Mannlíf, veður og morðgátur í Kiruna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 4. september 2013 12:00 Fórnargjöf Móloks BÆKUR: Fórnargjöf Móloks, Åsa Larsson, Þýðing: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir, JPV-útgáfa Fórnargjöf Móloks er fimmta bók Åsu Larsson sem út kemur á íslensku. Af einhverjum ástæðum hafa hinar bækurnar fjórar farið framhjá mér en eftir lestur á Fórnargjöfinni er enginn vafi á því að þær verða leitaðar uppi og lesnar. Hér er á ferðinni höfundur sem skrifar betur en maður á að venjast um krimmahöfunda auk þess sem sagan er spennandi, vel byggð og, það sem óvenjulegast er af öllu þegar krimmar eiga í hlut, snertir mann djúpt. Aðalpersóna sögunnar er saksóknarinn Rebecka Martinsson, sem hefur sína djöfla að draga (hvaða aðallögga krimmaveraldarinnar hefur það ekki?) en er eiturskörp og setur hlutina í annað samhengi en flestir. Hér fæst hún við rannsókn á morði á miðaldra konu og nýtur við það aðstoðar félaga sinna í lögreglunni í Kiruna sem allt eru skýrt mótaðar og áhugaverðar persónur og sömu sögu er að segja af öllum þeim sem til skoðunar koma í rannsókninni. Inn í söguna af morðrannsókninni og persónulegum raunum Rebecku er fléttað sögu ungrar kennslukonu í Kiruna á fyrri helmingi síðustu aldar. Og þótt öll bókin sé einkar vel skrifuð eru það einkum þeir kaflar sem lyfta frásögninni hátt yfir það sem maður á að venjast í glæpasögum. Stíll þeirra og frásagnarháttur minnir á köflum á bækur Selmu Lagerlöf og myndin sem dregin er upp af stéttskiptingu og aðstæðum vinnandi fólks í Svíþjóð þess tíma er óhemju sterk og situr lengi í minninu. Morðgáturnar sjálfar, já, það kemur sem sé á daginn að morðin eru fleiri en eitt og fleiri en tvö, eru í sjálfu sér ósköp hefðbundnar en næm tilfinning Larsson fyrir umhverfinu og tilfinningum fólksins gerir frásögnina dýpri og um margt raunsannari en algengt er í glæpasögum. Lausn gátunnar kemur lesandanum síðan algjörlega í opna skjöldu, sem einnig er ánægjuleg tilbreyting í krimmaheiminum. Að öllu samanlögðu er Fórnargjöf Móloks frábær lesning; vel skrifuð, persónur sannfærandi, á köflum átakanleg en á öðrum köflum drepfyndin, mannleg og hlý en jafnframt hvöss þjóðfélagsádeila og að lestri loknum getur maður varla beðið eftir að komast yfir fleiri bækur þessa frábæra höfundar. Þýðing Eyrúnar Eddu Hjörleifsdóttur er líka til fyrirmyndar, vel unnin á góðu máli og algjörlega laus við sænskuskotin sem allt of oft einkenna þýðingar úr því ágæta máli. Friðrika BenónýsdóttirNiðurstaða: Óvenjuvel skrifaður krimmi sem hrífur lesandann með sér inn í framandi heim sem um leið er óþægilega kunnuglegur. Frábær lesning. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
BÆKUR: Fórnargjöf Móloks, Åsa Larsson, Þýðing: Eyrún Edda Hjörleifsdóttir, JPV-útgáfa Fórnargjöf Móloks er fimmta bók Åsu Larsson sem út kemur á íslensku. Af einhverjum ástæðum hafa hinar bækurnar fjórar farið framhjá mér en eftir lestur á Fórnargjöfinni er enginn vafi á því að þær verða leitaðar uppi og lesnar. Hér er á ferðinni höfundur sem skrifar betur en maður á að venjast um krimmahöfunda auk þess sem sagan er spennandi, vel byggð og, það sem óvenjulegast er af öllu þegar krimmar eiga í hlut, snertir mann djúpt. Aðalpersóna sögunnar er saksóknarinn Rebecka Martinsson, sem hefur sína djöfla að draga (hvaða aðallögga krimmaveraldarinnar hefur það ekki?) en er eiturskörp og setur hlutina í annað samhengi en flestir. Hér fæst hún við rannsókn á morði á miðaldra konu og nýtur við það aðstoðar félaga sinna í lögreglunni í Kiruna sem allt eru skýrt mótaðar og áhugaverðar persónur og sömu sögu er að segja af öllum þeim sem til skoðunar koma í rannsókninni. Inn í söguna af morðrannsókninni og persónulegum raunum Rebecku er fléttað sögu ungrar kennslukonu í Kiruna á fyrri helmingi síðustu aldar. Og þótt öll bókin sé einkar vel skrifuð eru það einkum þeir kaflar sem lyfta frásögninni hátt yfir það sem maður á að venjast í glæpasögum. Stíll þeirra og frásagnarháttur minnir á köflum á bækur Selmu Lagerlöf og myndin sem dregin er upp af stéttskiptingu og aðstæðum vinnandi fólks í Svíþjóð þess tíma er óhemju sterk og situr lengi í minninu. Morðgáturnar sjálfar, já, það kemur sem sé á daginn að morðin eru fleiri en eitt og fleiri en tvö, eru í sjálfu sér ósköp hefðbundnar en næm tilfinning Larsson fyrir umhverfinu og tilfinningum fólksins gerir frásögnina dýpri og um margt raunsannari en algengt er í glæpasögum. Lausn gátunnar kemur lesandanum síðan algjörlega í opna skjöldu, sem einnig er ánægjuleg tilbreyting í krimmaheiminum. Að öllu samanlögðu er Fórnargjöf Móloks frábær lesning; vel skrifuð, persónur sannfærandi, á köflum átakanleg en á öðrum köflum drepfyndin, mannleg og hlý en jafnframt hvöss þjóðfélagsádeila og að lestri loknum getur maður varla beðið eftir að komast yfir fleiri bækur þessa frábæra höfundar. Þýðing Eyrúnar Eddu Hjörleifsdóttur er líka til fyrirmyndar, vel unnin á góðu máli og algjörlega laus við sænskuskotin sem allt of oft einkenna þýðingar úr því ágæta máli. Friðrika BenónýsdóttirNiðurstaða: Óvenjuvel skrifaður krimmi sem hrífur lesandann með sér inn í framandi heim sem um leið er óþægilega kunnuglegur. Frábær lesning.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira