Kominn tími á tvö góð úrslit í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2013 09:00 Íslensku strákarnir fagna hér í leikslok eftir 4-4 jafntefli í Bern á föstudagskvöldið þeegar íslenska liðið kom til baka eftir að hafa lent 1-4 undir í leiknum. Mynd/Valli Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira
Ævintýralegt jafntefli íslenska karlalandsliðsins á Stade de Suisse í Bern á föstudagskvöldið kveikti heldur betur von hjá íslensku þjóðinni um að íslensku strákarnir ætli að vera með í baráttunni um sæti á HM í Brasilíu. Til þess þurfa þeir að fara ná góðum úrslitum í tveimur leikjum í röð og geta byrjað á nýrri hefð með því að vinna Albani á Laugardalsvellinum annað kvöld. Íslenska liðið hefur leikið sjö leiki í riðli sínum í undankeppninni og hingað til hefur reglan verið sú að liðið hefur tapað í næsta leik á eftir sigurleik. Liðið vann Noreg á heimavelli í september 2012 en tapaði svo á Kýpur fjórum dögum síðar. Sömu sögu var að segja af leikjum liðsins í október í fyrra þegar liðið vann fyrst frábæran sigur í Albaníu en tapaði svo á heimavelli á móti Sviss í næsta leik sem var fjórum dögum síðar. Síðustu tveir leikir liðsins fyrir leikinn á móti Sviss voru við Slóvena. Ísland vann fyrst í Slóveníu í mars en tapaði svo fyrir Slóvenum á heimavelli í júní. „Við erum ennþá pínu sveiflukenndir en við eigum ekki að vera hræddir við að hafa náð góðum úrslitum. Við eigum bara að fylgja því eftir og við fáum núna frábært tækifæri til þess,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.Mynd/AFPÍslenska liðið hefur fengið á sig átta mörk í síðustu tveimur leikjum og það er eitthvað sem þarf að breytast ef liðið á að fá eitthvað út úr næstu leikjum. „Við eigum ennþá möguleika og við verðum bara að nýta þetta tækifæri. Við erum búnir að klikka á nokkrum dauðafærum eins og á móti Slóveníu og í Kýpurleiknum sem var mjög dýr,“ segir Kári Árnason. Alfreð Finnbogason vonast til að geta hjálpað liðinu að ná stigum í öðrum leiknum í röð. „Það er kominn tími til að breyta þessu. Við erum ekkert að missa okkur yfir þessum leik í Sviss enda fengum við bara eitt stig. Við stefnum bara á sigur á Albaníu hérna og ef það tekst þá erum við komnir enn á aftur í frábæra stöðu. Við viljum vinna þessa heimaleiki og það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg Guðmundsson var hetja íslenska liðsins í Bern og skoraði þrennu sem fær jafnvel sérkafla í sögu íslenska landsliðsins. „Það var kannski kominn tími á þessi mörk og gaman að þau komu á útivelli á móti Sviss. Þetta stig getur skipt gríðarlega miklu máli en enn mikilvægara er að ná í þrjá punkta á þriðjudaginn,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson. Árangur íslenska liðsins á útivelli hefur verið frábær (7 af 10 stigum liðsins) en nú bíða liðsins tveir gríðarlega mikilvægir heimaleikir í röð og því kominn tími til að fara safna stigum á Laugardalsvellinum.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Sjá meira