Með fiðrildi í maga af spennu Sólveig Gísladóttir skrifar 19. júlí 2013 12:00 Þóra með vini sínum Steinari frá Sámsstöðum sem hún keppti á í fjórgangi í gær. Mynd/Auðunn Níelsson Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum er haldið á Hlíðarholtsvelli á Akureyri um helgina. 99 krakkar keppa á mótinu á 242 hestum. Þeirra á meðal er Þóra Höskuldsdóttir 16 ára Akureyrarmær. „Ég er að keppa í fimm greinum á fjórum hestum,“ segir Þóra glaðlega en hún hóf keppni í fjórgangi í gær og á eftir að keppa í tölti, fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði.En stefnir þú á sigur? „Auðvitað vonast maður eftir sigri en keppendur eru rosalega margir og góðir, við erum allt upp í 40 í hverjum flokki,“ svarar Þóra sem segist þó vera með mjög fína hesta á sínum snærum. „Ég gæti alveg unnið en þá þarf líka allt að smella saman, hesturinn, skapið hjá þeim og mér, einbeitingin og dagsformið.“ Þóra er mjög spennt fyrir mótinu. „Það er alltaf skemmtilegt að keppa. Maður sofnar reyndar með fiðrildi í maganum af spennu en það er bara gaman,“ segir Þóra sem hefur ekki keppt á Íslandsmóti áður. „Mótið hefur ekki verið haldið á Akureyri lengi og það er dýrt að flytja marga hesta landshorna á milli,“ segir Þóra. Hún hefur þó keppt á fjölmörgum mótum frá unga aldri á Norðurlandi, enda hefur hún alist upp umkringd dýrum. „Pabbi er tamningamaður og mamma er dýralæknir. Hesthúsið og dýralæknastofan eru í sömu byggingu og í sumar vinn ég hálfan daginn hjá mömmu og við tamningar hjá pabba seinnipartinn,“ upplýsir Þóra sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor, ætlar í MA í haust en framtíðaráætlanirnar snúast um dýralæknisfræði. Hestamennskan á þó einnig hug hennar allan og í henni hefur hún kynnst góðum hópi vina. Í hestamannafélaginu Létti er þéttur hópur unglinga sem hefur keppt sín á milli á innanfélagsmótum frá unga aldri. Þóra segir vinskapinn ekki líða fyrir keppnisskapið. „Við erum svo sjóuð í þessu, erum góðir vinir og förum ekkert í fýlu þau einhver annar vinni. Svo má maður ekki gefast upp heldur verður maður bara að reyna aftur næst,“ segir þessi skelegga Akureyrarmær og leggur á næsta hest. Hestar Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira
Íslandsmót yngri flokka í hestaíþróttum er haldið á Hlíðarholtsvelli á Akureyri um helgina. 99 krakkar keppa á mótinu á 242 hestum. Þeirra á meðal er Þóra Höskuldsdóttir 16 ára Akureyrarmær. „Ég er að keppa í fimm greinum á fjórum hestum,“ segir Þóra glaðlega en hún hóf keppni í fjórgangi í gær og á eftir að keppa í tölti, fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði.En stefnir þú á sigur? „Auðvitað vonast maður eftir sigri en keppendur eru rosalega margir og góðir, við erum allt upp í 40 í hverjum flokki,“ svarar Þóra sem segist þó vera með mjög fína hesta á sínum snærum. „Ég gæti alveg unnið en þá þarf líka allt að smella saman, hesturinn, skapið hjá þeim og mér, einbeitingin og dagsformið.“ Þóra er mjög spennt fyrir mótinu. „Það er alltaf skemmtilegt að keppa. Maður sofnar reyndar með fiðrildi í maganum af spennu en það er bara gaman,“ segir Þóra sem hefur ekki keppt á Íslandsmóti áður. „Mótið hefur ekki verið haldið á Akureyri lengi og það er dýrt að flytja marga hesta landshorna á milli,“ segir Þóra. Hún hefur þó keppt á fjölmörgum mótum frá unga aldri á Norðurlandi, enda hefur hún alist upp umkringd dýrum. „Pabbi er tamningamaður og mamma er dýralæknir. Hesthúsið og dýralæknastofan eru í sömu byggingu og í sumar vinn ég hálfan daginn hjá mömmu og við tamningar hjá pabba seinnipartinn,“ upplýsir Þóra sem útskrifaðist úr grunnskóla í vor, ætlar í MA í haust en framtíðaráætlanirnar snúast um dýralæknisfræði. Hestamennskan á þó einnig hug hennar allan og í henni hefur hún kynnst góðum hópi vina. Í hestamannafélaginu Létti er þéttur hópur unglinga sem hefur keppt sín á milli á innanfélagsmótum frá unga aldri. Þóra segir vinskapinn ekki líða fyrir keppnisskapið. „Við erum svo sjóuð í þessu, erum góðir vinir og förum ekkert í fýlu þau einhver annar vinni. Svo má maður ekki gefast upp heldur verður maður bara að reyna aftur næst,“ segir þessi skelegga Akureyrarmær og leggur á næsta hest.
Hestar Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fleiri fréttir Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Sjá meira