Bíður eftir að íslenskir leikstjórar hafi samband Sara McMahon skrifar 14. ágúst 2013 08:00 Atli Bollason fer með aðalhlutverkið í stuttmynd sem frumsýnd verður á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto. Fréttablaðið/Daníel „Myndin var tekin upp yfir frekar langan tíma. Við byrjuðum í Detroit fyrir einu og hálfu ári, svo var eitthvað skotið í Toronto, Berlín og í Frakklandi. En sagan sjálf gerist að mestu á ótilgreindum stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku,“ segir Atli Bollason. Hann fer með aðalhlutverkið í kanadísku stuttmyndinni Numbers & Friends, sem valin var til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fram fer í september. Leikstjóri myndarinnar er Kanadamaðurinn Alexander Carson, en honum og Atla er vel til vina. „Ég kynntist Alexander þegar ég bjó í Montreal, þar sem ég var við nám. Ég hef áður leikið í mynd eftir hann og það samstarf gekk mjög vel.“ Numbers & Friends segir frá ungum Evrópubúa sem flyst til Norður-Ameríku og reynir að fóta sig í nýju og framandi umhverfi. „Ég leik bara í myndinni, en mig grunar að Alexander hafi notað glefsur úr mínu lífi þegar hann skapaði persónuna,“ segir Atli og hlær.Game of Thrones mikill leiksigur Hann verður ekki viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Toronto sökum tímaleysis, en segist vona að hann fái tækifæri til þess að fylgja henni á næstu hátíð. Atli er bókmenntafræðingur að mennt en hefur einnig látið til sín taka á sviði leiklistar. „Ég hef leikið í þessum tveimur myndum hans Alexanders og einnig á sviði í Montreal. Svo var ég aukaleikari í Game of Thrones, það var mikill leiksigur. Nú bíð ég bara eftir því að íslenskir leikstjórar taki við sér og fari að hafa samband,“ segir hann að lokum í gamansömum tón. Kvikmyndahátíðin í Toronto var stofnsett árið 1976. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og í fyrra sóttu um 400 þúsund manns hana. Game of Thrones Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Myndin var tekin upp yfir frekar langan tíma. Við byrjuðum í Detroit fyrir einu og hálfu ári, svo var eitthvað skotið í Toronto, Berlín og í Frakklandi. En sagan sjálf gerist að mestu á ótilgreindum stað í Bandaríkjum Norður-Ameríku,“ segir Atli Bollason. Hann fer með aðalhlutverkið í kanadísku stuttmyndinni Numbers & Friends, sem valin var til sýningar á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fram fer í september. Leikstjóri myndarinnar er Kanadamaðurinn Alexander Carson, en honum og Atla er vel til vina. „Ég kynntist Alexander þegar ég bjó í Montreal, þar sem ég var við nám. Ég hef áður leikið í mynd eftir hann og það samstarf gekk mjög vel.“ Numbers & Friends segir frá ungum Evrópubúa sem flyst til Norður-Ameríku og reynir að fóta sig í nýju og framandi umhverfi. „Ég leik bara í myndinni, en mig grunar að Alexander hafi notað glefsur úr mínu lífi þegar hann skapaði persónuna,“ segir Atli og hlær.Game of Thrones mikill leiksigur Hann verður ekki viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Toronto sökum tímaleysis, en segist vona að hann fái tækifæri til þess að fylgja henni á næstu hátíð. Atli er bókmenntafræðingur að mennt en hefur einnig látið til sín taka á sviði leiklistar. „Ég hef leikið í þessum tveimur myndum hans Alexanders og einnig á sviði í Montreal. Svo var ég aukaleikari í Game of Thrones, það var mikill leiksigur. Nú bíð ég bara eftir því að íslenskir leikstjórar taki við sér og fari að hafa samband,“ segir hann að lokum í gamansömum tón. Kvikmyndahátíðin í Toronto var stofnsett árið 1976. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og í fyrra sóttu um 400 þúsund manns hana.
Game of Thrones Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira