Stukku beint upp í tré Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júlí 2013 15:00 "Hver einasti norskur hreppsmiðill fjallaði um vesalings goshrjáðu börnin,“ segir Kristín. "Það var ekki búið að finna upp áfallahjálpina eða neitt slíkt þegar Heimaeyjargosið var en sjö til fjórtán ára börnum frá Vestmannaeyjum var boðið til Noregs í tvær vikur, af norska Rauða krossinum sumarið 1973. Það fóru um þúsund börn í nokkrum hópum og sú magnaða saga er inntak sýningar í Sagnaheimum," segir Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyja, en á goslokahátíð um helgina verður þess minnst með margvíslegum hætti að fjörutíu ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu. "Vestmannaeyingar fengu gríðarlega aðstoð alls staðar frá en engin þjóð gerði eins mikið fyrir okkur og Norðmenn. Ég var að skoða gögn sem sýna að þeir voru tilbúnir til að taka við öllum Vestmannaeyingum ef á hefði þurft að halda," segir Kristín sem átti hugmyndina að sýningunni en segir Sigrúnu Einarsdóttur, grafískan hönnuð, hafa lagt sál og metnað í hana. Þær voru báðar meðal þeirra barna sem fóru til Noregs. "Krakkarnir dvöldu ýmist í skólum, félagsheimilum, sumarbúðum eða á einkaheimilum í Noregi. Sjálf var ég svo heppin að vera hjá frábærri fjölskyldu, ásamt nokkrum vinum. Það var óskaplega kósý," rifjar Kristín upp. "Nú fer enginn gríslingur út í sjoppu öðruvísi en hringja í mömmu sína tvisvar á leiðinni. En þarna fóru krakkar frá sjö ára aldri upp í flugvél og voru sóttir á völlinn hálfum mánuði síðar og það var ekkert verið að hringja heim. Sumir voru auðvitað með heimþrá en kláruðu þetta og höfðu stuðning hver af öðrum." Margir voru í sinni fyrstu utanlandsferð. "Einn var að rifja upp að þegar rútan stoppaði við Íslendingahúsið í Ósló stukku sumir krakkarnir beint upp í tré. Þau höfðu aldrei séð tré áður." Norðmenn kosta sýninguna og Kristín segir þá koma sterka inn á goslokahátíðina. Hér mætir Julius Winger söngvari og líka frægur fréttamaður sem ætlar að láta okkur hafa til varðveislu fullt af sjónvarpsfréttum sem hann tók í gosinu." Menning Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
"Það var ekki búið að finna upp áfallahjálpina eða neitt slíkt þegar Heimaeyjargosið var en sjö til fjórtán ára börnum frá Vestmannaeyjum var boðið til Noregs í tvær vikur, af norska Rauða krossinum sumarið 1973. Það fóru um þúsund börn í nokkrum hópum og sú magnaða saga er inntak sýningar í Sagnaheimum," segir Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyja, en á goslokahátíð um helgina verður þess minnst með margvíslegum hætti að fjörutíu ár eru liðin frá Vestmannaeyjagosinu. "Vestmannaeyingar fengu gríðarlega aðstoð alls staðar frá en engin þjóð gerði eins mikið fyrir okkur og Norðmenn. Ég var að skoða gögn sem sýna að þeir voru tilbúnir til að taka við öllum Vestmannaeyingum ef á hefði þurft að halda," segir Kristín sem átti hugmyndina að sýningunni en segir Sigrúnu Einarsdóttur, grafískan hönnuð, hafa lagt sál og metnað í hana. Þær voru báðar meðal þeirra barna sem fóru til Noregs. "Krakkarnir dvöldu ýmist í skólum, félagsheimilum, sumarbúðum eða á einkaheimilum í Noregi. Sjálf var ég svo heppin að vera hjá frábærri fjölskyldu, ásamt nokkrum vinum. Það var óskaplega kósý," rifjar Kristín upp. "Nú fer enginn gríslingur út í sjoppu öðruvísi en hringja í mömmu sína tvisvar á leiðinni. En þarna fóru krakkar frá sjö ára aldri upp í flugvél og voru sóttir á völlinn hálfum mánuði síðar og það var ekkert verið að hringja heim. Sumir voru auðvitað með heimþrá en kláruðu þetta og höfðu stuðning hver af öðrum." Margir voru í sinni fyrstu utanlandsferð. "Einn var að rifja upp að þegar rútan stoppaði við Íslendingahúsið í Ósló stukku sumir krakkarnir beint upp í tré. Þau höfðu aldrei séð tré áður." Norðmenn kosta sýninguna og Kristín segir þá koma sterka inn á goslokahátíðina. Hér mætir Julius Winger söngvari og líka frægur fréttamaður sem ætlar að láta okkur hafa til varðveislu fullt af sjónvarpsfréttum sem hann tók í gosinu."
Menning Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira