Barnaleikhús Charlotte Bøving skrifar 17. júní 2013 10:00 Ég var á Grímuhátíðinni um daginn. Kvöldið var um margt vel lukkað, jafnvel þótt ég væri ekki alltaf sammála vali á verðlaunahöfum. En þessi pistill á ekki að fjalla um það. Hann á að fjalla um nokkuð sem ég hef mun meiri áhyggjur af: Flokkurinn um bestu barnasýningu ársins FÉLL NIÐUR í ár. Leikhúsin höfðu einfaldlega ekki sett á svið fleiri en tvær barnasýningar þetta leikárið. Báðar í Þjóðleikhúsinu – og alveg nýjar eru þær ekki, við þekkjum þær vel: Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. (Mary Poppins var ekki flokkuð sem barnasýning). Það voru hinsvegar heilar 62 fullorðins-frumsýningar á leikárinu. Hvers vegna þetta ójafnvægi? Er það vegna þess að það er enginn heiður – peningar – forvitni eða metnaður til þess að framleiða barnasýningar? Eru leikhúsin mótfallin? Eru það listamennirnir: höfundar, leikstjórar, leikarar sem eru til vandræða? Er það ríkissjóður eða borgin sem ekki styðja barnamenningu í leikhúsunum? Eða eru það áhorfendur sem er vandamálið? Þora fullorðnir áhorfendur, sem fara með börn í leikhús, að velja ný verk og óreynd fyrir litlu dúllurnar sínar, eða eru þeir íhaldssamir og vilja bara endurtekningar? Vegna þess að það eru endursýningar sem stóru leikhúsin velja yfirleitt að setja á svið. Mér þykir vanta nýsköpun í barnaleiksýningum hér á landi. Leikhús fyrir börn sem leikur sér að formi og innihaldi. Leikhús sem speglar heim barnanna, eða ögrar sýn þeirra á heiminn og mannfólkið. Ævintýralegt og tilraunakennt leikhús fyrir börn. Það er til, en það er fyrirferðarlítið og sjaldgæft. Það er t.d. ekkert slíkt fyrir 10 – 11 – 12 – 13 – 14 – 15 – 16 – 17 – 18 ára börn (fyrir utan það sem þau setja sjálf á svið). Ekkert sem endurspeglar raunveruleika þeirra. Splunkuný barnaleiksýning lítur dagsins ljós í Kúlunni í september: Hættuför í Huliðsdal. Ég tengist þessari sýningu ekki neitt. Mér þykir bara frábært að það sé líka verið að skrifa ny leikrit fyrir börn. Þau eru líka fólk... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var á Grímuhátíðinni um daginn. Kvöldið var um margt vel lukkað, jafnvel þótt ég væri ekki alltaf sammála vali á verðlaunahöfum. En þessi pistill á ekki að fjalla um það. Hann á að fjalla um nokkuð sem ég hef mun meiri áhyggjur af: Flokkurinn um bestu barnasýningu ársins FÉLL NIÐUR í ár. Leikhúsin höfðu einfaldlega ekki sett á svið fleiri en tvær barnasýningar þetta leikárið. Báðar í Þjóðleikhúsinu – og alveg nýjar eru þær ekki, við þekkjum þær vel: Dýrin í Hálsaskógi og Karíus og Baktus. (Mary Poppins var ekki flokkuð sem barnasýning). Það voru hinsvegar heilar 62 fullorðins-frumsýningar á leikárinu. Hvers vegna þetta ójafnvægi? Er það vegna þess að það er enginn heiður – peningar – forvitni eða metnaður til þess að framleiða barnasýningar? Eru leikhúsin mótfallin? Eru það listamennirnir: höfundar, leikstjórar, leikarar sem eru til vandræða? Er það ríkissjóður eða borgin sem ekki styðja barnamenningu í leikhúsunum? Eða eru það áhorfendur sem er vandamálið? Þora fullorðnir áhorfendur, sem fara með börn í leikhús, að velja ný verk og óreynd fyrir litlu dúllurnar sínar, eða eru þeir íhaldssamir og vilja bara endurtekningar? Vegna þess að það eru endursýningar sem stóru leikhúsin velja yfirleitt að setja á svið. Mér þykir vanta nýsköpun í barnaleiksýningum hér á landi. Leikhús fyrir börn sem leikur sér að formi og innihaldi. Leikhús sem speglar heim barnanna, eða ögrar sýn þeirra á heiminn og mannfólkið. Ævintýralegt og tilraunakennt leikhús fyrir börn. Það er til, en það er fyrirferðarlítið og sjaldgæft. Það er t.d. ekkert slíkt fyrir 10 – 11 – 12 – 13 – 14 – 15 – 16 – 17 – 18 ára börn (fyrir utan það sem þau setja sjálf á svið). Ekkert sem endurspeglar raunveruleika þeirra. Splunkuný barnaleiksýning lítur dagsins ljós í Kúlunni í september: Hættuför í Huliðsdal. Ég tengist þessari sýningu ekki neitt. Mér þykir bara frábært að það sé líka verið að skrifa ny leikrit fyrir börn. Þau eru líka fólk...
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun