Hver ber ábyrgð á börnunum? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei.Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. Foreldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þá röksemdafærslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eldist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upplýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virðist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstaðan því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrirrúmi?Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskólalögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stendur, þegar hann tekur þátt í skipulögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til staðsetningar barnsins og hegðunar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæmlega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt einhverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafnvel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skólatíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skólum og sveitarfélögum að fylgjast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunaratriði, a.m.k. ef litið er til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frímínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast.Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á búnaði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemendum öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftirlit með leiktækjum og leiksvæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglugerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingarfélaga virðist vera túlkunaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að foreldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskólalögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er staðan enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð!Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskólabörnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með tilliti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgreiningar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunnskólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei.Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. Foreldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þá röksemdafærslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eldist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upplýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virðist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstaðan því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrirrúmi?Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskólalögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stendur, þegar hann tekur þátt í skipulögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til staðsetningar barnsins og hegðunar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæmlega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt einhverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafnvel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skólatíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skólum og sveitarfélögum að fylgjast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunaratriði, a.m.k. ef litið er til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frímínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast.Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á búnaði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemendum öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftirlit með leiktækjum og leiksvæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglugerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingarfélaga virðist vera túlkunaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að foreldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskólalögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er staðan enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð!Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskólabörnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með tilliti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgreiningar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunnskólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar