Staðan batnaði um 38 milljarða króna frá upphafi ársins.“ Greining bendir á að erlenda staðan hafi ekki mælst betri í krónum talið frá því á fjórða ársfjórðungi 2000. „Að gömlu bönkunum meðtöldum eru erlendar skuldir hins vegar enn himinháar, eða sem nemur 12.846 milljörðum króna, og hrein staða neikvæð um 8.249 milljarða.“ Tölurnar segir Greining Íslandsbanka hins vegar hafa takmarkað upplýsingagildi þar sem stærstur hluti skulda gömlu bankanna verði afskrifaður við uppgjör þeirra. „Samþykki kröfuhafar að gefa eftir verulegan hluta innlendra eigna búanna verður erlend staða þjóðarbúsins á endanum hagfelldari sem því nemur, en í mati á undirliggjandi erlendu stöðunni er ekki gert ráð fyrir slíkri niðurfærslu á þessum eignum.“OrðskýringViðskiptajöfnuður sýnir samtímatekjur (útflutning) og -gjöld (innflutning) þjóðarbúsins gagnvart útlöndum. „Ef tekjur eru umfram gjöld er talað um afgang á viðskiptum við útlönd en viðskiptahalla ef gjöldin eru umfram tekjur,“ segir á vef Seðlabanka Íslands. Verg landsframleiðsla er verðmæti allra vara og allrar þjónustu sem framleidd er í landinu á ári.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira