Pína og peningar Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 17. júní 2013 11:00 Leikararnir Wahlberg, Johnson og Mackie bera myndina Pain & Gain uppi að sögn gagnrýnanda. Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari. Gagnrýni Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Pain & Gain Leikstjórn: Michael Bay Leikarar: Mark Wahlberg, Dwayne Johnson, Anthony Mackie, Tony Shalhoub. Transformers-kempan Michael Bay fer hér tímabundið úr vélmennum í vöðvatröll, og segir okkur söguna af því þegar hópur vaxtarræktarmanna í Miami píndi aleiguna af auðmanni einum á tíunda áratugnum. Sagan er sem sé sönn, eða í það minnsta byggð á sönnum atburðum. Þetta sorglega sakamál er framreitt á kolsvartan máta og það gerir Bay ágætlega. Í upphafi virðast tröllin vinaleg en frekar vitlaus. Gamanið kárnar þó þegar á líður og reynast mennirnir vera hin mestu dusilmenni. Ofbeldið er yfirgengilegt og smám saman fer áhorfandinn að óska þess að hetjunum verði stungið í grjótið sem fyrst og sem lengst. Helsti styrkur myndarinnar er leikhópurinn, en þremenningarnir Wahlberg, Johnson og Mackie eru allir frábærir í sínum hlutverkum. Veikleiki hennar er lengdin, en sagan er ekki það bitastæð að hún þurfi meira en tvær klukkustundir til að vera sögð. Þá er húmorinn stundum á kostnað minnihlutahópa og konurnar eru hafðar aðeins til skrauts. Það er eflaust hluti af kúltúr durtanna sem myndin fjallar um en öfgamaðurinn Bay hefur ekki snefil af þeirri sjálfsstjórn sem þarf til að þannig grín verði ekki barnalegt og lummó. Pain & Gain er engu að síður kraftmikil og nokkuð skemmtileg að stærstum hluta.Niðurstaða: Kærkomin hvíld frá vélmennunum, en mætti vera styttri og þéttari.
Gagnrýni Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Tónlist Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Fleiri fréttir Elísabet fær uppreist æru Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira