Ákvað fjórtán ára gamall að dæma í NBA-deildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2013 07:00 Ástríðufullur. Crawford fór á kostum á fundinum í gær. Fréttablaðið/Pjetur Handaband NBA-dómarans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaðamanni á fundi Körfuknattleikssambandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Philadelphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín alltaf á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA.Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kennurunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dómara og mikla reynslu úr körfuboltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leikmönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta áratug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik.Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síðustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dómara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viðurkenna mistök. En þegar dómarar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfuknattleiksunnendur í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, segir að dómarastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skiptingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“ NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Handaband NBA-dómarans Joey Crawford var kröftugt þegar hann kynnti sig fyrir blaðamanni á fundi Körfuknattleikssambandsins í Laugardalnum í gær. Þekktasti dómarinn í sinni íþrótt í heiminum lék á als oddi og hafði gaman af að spjalla við viðstadda. „Lífið snerist um körfubolta í hverfinu mínu sem krakki,“ segir Crawford sem ólst upp í Philadelphiu. Hann segir alla hafa spilað körfubolta frá morgni til kvölds og að margir verið mjög góðir. „Ég var meðalmaður í besta falli,“ segir Crawford og bætir við um hæl: „Þess vegna varð ég dómari.“ Bandaríkjamaðurinn, sem er nýorðinn 62 ára og var í banastuði á fundinum í gær, segir það hafa haft mikil áhrif á starfsferil sinn að faðir hans var einnig dómari en reyndar í atvinnumannadeildinni í hafnabolta. „Frá því ég var krakki og fór á leiki í fótbolta, körfubolta, boxi og hverju sem er var athygli mín alltaf á dómurunum,“ segir Crawford. Hann byrjaði að dæma átján ára en segist hafa vitað fjórtán ára gamall að hann vildi dæma í NBA.Spurt hvort hann væri geðveikur „Ég sagði krökkunum og kennurunum mínum í menntaskóla frá markmiðum mínum. Þau höfðu rétt fyrir sér þegar þau spurðu mig hvort ég væri geðveikur,“ segir Crawford og hlær. Metnaður hans og áhugi hefur hins vegar skilað honum langt. Þegar hann mætti í dómaraprufur fyrir NBA-deildina aðeins 21 árs gamall, árið 1972, göptu menn. Hann kunni þetta allt saman. Crawford er hér á landi líkt og Zsolt Hartyani hjá Evrópska körfuknattleikssambandinu í tilefni 50 ára afmælis Körfuknattleiksdómarafélags Íslands. Nokkur munur er á körfuboltanum vestanhafs og í Evrópu. Crawford segir óskandi að reglurnar væru alls staðar eins líkt og í knattspyrnu. Crawford setur spurningarmerki við þá reglu í Evrópu að dómarar þurfi að hætta störfum þegar þeir ná fimmtugu. „Ég væri því hættur fyrir langa löngu ef ég dæmdi hérna,“ segir Crawford. Hann segir það synd að dómarar í álfunni þurfi að hætta á besta aldri. „Þú missir fyrir vikið góða dómara og mikla reynslu úr körfuboltanum.“ Dick Bavetta er dæmi um slíkt en Bandaríkjamaðurinn, sem er á 74. aldursári, er enn í fullu fjöri og sinnir dómgæslu í NBA-deildinni. „Hann er stöðugt í ræktinni til að standa framar öðrum dómurum,“ segir Crawford, sem er vel þekktur í heimalandi sínu. Mörgum hefur þótt hann of gjarn við að gefa leikmönnum tæknivillur í gegnum tíðina. Þá vöktu samskipti hans við Tim Duncan, miðherja San Antonio Spurs, athygli á miðjum síðasta áratug. Lauk einum viðskiptum þeirra Crawfords á þann veg að dómarinn var settur í hlé af forsvarsmönnum deildarinnar. Sakaði Duncan landa sinn um að hafa spurt sig hvort hann vildi slást við sig þegar upp úr sauð í leik.Neikvætt starf „Ég gerði mistök og lærði af þeim,“ segir Crawford, sem missti af síðustu vikum tímabilsins vorið 2007. Hann mætti þó sterkur til leiks um haustið eftir að hafa leitað hjálpar hjá sálfræðingi. Hann segir eitt það mikilvægasta í starfi dómara að þeir geti tekið gagnrýni og viðurkennt mistök. Menn þurfi að geta gengið inn í búningsherbergi eftir leiki og horfst í augu við slaka frammistöðu. „Fólk á almennt erfitt með að viðurkenna mistök. En þegar dómarar komast yfir þessa hindrun bæta þeir sig hratt.“ Crawford, sem situr fyrir svörum á opnum fundi fyrir íslenska körfuknattleiksunnendur í Laugardalshöll klukkan 13 í dag, segir að dómarastarf sé neikvætt. Menn bendi honum reglulega á að þeir ættu að vera jákvæðir og skemmtilegir. Þannig virki hlutirnir hins vegar ekki og rifjar hann upp sjötta leik Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitaeinvíginu í vor til að styðja mál sitt. Þá hafi dómaratríóið gengið inn í búningsklefa, afar sátt við eigin frammistöðu og síminn fyllst af jákvæðum sms-skilaboðum. Svo hafi eitt borist frá kollega þeirra, Scott Foster: „Þið klúðruðuð skiptingu.“ „Svona er okkar starf,“ segir Crawford. Hans hlutverk sé að gera sitt besta og lágmarka mistökin. Að hleypa varamanni inn á völlinn á röngum tímapunkti hafi vissulega verið mistök. „Við þökkum guði fyrir að sú ákvörðun hafði ekki áhrif á leikinn.“
NBA Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Fleiri fréttir „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Körfubolti