Gefur út hárgreiðslubók fyrir ungar stúlkur Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 09:15 Bók Theodóru, Hárið, sló algjörlega í gegn hjá ungum stúlkum. fréttablaðið/arnþór „Það var alveg greinilegt að fólk þurfti á ráðleggingum að halda varðandi hárið,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur metsölubókarinnar Hárið, sem kom út fyrir jólin í fyrra. Bókin sló rækilega í gegn og hefur Theodóra nú lagt drög að næstu bók. „Ég er að vinna að barnabók fyrir stelpur á aldrinum 2-12 ára, þar sem ég ætla að kenna auðveldar greiðslur sem bæði mamma og pabbi geta hæglega gert áður en stelpurnar fara í skólann eða leikskólann.“ Hún segir ljóst að áhugi á bókum sem þessum hafi verið gríðarlegur. „Hárið sló alveg í gegn hjá yngri kynslóðinni og ég fór að bölva því að hafa ekki haft fleiri barnagreiðslur.“ Vinnsla bókarinnar er í fullum gangi enda er stefnt að því að gefa hana út fyrir jólin. „Við förum frekar seint af stað en það er allt í lagi, ég vinn miklu betur undir álagi. Bókin verður alveg ótrúlega spennandi en við viljum að hún sé aðeins meira en bara um hár og hárgreiðslu. Það á að vera skemmtilegt að skoða hana áður en maður fer að sofa,“ segir Theodóra. Hún leitar að hármódelum á aldrinum 2-12 ára og geta áhugasamir sent ljósmynd af barni sínu á netfangið harmodel@edda.is, með upplýsingum um nafn og aldur barnsins, nafn forráðamanns og símanúmer eða netfang. Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Það var alveg greinilegt að fólk þurfti á ráðleggingum að halda varðandi hárið,“ segir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack, höfundur metsölubókarinnar Hárið, sem kom út fyrir jólin í fyrra. Bókin sló rækilega í gegn og hefur Theodóra nú lagt drög að næstu bók. „Ég er að vinna að barnabók fyrir stelpur á aldrinum 2-12 ára, þar sem ég ætla að kenna auðveldar greiðslur sem bæði mamma og pabbi geta hæglega gert áður en stelpurnar fara í skólann eða leikskólann.“ Hún segir ljóst að áhugi á bókum sem þessum hafi verið gríðarlegur. „Hárið sló alveg í gegn hjá yngri kynslóðinni og ég fór að bölva því að hafa ekki haft fleiri barnagreiðslur.“ Vinnsla bókarinnar er í fullum gangi enda er stefnt að því að gefa hana út fyrir jólin. „Við förum frekar seint af stað en það er allt í lagi, ég vinn miklu betur undir álagi. Bókin verður alveg ótrúlega spennandi en við viljum að hún sé aðeins meira en bara um hár og hárgreiðslu. Það á að vera skemmtilegt að skoða hana áður en maður fer að sofa,“ segir Theodóra. Hún leitar að hármódelum á aldrinum 2-12 ára og geta áhugasamir sent ljósmynd af barni sínu á netfangið harmodel@edda.is, með upplýsingum um nafn og aldur barnsins, nafn forráðamanns og símanúmer eða netfang.
Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira