Þremenningarnir kynntust fyrst er þau voru við nám í hönnunarskólanum í Kolding, uppruna IIIF má þó rekja til verkefnisins NA10 sem Nýsköpunarsjóður og Make by Þorpið stóðu fyrir árið 2011. Þar komu saman sjö hönnuðir sem unnu að því að hanna söluvænlegar vörur og nota til þess hráefni og handverksfólk úr Fljótsdalshéraði.
„Okkur langaði að halda áfram að vinna með þessu góða fólki sem við höfðum kynnst. Við fórum þó ekki að vinna markvisst að þessu fyrr en fyrir hálfu ári síðan og nú er fyrsta línan tilbúin,“ útskýrir Sigrún Halla.

Vörurnar fást á vefsíðunni Iiif.is og í Epal og stendur sýningin frá 18 til 22.
Kynntust í námi
* Sigrún Halla Unnarsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún starfar sem prjóna- og fylgihlutahönnuður hjá útivistamerkinu Icewear og mun kenna við fatahönnunardeild LHÍ í vetur. Að auki er hún í stjórn LungA skólans.
* Agla Stefánsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún hefur starfað sem fatahönnuður hjá dönsku tískumerkjunum Hot Friture og Wackerhaus og hyggur á kennaranám í haust.
* Thibaut Allgayer stundaði nám í vöruhönnun í Frakklandi og Danmörku. Hann starfar sem hönnuður í Danmörku og hefur meðal annars hannað útlit verslunarinnar Best Seller í Kína.