Hversu óforskammað? Katrín Júlíusdóttir skrifar 4. júlí 2013 07:15 Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegum leiðara Ólafs Þ. Stephensen hér í Fréttablaðinu segir hann óforskammað af undirritaðri að gagnrýna ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks fyrir að ætla ekki að efna samkomulag sem fyrri ríkisstjórn gerði við Landssamband lífeyrissjóða um skuldalækkun hjá þeim lántakendum sem eru með lánsveð. Ég tel mig vel geta staðið á því að gagnrýna þessa ríkisstjórn fyrir það að ætla að láta þennan hóp sitja einan eftir án þess að neitt sé óforskammað við það. Staðreyndir málsins eru þessar:Samkomulagið við lífeyrissjóðina Fyrrverandi ríkisstjórn stóð í miklu og erfiðu samningaþrefi við lífeyrissjóðina á síðasta kjörtímabili um málið. Þeir stóðu fast á því að þeim væri ekki heimilt að gera nokkuð sem mögulega gæti skert lífeyri þeirra félagsmanna og vísuðu þar í stjórnarskrá og lög um ábyrgð stjórnarmanna sjóðanna. Samningsstaðan var því afar þung. Því ákváðum við sem í þessum samningum stóðum að skrifa að lokum undir samkomulag sem fól í sér að ríkið tæki að sér beinan kostnað sem af þessu hlytist upp á 88% en lífeyrissjóðirnir bæru 12% af beinum kostnaði. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir sínum hluta á hagstæðum kjörum auk þess að sjá um alla vinnuna við höfuðstólslækkanir þessara lána.Forystumenn D og B upplýstir Við lok þessara samninga höfðum við samband við forystumenn núverandi stjórnarflokka og upplýstum þá um málið. Var það gert einmitt vegna þess að ljóst var að ef af þessum samningum yrði þá þyrfti að gera ráð fyrir útgjöldum upp á 2-3 milljarða samtals á næstu árum. Undirritun samkomulagsins fól því í sér ákvörðun um að forgangsraða þessum hópi inn á fjárlög með áðurnefnda upphæð yfir nokkurra ára bil til að endurgreiða lífeyrissjóðunum hluta ríkisins. Úr ranni Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks heyrðust engin mótmæli. A.m.k ekki fyrir kosningar. Og vegna þess að við lögðum okkur fram um að upplýsa núverandi stjórnarflokka um málið þá tafðist undirritun samkomulagsins um nokkrar vikur.Óréttlátt að lánsveðshópurinn sitji eftir Sú upphæð sem hér um ræðir er ekki há í samanburði við þann mikla kostnað sem á samfélagið féll í kjölfar hrunins. Þetta er ekki há upphæð til að tryggja það að þessi hópur sitji við sama borð og aðrir sem fengið hafa skuldaniðurfellingar fram til þessa. Lánsveðshópurinn er sá hópur sem ég taldi okkur öll sammála um að þyrfti ekki síst á stuðningi að halda. Fólk og fjölskyldur sem keyptu á versta tíma fyrir hrun og þurftu til þess veð að láni hjá vinum eða venslafólki. Þetta eru mikið til ungu fjölskyldurnar sem nú sitja í sínum íbúðum yfirveðsettum og komast hvorki lönd né strönd. Hversu óforskammað er það að vilja mæta þessu fólki þó ekki væri nema til þess að gæta jafnræðis milli lántakenda? Til að setja þessa upphæð í samhengi þá er hún talsvert lægri en sem nemur lækkun veiðigjalda skv. frumvarpi því sem nú liggur fyrir frá ríkisstjórninni í þinginu og hún ætlar að keyra í gegn – bara á þessu ári. Þetta birtir forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar í raun sem ætlar að afsala sér þrisvar sinnum hærri upphæð á ársgrundvelli en hér um ræðir af veiðigjöldunum einum. Og skilja lánsveðshópinn eftir í fullkominni óvissu. Hversu óforskammað er það?
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun