Þorgerður Katrín dæmir í Ísland Got Talent Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. september 2013 09:00 Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr. Ísland Got Talent Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Hæfileikakeppnin Ísland Got Talent hefur göngu sína á Stöð 2 í desember. Þessi vinsæla keppni er hugarfóstur Simons Cowell og hefur náð útbreiðslu víða um heim. Nú kemur hún til Íslands í fyrsta sinn. Það er sprelligosinn Auðunn Blöndal sem stýrir þáttunum en dómarasætin fjögur verða skipuð ólíku fólki úr öllum áttum. Tónlistarmennirnir Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir eru fulltrúar yngri kynslóðarinnar í dómnefndinni en söngvaskáldið Bubbi Morthens og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, þeirrar eldri. „Ég held að þetta verði skemmtilegt,“ segir Þorgerður, sem starfar nú sem forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins. „Þetta er góður hópur og þótt fyrirmyndin sé erlend held ég að íslenskt ívaf verði mjög einkennandi.“ Þorgerður segir Íslendinga mjög hæfileikaríka og er sannfærð um að þættirnir muni sýna breiddina og dýptina í íslensku samfélagi. „Þótt misjafnar skoðanir séu á svona þáttum er það svo gaman að sjá hvernig fólk stígur fram og leyfir öðrum að njóta þess sem það hefur upp á að bjóða.“ Á næstunni munu fulltrúar þáttarins fara hringinn í kringum landið í leit að hæfileikafólki og munu þeir byrja á Selfossi 30. september. Eins og í erlendu þáttunum verða atriðin af ýmsum toga. Söngur, dans, uppistand, áhættuatriði og „hvað sem virkar“, eins og segir auglýsingu fyrir þáttinn. Þá er til mikils að vinna, en 10 milljónir verða veittar fyrir siguratriðið, og mega bæði einstaklingar og hópar taka þátt. Þátttakendur yngri en 18 ára munu þó þurfa að framvísa undirskrift forráðamanns. Freyr Einarsson, sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, segir að reynt hafi verið að hafa dómarahópinn sem fjölbreyttastan. „Bubbi er auðvitað klassískur og svo er það sérstaklega mikill heiður að fá Þorgerði Katrínu með okkur í þetta,“ segir Freyr.
Ísland Got Talent Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira