Bjó til ímyndaðan heim utan um sögu bókstafanna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. júlí 2013 12:00 Sigríður rún Kristinsdóttir sýnir í Sparki. Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Líffærafræði leturs nefnist sýning á verkum Sigríðar Rúnar Kristinsdóttur sem opnuð verður í Sparki klukkan 16 í dag. Kveikja verkanna var útskriftarverkefni Sigríðar Rúnar í grafískri hönnun frá LHÍ árið 2012. Þá tók hún fyrir sjö handskrifaða bókstafi og gaf þeim innri líffæri ásamt hegðunarmynstri og sögu. „Þetta byrjaði í skólanum þegar ég fór á námskeið hjá ungverskum hönnuði sem sýndi mér nýja hlið á týpógrafíu, sem ég hafði átt erfitt með að fá áhuga á,“ segir Sigríður Rún um upphaf ferlisins sem leiddi til verkanna. „Upp úr því fór ég að stúdera bókstafi sem einstaklinga frekar en heild. Það leiddi svo til þess að ég fór út í þetta sem lokaverkefni.“ Sigríður Rún skrifaði tvær greinar um athuganir sínar í Mænuna, blað nema í grafískri hönnun, og við undirbúninginn lagði hún leið sína á Árnastofnun þar sem handritafræðingurinn Guðvarður Már Gunnlaugsson smitaði hana af áhuga sínum á leturgerð. Þar með varð ekki aftur snúið og lokaverkefnið hafið. „Það kom reyndar aldrei neinn tímapunktur þar sem ég ákvað að gera þetta, þetta bara þróaðist svona,“ segir Sigríður Rún.Hvernig vinnurðu svo verkin? Eru þetta teikningar eða þrívíð verk? „Bæði. Ég stúderaði gamlar teikningar af risaeðlum og öðrum dýrum þar sem menn vissu auðvitað ekkert hvernig dýrin höfðu litið út. Risaeðlur líta til dæmis mjög skringilega út á gömlum teikningum. Ég gekk út frá því að stafirnir væru dýr sem enginn hefði séð og bjó til ímyndaðan heim utan um sögu þeirra. Beinagrindur þeirra gerði ég úr fuglabeinum og bæði þær og teikningarnar eru á sýningunni í Sparki.“Svona lítur bókstafurinn e út í útfærslu Sigríðar Rúnar.Útskriftarverkefnið var bókin Líffærafræði leturs sem síðan hefur gert garðinn frægan, hlaut til dæmis hin virtu nemendaverðlaun frá Art Directors Club of Europe nú í júní. „Bókin verður líka á sýningunni og þrívíðu verkin sem eru þar eru unnin upp úr henni. Ég bjó mér til reglur sem ég síðan fylgdi í þessu verkefni og notaði bókina sem nokkurs konar uppskriftabók. Þetta er fjörutíu og einn stafur, allt íslenska stafrófið og fimm aukastafir sem eru fornir stafir sem ég gerði fyrir útskriftarsýninguna.“Hefur þessi vinna ekki haft áhrif á samband þitt við tungumálið? „Jú, eiginlega. Mér finnst meira gaman að skoða tungumálið, hef reyndar alltaf haft áhuga á íslensku, en er samt gagnrýnin á hana og þessi vinna hefur skerpt á því. Ég á líka miklu auðveldara með að lesa gamla texta eftir að ég fór að skoða þetta og það er mjög skemmtilegt.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira