Chic í Hörpunni var stuð í gegn María Lilja Þrastardóttir skrifar 19. júlí 2013 09:00 Tónleikar Chic fá fjórar stjörnur fyrir gott partý. Tónlist, Nile Rodgers og Chic, Eldborg Tónleikar Chic í Hörpu voru með allra líflegasta móti og augljóst var að þeir sem þá sóttu urðu ekki fyrir vonbrigðum. Sjálf hafði ég takmarkaðar væntingar til tónleikanna, hélt sjálfa mig ekki mikla diskó manneskju að upplagi, illa þekkti ég mig þar. Ég skemmti mér konunglega og söng með flestum laganna enda rak hver smellurinn annann enda er Neil Rogers gullnáma hittaranna. Lög eins og I‘m coming out, Get lucky, Like a virgin og Lets dance voru á meðal þeirra sem ómuðu um troðfullan salinn við brjálaðan fögnuð og það var gaman að fylgjast með áhorfendum lifa sig inn í „sjóvið“ og taka fullan þátt í því sem fram fór á sviðinu. Það var góð tilbreyting frá tónleikum Frank Ocean kvöldinu áður þar sem enginn dansaði, söng né dillaði sér þar sem áhorfendur voru allir of uppteknir af því að horfa á tónleikana í gegnum snjallsímann sinn. Chic bandið var þétt og missti aldrei dampinn sem gerði það að verkum að athyglin hélst allan tímann. Þar báru tvær manneskjur af. Neil sjálfur, augljóslega og svo önnur söngkvennanna, sem hafði dáleiðandi framkomu og rödd sem bræddi hjörtu. Það eina sem hefði mátt betur fara í Silfurbergssal Hörpu eins og áður var hljóðið. Það hefði mátt heyrast miklu meira í skemmtikröftunum.Niðurstaða: Flottir, hressir og klárlega með þeim líflegri tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi í mörg ár. Bandið var gallalaust, en leið fyrir slæmt hljóð. Gagnrýni Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist, Nile Rodgers og Chic, Eldborg Tónleikar Chic í Hörpu voru með allra líflegasta móti og augljóst var að þeir sem þá sóttu urðu ekki fyrir vonbrigðum. Sjálf hafði ég takmarkaðar væntingar til tónleikanna, hélt sjálfa mig ekki mikla diskó manneskju að upplagi, illa þekkti ég mig þar. Ég skemmti mér konunglega og söng með flestum laganna enda rak hver smellurinn annann enda er Neil Rogers gullnáma hittaranna. Lög eins og I‘m coming out, Get lucky, Like a virgin og Lets dance voru á meðal þeirra sem ómuðu um troðfullan salinn við brjálaðan fögnuð og það var gaman að fylgjast með áhorfendum lifa sig inn í „sjóvið“ og taka fullan þátt í því sem fram fór á sviðinu. Það var góð tilbreyting frá tónleikum Frank Ocean kvöldinu áður þar sem enginn dansaði, söng né dillaði sér þar sem áhorfendur voru allir of uppteknir af því að horfa á tónleikana í gegnum snjallsímann sinn. Chic bandið var þétt og missti aldrei dampinn sem gerði það að verkum að athyglin hélst allan tímann. Þar báru tvær manneskjur af. Neil sjálfur, augljóslega og svo önnur söngkvennanna, sem hafði dáleiðandi framkomu og rödd sem bræddi hjörtu. Það eina sem hefði mátt betur fara í Silfurbergssal Hörpu eins og áður var hljóðið. Það hefði mátt heyrast miklu meira í skemmtikröftunum.Niðurstaða: Flottir, hressir og klárlega með þeim líflegri tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi í mörg ár. Bandið var gallalaust, en leið fyrir slæmt hljóð.
Gagnrýni Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Úr rugli í reglu hjá Heilsuborg Lífið kynningar Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira