Hver ber ábyrgð á börnunum? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. júní 2013 06:00 Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei.Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. Foreldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þá röksemdafærslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eldist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upplýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virðist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstaðan því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrirrúmi?Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskólalögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stendur, þegar hann tekur þátt í skipulögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til staðsetningar barnsins og hegðunar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæmlega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt einhverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafnvel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skólatíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skólum og sveitarfélögum að fylgjast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunaratriði, a.m.k. ef litið er til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frímínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast.Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á búnaði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemendum öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftirlit með leiktækjum og leiksvæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglugerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingarfélaga virðist vera túlkunaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að foreldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskólalögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er staðan enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð!Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskólabörnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með tilliti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgreiningar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunnskólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Sjá meira
Átta ára drengur er að leik í frímínútum í skólanum og fær þá hugmynd að príla upp á vegg sem skilur að skólalóð og kirkjulóð. Drengurinn verður fyrir því óhappi að detta af veggnum úr tveggja metra hæð, hlýtur af því áverka og í kjölfarið varanlega örorku. Slysið á sér stað á skólatíma og sem betur fer er skólinn tryggður… eða hvað? Fær drengurinn greiddar skaðabætur? Svarið er nei.Skaðabótaréttur barna Atvikið sem lýst er hér að ofan átti sér raunverulega stað og nýverið var tryggingafélagið VÍS sýknað af bótakröfu þessa 8 ára drengs. Foreldrarnir töldu að skólanum hefði láðst að tryggja öryggi drengsins með því að setja ekki girðingu á vegginn og að ekki hefði verið haft nægilegt eftirlit með drengnum sem leiddi til þess að hann varð fyrir tjóninu. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á þá röksemdafærslu og segir m.a. í niðurstöðu dómsins að eftir því sem börn eldist minnki nauðsyn þess að fylgjast stöðugt með þeim og það gildi ekki síður um skólann. Einnig var vísað í vitnisburð móður þar sem hún upplýsti að drengurinn gengi gjarnan heim sjálfur úr skólanum og virðist niðurstaða dómsins m.a. byggja á þeirri staðreynd. Varð niðurstaðan því sú að drengnum var sjálfum gert að bera skaðann af tjóninu. Hverra hagsmunir eru hér í fyrirrúmi?Slys á skólatíma Nemandi er samkvæmt grunnskólalögum á ábyrgð skólans meðan á daglegum starfstíma skólans stendur, þegar hann tekur þátt í skipulögðu skólastarfi innan skólans, á skólalóð eða í ferðum á vegum skólans. Miðað við fyrrnefndan dóm virðist þó einkum horft til staðsetningar barnsins og hegðunar foreldra, þ.e. foreldrar drengsins treystu honum til að ganga heim úr skólanum. Eiga þá réttindi átta ára barns að grundvallast á því hvar þau eru nákvæmlega staðsett og/eða hvaða ákvarðanir foreldrar þeirra taka? Hefði það breytt einhverju ef móðirin hefði staðhæft að drengurinn væri sóttur á hverjum degi? Hvað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og jafnan rétt barna? Er eðlilegt að ung börn geti borið skaða af tjóni eða jafnvel orðið skaðabótaskyld? Hefur það ekkert að segja að slysið átti sér stað í frímínútum á skólatíma? Hvað um eftirlit á skólatíma? Hver ber í raun ábyrgð á börnum á skólatíma? Á Íslandi er skólaskylda frá 6 til 16 ára aldurs. Foreldrar hafa ekki val um að senda börn sín í grunnskóla, þeim ber að gera það. Eðlilega. En ber þá ekki skólum og sveitarfélögum að fylgjast með börnunum á skólatíma og tryggja öryggi þeirra eftir fremsta megni? Vissulega. Þrátt fyrir þann almenna skilning virðist raunin vera sú að þessi ábyrgð sé túlkunaratriði, a.m.k. ef litið er til niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Við niðurskurðinn 2008 var m.a. skorið verulega niður í gæslu í frímínútum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að einelti á sér helst stað á skólagöngum og í frímínútum og einnig eru meiri líkur á að börn slasi sig í frjálsum leik við minna eftirlit. Samt sem áður er þetta látið viðgangast.Öryggi og aðbúnaður skólabarna Sveitarfélög bera ábyrgð á búnaði grunnskóla, mati og eftirliti og ber skólum að tryggja nemendum öryggi. Til er reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða (nr.942/2002) og ber sveitarfélögum að hlíta henni. Auk þess að hafa eftirlit með leiktækjum og leiksvæði er mikilvægt að merkja vel skólalóðina eða í það minnsta fræða börn um hvar mörkin liggja. Í ljósi ofangreindra atburða er ástæða til að skerpa betur á þessu í reglugerð og mikilvægt fyrir foreldra og foreldrafélög að sýna hér aðhald með því að óska eftir gögnum og upplýsingum, benda á það sem betur má fara og almennt fylgjast vel með. Þar sem ábyrgð skóla og tryggingarfélaga virðist vera túlkunaratriði og ábyrgð á skólatíma að einhverju leyti teygjanlegt hugtak er enn mikilvægara en áður að foreldrar beiti þrýstingi. Í raun ætti að vera lágmarksviðmið í grunnskólalögum um ásættanlega gæslu – það er ekki til staðar. Sama gildir um leikskólana og ef við færum okkur yfir í frístundaheimilin þá er staðan enn verri. Þar gilda í raun engin lög og reglur fyrir utan almenna skaðabótaábyrgð!Skóli án aðgreiningar Við uppkvaðningu dóma er horft til þess hvaða fordæmi eru gefin. Hvaða fordæmisgildi hefur umræddur dómur fyrir foreldra á Íslandi? Geta þeir ekki treyst því að skólinn beri ábyrgð á grunnskólabörnum á skólatíma? Þurfa þeir að endurskoða sínar venjur með tilliti til réttarstöðu barnsins, svona ef óhapp skyldi eiga sér stað? Nú vinna íslensk menntayfirvöld eftir skólastefnunni „Skóli án aðgreiningar“ sem þýðir í raun skóli fyrir alla. Því fer fjölbreytt flóra grunnskólabarna í frímínútur á degi hverjum og því enn mikilvægara að allur aðbúnaður og eftirlit sé eins og best verður á kosið, óháð atgervi barna og venjum foreldra.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun