Monáe syngur um vélmenni Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 11:30 Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean „Diddy“ Combs stofnaði. Monáe fæddist í Kansas árið 1985 og var lengi heilluð af Dórótheu úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í New York og í Fíladelfíu flutti hún til Atlanta 2001 . Þar kynntist hún Big Boi úr OutKast og söng síðar á plötu sveitarinnar, Idlewild. Monáe stofnaði fyrirtækið Wondaland Arts Society sem gaf út EP-plötuna The Audition árið 2003. Monáe er hugfangin af vísindaskáldskap og þarna byrjaði hún að syngja um borgina Metropolis og var þar undir áhrifum frá hinni samnefndu sígildu mynd Fritz Lang frá árinu 1927. Hún hélt áfram með þemað á fyrstu opinberu EP-plötu sinni, Metropolis: Suite I (The Chase), sem kom út 2007 hjá Bad Boy Records. Þar söng hún um vélmennið Cindi Mayweather sem er fjöldaframleitt árið 2719. Platan fékk góðar viðtökur og var Monáe tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Many Moons. Árið 2010 gaf Monáe út sína fyrstu breiðskífu, The ArchAndroid, þar sem hún hélt áfram með Metropolis-þemað. Gagnrýnendur hrifust af plötunni, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, og einnig lagið Thightrope. Hún náði einnig sautjánda sæti Billboard-listans. Á síðasta ári var Monáe svo gestasöngvari í hinu vinsæla lagi hljómsveitarinnar Fun, We Are Young. Lagið fór á topp Billboard-listans, sem er það hæsta sem söngkonan hefur náð til þessa. Á The Electric Lady heldur Monáe áfram með útópíuþemað sitt. Lögin eru nítján talsins og stjórnaði hún upptökunum sjálf í samstarfi við Deep Cotton og Roman GianArthur, kollega sína úr Wondaland Arts Society. Góðir gestir koma einnig við sögu, þar á meðal Erykah Badu, sem syngur með henni í smáskífulaginu Q.U.E.E.N, Prince, Big Boi, Cee-Lo Green, Miguel, Solange og Esperanza Spalding. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Önnur hljóðversplata bandarísku R&B- og sálarsöngkonunnar Janelle Monáe, The Electric Lady, kemur út eftir helgi á vegum Wondaland Arts Society og Bad Boy Records, sem Sean „Diddy“ Combs stofnaði. Monáe fæddist í Kansas árið 1985 og var lengi heilluð af Dórótheu úr kvikmyndinni Galdrakarlinn í Oz. Eftir að hafa stundað leiklistarnám í New York og í Fíladelfíu flutti hún til Atlanta 2001 . Þar kynntist hún Big Boi úr OutKast og söng síðar á plötu sveitarinnar, Idlewild. Monáe stofnaði fyrirtækið Wondaland Arts Society sem gaf út EP-plötuna The Audition árið 2003. Monáe er hugfangin af vísindaskáldskap og þarna byrjaði hún að syngja um borgina Metropolis og var þar undir áhrifum frá hinni samnefndu sígildu mynd Fritz Lang frá árinu 1927. Hún hélt áfram með þemað á fyrstu opinberu EP-plötu sinni, Metropolis: Suite I (The Chase), sem kom út 2007 hjá Bad Boy Records. Þar söng hún um vélmennið Cindi Mayweather sem er fjöldaframleitt árið 2719. Platan fékk góðar viðtökur og var Monáe tilnefnd til Grammy-verðlaunanna fyrir lagið Many Moons. Árið 2010 gaf Monáe út sína fyrstu breiðskífu, The ArchAndroid, þar sem hún hélt áfram með Metropolis-þemað. Gagnrýnendur hrifust af plötunni, sem var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna, og einnig lagið Thightrope. Hún náði einnig sautjánda sæti Billboard-listans. Á síðasta ári var Monáe svo gestasöngvari í hinu vinsæla lagi hljómsveitarinnar Fun, We Are Young. Lagið fór á topp Billboard-listans, sem er það hæsta sem söngkonan hefur náð til þessa. Á The Electric Lady heldur Monáe áfram með útópíuþemað sitt. Lögin eru nítján talsins og stjórnaði hún upptökunum sjálf í samstarfi við Deep Cotton og Roman GianArthur, kollega sína úr Wondaland Arts Society. Góðir gestir koma einnig við sögu, þar á meðal Erykah Badu, sem syngur með henni í smáskífulaginu Q.U.E.E.N, Prince, Big Boi, Cee-Lo Green, Miguel, Solange og Esperanza Spalding.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira