Stílisti gerir góða hluti á tískuvikunni í Kaupmannahöfn Ása Ottesen skrifar 9. ágúst 2013 07:00 Ellen Loftsdóttir búninahönnuður og stílisti Mynd/Einkasafn „Ég er að sjá um útsetningu tískusýningar grænlenska fatahönnuðarins Bibi Chemnitz, sem sýnir í ráðhúsinu í kvöld. Chemnitz er fyrsti Grænlendingurinn til þess að taka þátt á tískuvikunni hér í Kaupmannahöfn og hún hefur fengið svakalega mikla athygli,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem tekur þátt í tískuvikunni þessa stundina. Ellen er að vonum ánægð með verkefnið og er hún í óða önn að undirbúa sig fyrir kvöldið. Mikið umstang er í kringum sýninguna í ráðhúsinu og búist er við miklum fjölda fólks. Aðspurð segir Ellen að tískuvikan fari ört stækkandi og þá sérstaklega hvað varðar litlu merkin frá Skandinavíu. „Tískuvikan hefur upp á svo margt að bjóða og þá sérstaklega fyrir búðareigendur. Hér eru öll flottustu merkin frá Evrópu, til dæmis Asger Juel, Stine Goya og Henrik Vibskov,“ segir hún. Eftir tískuvikuna ætlar Ellen að taka sér langþráð sumarfrí en það bíða hennar mörg spennandi verkefni að því loknu. „Ég er að fara að gera nýtt tónlistarmyndband með Narvi Creative, sem er framleiðslufyrirtæki mitt og kærasta míns, Þorbjörns Ingasonar. Svo ætla ég að skella mér á tískuvikuna í London í september,“ segir hún að lokum. Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Ég er að sjá um útsetningu tískusýningar grænlenska fatahönnuðarins Bibi Chemnitz, sem sýnir í ráðhúsinu í kvöld. Chemnitz er fyrsti Grænlendingurinn til þess að taka þátt á tískuvikunni hér í Kaupmannahöfn og hún hefur fengið svakalega mikla athygli,“ segir Ellen Loftsdóttir stílisti, sem tekur þátt í tískuvikunni þessa stundina. Ellen er að vonum ánægð með verkefnið og er hún í óða önn að undirbúa sig fyrir kvöldið. Mikið umstang er í kringum sýninguna í ráðhúsinu og búist er við miklum fjölda fólks. Aðspurð segir Ellen að tískuvikan fari ört stækkandi og þá sérstaklega hvað varðar litlu merkin frá Skandinavíu. „Tískuvikan hefur upp á svo margt að bjóða og þá sérstaklega fyrir búðareigendur. Hér eru öll flottustu merkin frá Evrópu, til dæmis Asger Juel, Stine Goya og Henrik Vibskov,“ segir hún. Eftir tískuvikuna ætlar Ellen að taka sér langþráð sumarfrí en það bíða hennar mörg spennandi verkefni að því loknu. „Ég er að fara að gera nýtt tónlistarmyndband með Narvi Creative, sem er framleiðslufyrirtæki mitt og kærasta míns, Þorbjörns Ingasonar. Svo ætla ég að skella mér á tískuvikuna í London í september,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira