Kettir vs. hundar 20. ágúst 2013 07:00 Ég hélt alltaf að þú værir hundamanneskja,“ sagði frændi minn þegar hann hitti köttinn minn í fyrsta sinn í vikunni sem leið. Sjálf vil ég helst ekki láta draga mig í þann dilk því ég hef afskaplega gaman af dýrum af öllum stærðum og gerðum, en þetta leiddi til frekari vangaveltna um hugtökin „hunda- og kattafólk“. Eftir svolitla eftirgrennslan komst ég að því að sálfræðingar halda því fram að gæludýr geti vissulega veitt ýmsar upplýsingar um skapgerð eigenda sinna. Hundar hafa frá fornu fari verið hjarðdýr en kettir eru einfarar. Út frá þessu má gera ráð fyrir því að hundaeigendur séu miklar hópsálir en kattaeigendur heldur ómannblendnari. Og þetta ku vera rétt; hundaeigendur eru ekki aðeins hópsálir heldur einnig opnari fyrir nýjungum en kattaeigendur, sem eru taldir innhverfir og agaðir. Rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að kattaeigendur eru líklegri til að halda sig við eina dýrategund, ólíkt hundaeigendum. Þegar einstaklingar í fyrrnefnda hópnum voru spurðir að því hvort þeir gætu hugsað sér að taka að sér hvolp ef aðstæður leyfðu, svöruðu um sjötíu prósent þeirra neitandi. Þegar hundaeigendur voru spurðir að því sama, svöruðu sjötíu prósent þeirra játandi. Með þetta í huga skulum við snúa okkur aftur að dýrinu mínu, henni Siggu. Hún er einstaklega ómannblendin og hvekkt lítil læða, en ljúfara dýr er vandfundið. Fyrirrennari hennar, hún Gunna, var engu betri. Hún sýndi ókunnugum engan áhuga og lét sig hverfa þegar gesti bar að garði. Ég veit ekki hvort gæludýrin endurspegla persónuleika minn, en ætli það sé ekki ágætt að til sé fólk sem telji mig enn tilheyra hópi hundaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Ég hélt alltaf að þú værir hundamanneskja,“ sagði frændi minn þegar hann hitti köttinn minn í fyrsta sinn í vikunni sem leið. Sjálf vil ég helst ekki láta draga mig í þann dilk því ég hef afskaplega gaman af dýrum af öllum stærðum og gerðum, en þetta leiddi til frekari vangaveltna um hugtökin „hunda- og kattafólk“. Eftir svolitla eftirgrennslan komst ég að því að sálfræðingar halda því fram að gæludýr geti vissulega veitt ýmsar upplýsingar um skapgerð eigenda sinna. Hundar hafa frá fornu fari verið hjarðdýr en kettir eru einfarar. Út frá þessu má gera ráð fyrir því að hundaeigendur séu miklar hópsálir en kattaeigendur heldur ómannblendnari. Og þetta ku vera rétt; hundaeigendur eru ekki aðeins hópsálir heldur einnig opnari fyrir nýjungum en kattaeigendur, sem eru taldir innhverfir og agaðir. Rannsóknir hafa jafnframt leitt í ljós að kattaeigendur eru líklegri til að halda sig við eina dýrategund, ólíkt hundaeigendum. Þegar einstaklingar í fyrrnefnda hópnum voru spurðir að því hvort þeir gætu hugsað sér að taka að sér hvolp ef aðstæður leyfðu, svöruðu um sjötíu prósent þeirra neitandi. Þegar hundaeigendur voru spurðir að því sama, svöruðu sjötíu prósent þeirra játandi. Með þetta í huga skulum við snúa okkur aftur að dýrinu mínu, henni Siggu. Hún er einstaklega ómannblendin og hvekkt lítil læða, en ljúfara dýr er vandfundið. Fyrirrennari hennar, hún Gunna, var engu betri. Hún sýndi ókunnugum engan áhuga og lét sig hverfa þegar gesti bar að garði. Ég veit ekki hvort gæludýrin endurspegla persónuleika minn, en ætli það sé ekki ágætt að til sé fólk sem telji mig enn tilheyra hópi hundaeigenda.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun