Fullur og frábær Mark Stígur Helgason skrifar 1. júlí 2013 09:00 Mark E. Smith ráfaði stefnulaust um sviðið og flæktist í snúrum. Magnús Elvar Jónsson Tónlist. The Fall. All Tomorrow‘s Parties. Atlantic Studios. Goðsögnin Mark E. Smith hafði greinilega fengið sér aðeins neðan í því áður en hann steig á svið með hugarfóstri sínu, síðpönksveitinni The Fall, á föstudagskvöldið – raunar svo mikið að hann átti í stökustu erfiðleikum með að byrja tónleikana, hvað þá klára þá. Hann ráfaði stefnulaust um sviðið, flæktist í snúrum, fiktaði í hljóðfærum hinna meðlimanna og hálfa tónleikana sást hann ekki einu sinni – þá sat hann á bak við magnara, ýlfraði og umlaði á sinn frumstæða hátt í hljóðnemann og lét ekki sjá sig nema rétt þegar hann teygði sig í textablöðin. Þetta var með öðrum orðum algjört „mess“, en maður komst ekki hjá því að hugsa að einmitt þannig ætti þetta að vera. Gestir skiptust í tvo hópa eftir því hvort þeim þótti þetta frábært eða glatað, og þessi gagnrýnandi er í fyrrnefnda hópnum. Bandið var ógnarþétt og greinilega öllu vant, því að það lét ruglið í Smith ekki slá sig út af laginu, nema reyndar í lokin þegar hljómborðsleikarinn Elena Poulou hafði fengið sig fullsadda á honum og strunsaði af sviðinu. Allt í allt var þetta óvenjuleg en mögnuð upplifun og sérstaklega var það óvænt ánægja að heyra Sonics-klassíkina Strychnine í meðförum Smith og félaga. Niðurstaða: Óvenjuleg en mögnuð upplifun. ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist. The Fall. All Tomorrow‘s Parties. Atlantic Studios. Goðsögnin Mark E. Smith hafði greinilega fengið sér aðeins neðan í því áður en hann steig á svið með hugarfóstri sínu, síðpönksveitinni The Fall, á föstudagskvöldið – raunar svo mikið að hann átti í stökustu erfiðleikum með að byrja tónleikana, hvað þá klára þá. Hann ráfaði stefnulaust um sviðið, flæktist í snúrum, fiktaði í hljóðfærum hinna meðlimanna og hálfa tónleikana sást hann ekki einu sinni – þá sat hann á bak við magnara, ýlfraði og umlaði á sinn frumstæða hátt í hljóðnemann og lét ekki sjá sig nema rétt þegar hann teygði sig í textablöðin. Þetta var með öðrum orðum algjört „mess“, en maður komst ekki hjá því að hugsa að einmitt þannig ætti þetta að vera. Gestir skiptust í tvo hópa eftir því hvort þeim þótti þetta frábært eða glatað, og þessi gagnrýnandi er í fyrrnefnda hópnum. Bandið var ógnarþétt og greinilega öllu vant, því að það lét ruglið í Smith ekki slá sig út af laginu, nema reyndar í lokin þegar hljómborðsleikarinn Elena Poulou hafði fengið sig fullsadda á honum og strunsaði af sviðinu. Allt í allt var þetta óvenjuleg en mögnuð upplifun og sérstaklega var það óvænt ánægja að heyra Sonics-klassíkina Strychnine í meðförum Smith og félaga. Niðurstaða: Óvenjuleg en mögnuð upplifun.
ATP í Keflavík Gagnrýni Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira