Barnaleikhús Charlotte Bøving skrifar 17. júní 2013 10:00 Ég var á Grímuhátíðinni um daginn. Kvöldið var um margt vel lukkað, jafnvel þótt ég væri ekki alltaf sammála vali á verðlaunahöfum. En þessi pistill á ekki að fjalla um það. Hann á að fjalla um nokkuð sem ég hef mun meiri áhyggjur af: Flokkurinn um bestu barnasýningu ársins FÉLL NIÐUR í ár. Leikhúsin höfðu einfaldlega ekki sett á svið fleiri en tvær barnasýningar þetta leikárið. Báðar í Þjóðleikhúsinu – og alveg nýjar eru þær ekki, við þekkjum þær vel: Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. (Mary Poppins var ekki flokkuð sem barnasýning). Það voru hinsvegar heilar 62 fullorðins-frumsýningar á leikárinu. Hvers vegna þetta ójafnvægi? Er það vegna þess að það er enginn heiður – peningar – forvitni eða metnaður til þess að framleiða barnasýningar? Eru leikhúsin mótfallin? Eru það listamennirnir: höfundar, leikstjórar, leikarar sem eru til vandræða? Er það ríkissjóður eða borgin sem ekki styðja barnamenningu í leikhúsunum? Eða eru það áhorfendur sem er vandamálið? Þora fullorðnir áhorfendur, sem fara með börn í leikhús, að velja ný verk og óreynd fyrir litlu dúllurnar sínar, eða eru þeir íhaldssamir og vilja bara endurtekningar? Vegna þess að það eru endursýningar sem stóru leikhúsin velja yfirleitt að setja á svið. Mér þykir vanta nýsköpun í barnaleiksýningum hér á landi. Leikhús fyrir börn sem leikur sér að formi og innihaldi. Leikhús sem speglar heim barnanna, eða ögrar sýn þeirra á heiminn og mannfólkið. Ævintýralegt og tilraunakennt leikhús fyrir börn. Það er til, en það er fyrirferðarlítið og sjaldgæft. Það er t.d. ekkert slíkt fyrir 10 – 11 – 12 – 13 – 14 – 15 – 16 – 17 – 18 ára börn (fyrir utan það sem þau setja sjálf á svið). Ekkert sem endurspeglar raunveruleika þeirra. Splunkuný barnaleiksýning lítur dagsins ljós í Kúlunni í september: Hættuför í Huliðsdal. Ég tengist þessari sýningu ekki neitt. Mér þykir bara frábært að það sé líka verið að skrifa ny leikrit fyrir börn. Þau eru líka fólk... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég var á Grímuhátíðinni um daginn. Kvöldið var um margt vel lukkað, jafnvel þótt ég væri ekki alltaf sammála vali á verðlaunahöfum. En þessi pistill á ekki að fjalla um það. Hann á að fjalla um nokkuð sem ég hef mun meiri áhyggjur af: Flokkurinn um bestu barnasýningu ársins FÉLL NIÐUR í ár. Leikhúsin höfðu einfaldlega ekki sett á svið fleiri en tvær barnasýningar þetta leikárið. Báðar í Þjóðleikhúsinu – og alveg nýjar eru þær ekki, við þekkjum þær vel: Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. (Mary Poppins var ekki flokkuð sem barnasýning). Það voru hinsvegar heilar 62 fullorðins-frumsýningar á leikárinu. Hvers vegna þetta ójafnvægi? Er það vegna þess að það er enginn heiður – peningar – forvitni eða metnaður til þess að framleiða barnasýningar? Eru leikhúsin mótfallin? Eru það listamennirnir: höfundar, leikstjórar, leikarar sem eru til vandræða? Er það ríkissjóður eða borgin sem ekki styðja barnamenningu í leikhúsunum? Eða eru það áhorfendur sem er vandamálið? Þora fullorðnir áhorfendur, sem fara með börn í leikhús, að velja ný verk og óreynd fyrir litlu dúllurnar sínar, eða eru þeir íhaldssamir og vilja bara endurtekningar? Vegna þess að það eru endursýningar sem stóru leikhúsin velja yfirleitt að setja á svið. Mér þykir vanta nýsköpun í barnaleiksýningum hér á landi. Leikhús fyrir börn sem leikur sér að formi og innihaldi. Leikhús sem speglar heim barnanna, eða ögrar sýn þeirra á heiminn og mannfólkið. Ævintýralegt og tilraunakennt leikhús fyrir börn. Það er til, en það er fyrirferðarlítið og sjaldgæft. Það er t.d. ekkert slíkt fyrir 10 – 11 – 12 – 13 – 14 – 15 – 16 – 17 – 18 ára börn (fyrir utan það sem þau setja sjálf á svið). Ekkert sem endurspeglar raunveruleika þeirra. Splunkuný barnaleiksýning lítur dagsins ljós í Kúlunni í september: Hættuför í Huliðsdal. Ég tengist þessari sýningu ekki neitt. Mér þykir bara frábært að það sé líka verið að skrifa ny leikrit fyrir börn. Þau eru líka fólk...
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar