Þriggja ára skattsvikarannsókn að klárast Stígur Helgason skrifar 7. september 2013 07:00 Steingrímur Þór Ólafsson var úrskurðaður í gæsluvarðhald um leið og hann kom til landsins frá Venesúela haustið 2010. Fréttablaðið/anton Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess. VSK-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira
Rannsókn á stórfelldum skattsvikum fyrir þremur árum, þar sem hópur fólks er talinn hafa svikið 270 milljónir af hinu opinbera, er nú á lokametrunum að sögn Hafliða Þórðarsonar lögreglufulltrúa. Málið vakti mikla athygli þegar það kom upp í september 2010. Níu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglu og sex, tvær konur og fjórir karlar, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald, þeirra á meðal starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunaður höfuðpaur í málinu, Steingrímur Þór Ólafsson, var handtekinn nokkrum dögum síðar í Venesúela og fluttur til landsins í kjölfarið. Svikin eru talin hafa farið þannig fram að fólkið setti á fót sýndarfyrirtæki sem höfðu enga raunverulega starfsemi en fengu í krafti falsaðra gagna og aðgangs að starfsmanni Ríkisskattstjóra stórfé endurgreitt vegna byggingar þriggja húsa sem aldrei voru reist. Fyrirtæki gátu þá fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti á meðan á uppbyggingu stóð. „Þetta var talsvert umfangsmikið og margslungið mál og það hefur tafist, meðal annars vegna manneklu,“ útskýrir Hafliði, sem vill að öðru leyti ekki tjá sig um rannsóknina. Steingrímur Þór var sá sem tók við peningunum frá þeim sem sáu um að framkvæma svikin. Féð hefur hins vegar ekki fundist og samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Steingrímur neitað að gefa upp hverjum hann afhenti féð, að eigin sögn af ótta við hefndaraðgerðir þeirra sem skipulögðu verknaðinn. Að þessu leyti minnir málið um margt á það þegar hópur manna sveik tugi milljóna út úr Íbúðalánasjóði árið 2009 og hlaut síðar dóm fyrir. Þeir báru fyrir dómi að þeir vildu ekki segja til mannanna sem fengu þá til verksins af ótta við afleiðingarnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögreglan hafi við rannsóknina velt upp þeim möguleika að sömu menn hafi staðið á bak við bæði málin, en að sú athugun hafi þó engu skilað sem hönd á festi. Eigur sumra sakborninga hafa nú verið kyrrsettar í um þrjú ár vegna málsins, meðal annars hús Steingríms, BMW-bíll systur hans og ýmis kvikmyndatökubúnaður í eigu manns sem málinu tengist. Við húsleit hjá einum sakborninganna þegar málið kom upp fundust um tólf kíló af kannabisefnum. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er ekki lengur talið að fíkniefnin tengist skattsvikunum, þótt sá sem átti þau megi eiga von á ákæru vegna þess.
VSK-málið Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira