Óvissa um áform ríkisins Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. júní 2013 07:00 Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynntu í gær ákvörðun um stýrivexti. Fréttablaðið/Anton „Ákveðin óvissa ríkir um áform í opinberum fjármálum,“ vitnaði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti á kynningarfundi bankans í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar er áréttað mikilvægi þess að jöfnuður náist sem fyrst á ríkissjóði þannig að samspil stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum stuðli með sem minnstum tilkostnaði að ytra jafnvægi þjóðarbúsins, efnahagslegum stöðugleika og verðbólgu í samræmi við markmið. „Miðað við þá stöðu sem við erum nú í er auðvitað heppilegast að hafa þetta samspil þannig að ríkisfjármálastefnan sé aðeins aðhaldssamari og þá hægt að hafa aðeins slakari peningastefnu vegna þess að það þýðir að raungengi krónunnar verður þá lægra en ella.“ Lægra raungengi samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og verðbólgu um leið og viðskiptaafgangur getur orðið meiri. „Og það er ekki gott ef peningastefnan og ríkisfjármálastefnan fara að toga of mikið í sitt hvora áttina,“ sagði Már, en bætti um leið við að ekki væru sérstök merki um slíkt. Már rifjaði einnig upp varnaðarorð bankans í janúar um að undirstöður tekjuhliðar fjárlaga kynnu að vera ekki nógu traustar. Seðlabankinn hafi haft af því áhyggjur að útkoman yrði eitthvað verri en að hafi verið stefnt. Hvað framhaldið varðaði þyrfti að bíða framvindunnar við gerð nýrra fjárlaga. Þá áréttaði Már að aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum væri líka mikilvæg vegna losunar fjármagnshafta. „Því þegar þau verða losuð þá verður lánsfjármögnun ríkissjóðs erfiðari og dýrari.“ Hvað varðar breytingar á áætlun um losun gjaldeyrishafta sagði Már stöðugt unnið að endurskoðun á þeirri áætlun. „Spurningin er bara hvenær verður gefin út ný skýrsla og það verður náttúrulega ekki gert nema í samvinnu við nýja ríkisstjórn.“ Framvinduna sagði Már að stórum hluta ráðast af því hvernig farið yrði að með bú föllnu bankanna. „Það verður að einhverju leyti að koma fyrst, þótt hægt sé að vinna samhliða að mjög mörgu. Við höldum áfram útboðunum og undirbúum ýmislegt sem boðað var í síðustu áætlun.“ Þar á meðal er könnun lagalegra skilyrða útgöngugjalds, eða -skatts sem kynni að verða lagður á og varúðarreglurnar sem Seðlabankinn hafi boðað. „Losun fjármagnshafta er miklu meira ein einhver tæknileg fiff varðandi einhver útboð. Þetta er spurningin um Ísland í heild sinni.“Stýrivextir óbreyttir en hagvöxtur óljós Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar bankans. Sjö daga veðlánavextir eru 6,0 prósent. „Nefndin bendir á að hagvöxtur virðist hafa verið heldur minni á fyrsta fjórðungi ársins en bankinn spáði í Peningamálum í maí,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í gær. Of snemmt væri þó að fullyrða að hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild hafi versnað. „Fyrir það fyrsta eru hagvaxtartölur oftar en ekki endurskoðaðar frá fyrstu tölum, en því til viðbótar benda nýjustu tölur um eftirspurn til þess að efnahagsbatinn sé í samræmi við spá bankans,“ bætti hann við. Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira
„Ákveðin óvissa ríkir um áform í opinberum fjármálum,“ vitnaði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í ákvörðun peningastefnunefndar um stýrivexti á kynningarfundi bankans í gær. Í yfirlýsingu nefndarinnar er áréttað mikilvægi þess að jöfnuður náist sem fyrst á ríkissjóði þannig að samspil stefnunnar í peninga- og ríkisfjármálum stuðli með sem minnstum tilkostnaði að ytra jafnvægi þjóðarbúsins, efnahagslegum stöðugleika og verðbólgu í samræmi við markmið. „Miðað við þá stöðu sem við erum nú í er auðvitað heppilegast að hafa þetta samspil þannig að ríkisfjármálastefnan sé aðeins aðhaldssamari og þá hægt að hafa aðeins slakari peningastefnu vegna þess að það þýðir að raungengi krónunnar verður þá lægra en ella.“ Lægra raungengi samrýmist markmiðum um efnahagslegan stöðugleika og verðbólgu um leið og viðskiptaafgangur getur orðið meiri. „Og það er ekki gott ef peningastefnan og ríkisfjármálastefnan fara að toga of mikið í sitt hvora áttina,“ sagði Már, en bætti um leið við að ekki væru sérstök merki um slíkt. Már rifjaði einnig upp varnaðarorð bankans í janúar um að undirstöður tekjuhliðar fjárlaga kynnu að vera ekki nógu traustar. Seðlabankinn hafi haft af því áhyggjur að útkoman yrði eitthvað verri en að hafi verið stefnt. Hvað framhaldið varðaði þyrfti að bíða framvindunnar við gerð nýrra fjárlaga. Þá áréttaði Már að aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum væri líka mikilvæg vegna losunar fjármagnshafta. „Því þegar þau verða losuð þá verður lánsfjármögnun ríkissjóðs erfiðari og dýrari.“ Hvað varðar breytingar á áætlun um losun gjaldeyrishafta sagði Már stöðugt unnið að endurskoðun á þeirri áætlun. „Spurningin er bara hvenær verður gefin út ný skýrsla og það verður náttúrulega ekki gert nema í samvinnu við nýja ríkisstjórn.“ Framvinduna sagði Már að stórum hluta ráðast af því hvernig farið yrði að með bú föllnu bankanna. „Það verður að einhverju leyti að koma fyrst, þótt hægt sé að vinna samhliða að mjög mörgu. Við höldum áfram útboðunum og undirbúum ýmislegt sem boðað var í síðustu áætlun.“ Þar á meðal er könnun lagalegra skilyrða útgöngugjalds, eða -skatts sem kynni að verða lagður á og varúðarreglurnar sem Seðlabankinn hafi boðað. „Losun fjármagnshafta er miklu meira ein einhver tæknileg fiff varðandi einhver útboð. Þetta er spurningin um Ísland í heild sinni.“Stýrivextir óbreyttir en hagvöxtur óljós Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru óbreyttir samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar bankans. Sjö daga veðlánavextir eru 6,0 prósent. „Nefndin bendir á að hagvöxtur virðist hafa verið heldur minni á fyrsta fjórðungi ársins en bankinn spáði í Peningamálum í maí,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í gær. Of snemmt væri þó að fullyrða að hagvaxtarhorfur fyrir árið í heild hafi versnað. „Fyrir það fyrsta eru hagvaxtartölur oftar en ekki endurskoðaðar frá fyrstu tölum, en því til viðbótar benda nýjustu tölur um eftirspurn til þess að efnahagsbatinn sé í samræmi við spá bankans,“ bætti hann við.
Mest lesið Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Okkar eiginn Zuckerberg: Doktorinn sem er með alla risana í viðskiptum Atvinnulíf Airbnb aukið ójöfnuð Viðskipti innlent Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Viðskipti innlent Eldaðu maður Viðskipti innlent Eintak af dýrustu bók heims seldist á 1,3 milljarða Viðskipti erlent Bankahólfið: Engin þota Viðskipti innlent Áfrýjar í Imon-málinu Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Grettisgata drottnari heimagistingarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Sjá meira