Heppinn að vera með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2013 07:00 Freyr Alexandersson á fundinum í gær. Mynd/Valli Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira