Fréttaskýring: Erlendir ferðamenn á bak við hagvöxtinn Friðrik Indriðason skrifar 12. júní 2013 07:00 Ferðamenn hafa ekki lágið rigningu undanfarinna daga stöðva sig í kynnisferðum, líkt og glögglega mátti sjá á Skólavörðustíg fyrir helgi. Fréttablaðið/GVA Leiða má að því líkum að fjölgun erlendra ferðamanna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár hafi verið stærsti einstaki þátturinn sem olli því að hagvöxtur mældist jákvæður um 0,8 prósent. Raunar má reikna með að hagvöxturinn hefði orðið neikvæður ef aukning ferðamanna hefði ekki komið til. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur orðið gífurleg aukning á komu ferðamanna til landsins yfir vetrarmánuðina. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka, sem byggir á tölum frá Ferðamálastofu, var bent á að ferðmönnum hafi fjölgað um 51 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi kortavelta erlendra ferðamanna aukist um rúma 4,3 milljarða króna miðað við sama tíma í fyrra. Þannig nam veltan samtals 14,3 milljörðum í ár miðað við 10 milljarða í fyrra. Hægt er að sjá með því að bera fjölda ferðamanna saman við þessar tölur að gróflega eyddi hver ferðamaður ríflega 100 þúsund krónum að meðaltali eftir að hann var kominn til landsins. Hvað hagvöxt varðar var heildarlandsframleiðsla á fyrsta ársfjórðungi rúmlega 431 milljarður króna. Á sama tímabili var kortavelta ferðamanna um 4,3 milljörðum króna meiri en í fyrra. Ef þessi aukning hefði ekki komið til hefði mælst um 0,2 prósenta neikvæður hagvöxtur í upphafi ársins. Þetta rímar við það sem bæði greining Arion banka og hagfræðideild Landsbankans bentu á í umfjöllunum sínum um síðustu hagvaxtarmælingu, að þjónustuútflutningur (það er ferðamenn og samgöngur) hefði staðið að baki hagvextinum. Þannig segir í Markaðspunktum Arion banka um hagvaxtarmælinguna að útflutningur hafi aukist um 2,3 prósent milli ára, en það er nánast eingöngu myndarlegur vöxtur þjónustuútflutnings eða 8,5 prósent sem skýrir þann vöxt. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans var tekið fram að frá árinu 1990 væri þetta í fyrsta sinn sem þjónustujöfnuður væri jákvæður á fyrsta fjórðungi, en ársfjórðungslegar tölur um þjónustujöfnuð ná einungis aftur til þess tíma. „Aukin þjónustuútflutningur á fyrstu 3 mánuðum ársins nú rímar við mikla aukningu í komum erlendra ferðamanna um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu,“ segir í Hagsjánni. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
Leiða má að því líkum að fjölgun erlendra ferðamanna á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár hafi verið stærsti einstaki þátturinn sem olli því að hagvöxtur mældist jákvæður um 0,8 prósent. Raunar má reikna með að hagvöxturinn hefði orðið neikvæður ef aukning ferðamanna hefði ekki komið til. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur orðið gífurleg aukning á komu ferðamanna til landsins yfir vetrarmánuðina. Í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka, sem byggir á tölum frá Ferðamálastofu, var bent á að ferðmönnum hafi fjölgað um 51 þúsund á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Í tölum Seðlabankans um greiðslumiðlun kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi kortavelta erlendra ferðamanna aukist um rúma 4,3 milljarða króna miðað við sama tíma í fyrra. Þannig nam veltan samtals 14,3 milljörðum í ár miðað við 10 milljarða í fyrra. Hægt er að sjá með því að bera fjölda ferðamanna saman við þessar tölur að gróflega eyddi hver ferðamaður ríflega 100 þúsund krónum að meðaltali eftir að hann var kominn til landsins. Hvað hagvöxt varðar var heildarlandsframleiðsla á fyrsta ársfjórðungi rúmlega 431 milljarður króna. Á sama tímabili var kortavelta ferðamanna um 4,3 milljörðum króna meiri en í fyrra. Ef þessi aukning hefði ekki komið til hefði mælst um 0,2 prósenta neikvæður hagvöxtur í upphafi ársins. Þetta rímar við það sem bæði greining Arion banka og hagfræðideild Landsbankans bentu á í umfjöllunum sínum um síðustu hagvaxtarmælingu, að þjónustuútflutningur (það er ferðamenn og samgöngur) hefði staðið að baki hagvextinum. Þannig segir í Markaðspunktum Arion banka um hagvaxtarmælinguna að útflutningur hafi aukist um 2,3 prósent milli ára, en það er nánast eingöngu myndarlegur vöxtur þjónustuútflutnings eða 8,5 prósent sem skýrir þann vöxt. Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans var tekið fram að frá árinu 1990 væri þetta í fyrsta sinn sem þjónustujöfnuður væri jákvæður á fyrsta fjórðungi, en ársfjórðungslegar tölur um þjónustujöfnuð ná einungis aftur til þess tíma. „Aukin þjónustuútflutningur á fyrstu 3 mánuðum ársins nú rímar við mikla aukningu í komum erlendra ferðamanna um Flugstöð Leifs Eiríkssonar á tímabilinu,“ segir í Hagsjánni.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira