Risamarkaður handan við hornið Svavar Hávarðsson skrifar 19. september 2013 07:00 Í júní komu 2.500 tannréttingafræðingar saman í Hörpu til skrafs og ráðagerða. Formaður framkvæmdanefndarinnar, Jonathan Sandler, segir að Reykjavík geti orðið ein af tíu vinsælustu ráðstefnuborga heims; hér sé allt til staðar til að svo megi verða. Mynd/Eyþór Árnason Markaðssetning og skipulagsvinna í íslenskri ferðaþjónustu næstu árin á að snúast um það að fá hingað til lands ferðamenn með meiri kaupgetu og leggja til hliðar gömul markmið um milljón ferðamenn eða tvær. Þetta er ein meginniðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group (BCG), sem kynnti hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu rannsóknir sínar á ráðstefnunni Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu í Hörpu í liðinni viku. Það var mál manna á ráðstefnunni að til þess að laða efnameiri ferðamenn til landsins þyrfti að koma til mikil fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar í víðum skilningi, og það til lengri tíma.Milljónir á fundi Rökrétt næsta skref virðist hins vegar handan við hornið og lýtur að gríðarstórum hópi fólks sem sækir alþjóðlegar ráðstefnur og fundi hvers konar á hverju ári. Í skýrslu BCG segir að þessi hópur ferðamanna hafi meira aðdráttarafl fyrir Ísland en allir aðrir hópar. Ástæðan er einföld. Þeir eyða meiru á ferðalagi en aðrir markhópar og þar munar miklu. BCG segir að þjónusta við þennan hóp ferðamanna sé rétt að slíta barnsskónum á Íslandi en stór skref hafi hins vegar verið tekin að undanförnu og er tvennt nefnt; bygging Hörpu og stofnun markaðsfyrirtækisins Meet in Reykjavík (Ráðstefnuborgin Reykjavík). Að fyrirtækinu standa Reykjavíkurborg, Harpa og Icelandair Group sem kjölfestuaðilar, ásamt fjölda annarra aðildarfélaga sem þjónusta þennan markað eða njóta góðs af aukinni markaðssetningu á einn eða annan máta. Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, segir að markmið fyrirtækisins falli vel að boðskap BCG en með þeirri undantekningu, miðað við marga aðra hópa ferðamanna, að innviðirnir eru þegar til staðar til að auka hlutdeild Íslands í þeim risamarkaði sem hér um ræðir. „Þessi ferðamaður, ráðstefnugesturinn, er oftar en ekki að koma hingað þegar verksmiðjan er tóm, svo að segja. Þessi hópur er að koma utan háannar en er hins vegar að skilja margfalt eftir miðað við marga sem hingað koma í júlí og fylla að mestu tölfræðina yfir ferðamenn á Íslandi. Við erum tilbúin til að taka á móti mun fleirum úr þessum hópi þess vegna. Á kjörtíma þessara ferðalanga er pláss á hótelum og framboð af þjónustu sem annars er illa nýtt.“ Á þetta atriði benda sérfræðingar BCG sérstaklega. Þó að þessi hópur sé ekki líklegur til að verja miklum tíma utan suðvesturhluta landsins sé hann mikilvægur við að dreifa aðsókn ferðamanna yfir árið. BCG nefna einnig að líklega sé þessi hópur ferðamanna um 7% af öllum sem heimsækja landið. Árið 2011 hafi aðeins verið 33 viðburðir sem teljist til alþjóðlegra ráðstefna en borgir eins og Amsterdam, Búdapest, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn fái árlega um og vel yfir 100 slíka viðburði.Þorsteinn Örn GuðmundssonUm hvað er að tefla? Markaður fyrir ráðstefnur, fundi og hvataferðir í Evrópu veltir um 30.000 milljörðum króna á þessu ári, er gróft mat Meet in Reykjavík. Þorsteinn segir möguleikana kristallast í þessum stærðum og að smá leikur að tölum skýri það enn betur. Íslenski markaðurinn þyrfti einungis að fá um 0,05% (einn tuttugasta úr prósenti) af þessari köku til að skila veltuaukningu upp á tæplega 16 milljarða króna á ári. Meðaleyðsla ráðstefnu- og hvataferðagesta er að minnsta kosti tvöfalt meiri en hjá öðrum ferðamönnum og er áætluð yfir 60 þúsund krónur á dag. Í ljósi þess hvað hér er um stóran markað að ræða telur Meet in Reykjavík afar raunhæft að hlutur Íslands fari hratt stækkandi – og 0,05% af kökunni gætu verið ágætis byrjun. Hvað er í veginum? Þorsteinn segir að ýmis ljón séu í veginum. Helst sé að nefna að vinna á áhættufælni þeirra fáu og stóru aðila sem annast undirbúning alþjóðlegra ráðstefna. „Einn stærsti þröskuldurinn er að gera þeim grein fyrir hversu góð aðstaða er á Íslandi. Við erum að skipta við aðila sem þekkja stóru borgirnar og vita að hverju þeir ganga þar. Menn telja sig vita allnokkuð um Ísland en vita samt ekki nógu mikið. Sumir vita hversu háþróað íslenskt samfélag er en aðrir halda að við búum í snjóhúsum og allt þar á milli. Þeir sem eru snjóhúsamegin á skalanum eru mjög áhættufælnir, enda skiptir viðkomandi öllu máli að þúsund manna ráðstefna takist vel. Okkar vinna snýst því um að komast í samband við þessa aðila, sem eru tiltölulega fáir en stórir, og virkilega útskýra að áhættan er ekki til staðar,“ segir Þorsteinn. Vinna Þorsteins og félaga snýst um að markaðssetja Reykjavík fyrst og síðast. „Ég er þeirrar skoðunar að möguleikarnir séu óendanlegir þegar viss grundvöllur hefur verið lagður. Ekkert er þá til fyrirstöðu að komur þessara ferðamanna dreifist um landið.“Lítið vitað Þegar Þorsteinn er spurður hvert markmið Meet in Reykjavík er við fjölgun á þessum hópi ferðamanna kemur hann inn á aðkallandi vanda íslenskrar ferðaþjónustu. „Það hafa verið afar litlar rannsóknir á þessum hluta ferðaþjónustunnar hér á Íslandi. Til að vita hvaða aðferðir henta okkur best þarf rannsóknir. Til að marka skýr markmið verður maður að vita hvar maður er. Öðruvísi sér maður ekki árangur erfiðisins. Við teljum að hægt sé að ná mun stærri hlutdeild á þessum markaði og þetta sem ég nefndi, 0,05 prósent, er langt undir því sem við teljum okkur eiga inni,“ segir Þorsteinn. Fréttaskýringar Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Markaðssetning og skipulagsvinna í íslenskri ferðaþjónustu næstu árin á að snúast um það að fá hingað til lands ferðamenn með meiri kaupgetu og leggja til hliðar gömul markmið um milljón ferðamenn eða tvær. Þetta er ein meginniðurstaða ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group (BCG), sem kynnti hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu rannsóknir sínar á ráðstefnunni Framtíð íslenskrar ferðaþjónustu í Hörpu í liðinni viku. Það var mál manna á ráðstefnunni að til þess að laða efnameiri ferðamenn til landsins þyrfti að koma til mikil fjárfesting í innviðum ferðaþjónustunnar í víðum skilningi, og það til lengri tíma.Milljónir á fundi Rökrétt næsta skref virðist hins vegar handan við hornið og lýtur að gríðarstórum hópi fólks sem sækir alþjóðlegar ráðstefnur og fundi hvers konar á hverju ári. Í skýrslu BCG segir að þessi hópur ferðamanna hafi meira aðdráttarafl fyrir Ísland en allir aðrir hópar. Ástæðan er einföld. Þeir eyða meiru á ferðalagi en aðrir markhópar og þar munar miklu. BCG segir að þjónusta við þennan hóp ferðamanna sé rétt að slíta barnsskónum á Íslandi en stór skref hafi hins vegar verið tekin að undanförnu og er tvennt nefnt; bygging Hörpu og stofnun markaðsfyrirtækisins Meet in Reykjavík (Ráðstefnuborgin Reykjavík). Að fyrirtækinu standa Reykjavíkurborg, Harpa og Icelandair Group sem kjölfestuaðilar, ásamt fjölda annarra aðildarfélaga sem þjónusta þennan markað eða njóta góðs af aukinni markaðssetningu á einn eða annan máta. Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík, segir að markmið fyrirtækisins falli vel að boðskap BCG en með þeirri undantekningu, miðað við marga aðra hópa ferðamanna, að innviðirnir eru þegar til staðar til að auka hlutdeild Íslands í þeim risamarkaði sem hér um ræðir. „Þessi ferðamaður, ráðstefnugesturinn, er oftar en ekki að koma hingað þegar verksmiðjan er tóm, svo að segja. Þessi hópur er að koma utan háannar en er hins vegar að skilja margfalt eftir miðað við marga sem hingað koma í júlí og fylla að mestu tölfræðina yfir ferðamenn á Íslandi. Við erum tilbúin til að taka á móti mun fleirum úr þessum hópi þess vegna. Á kjörtíma þessara ferðalanga er pláss á hótelum og framboð af þjónustu sem annars er illa nýtt.“ Á þetta atriði benda sérfræðingar BCG sérstaklega. Þó að þessi hópur sé ekki líklegur til að verja miklum tíma utan suðvesturhluta landsins sé hann mikilvægur við að dreifa aðsókn ferðamanna yfir árið. BCG nefna einnig að líklega sé þessi hópur ferðamanna um 7% af öllum sem heimsækja landið. Árið 2011 hafi aðeins verið 33 viðburðir sem teljist til alþjóðlegra ráðstefna en borgir eins og Amsterdam, Búdapest, Stokkhólmur og Kaupmannahöfn fái árlega um og vel yfir 100 slíka viðburði.Þorsteinn Örn GuðmundssonUm hvað er að tefla? Markaður fyrir ráðstefnur, fundi og hvataferðir í Evrópu veltir um 30.000 milljörðum króna á þessu ári, er gróft mat Meet in Reykjavík. Þorsteinn segir möguleikana kristallast í þessum stærðum og að smá leikur að tölum skýri það enn betur. Íslenski markaðurinn þyrfti einungis að fá um 0,05% (einn tuttugasta úr prósenti) af þessari köku til að skila veltuaukningu upp á tæplega 16 milljarða króna á ári. Meðaleyðsla ráðstefnu- og hvataferðagesta er að minnsta kosti tvöfalt meiri en hjá öðrum ferðamönnum og er áætluð yfir 60 þúsund krónur á dag. Í ljósi þess hvað hér er um stóran markað að ræða telur Meet in Reykjavík afar raunhæft að hlutur Íslands fari hratt stækkandi – og 0,05% af kökunni gætu verið ágætis byrjun. Hvað er í veginum? Þorsteinn segir að ýmis ljón séu í veginum. Helst sé að nefna að vinna á áhættufælni þeirra fáu og stóru aðila sem annast undirbúning alþjóðlegra ráðstefna. „Einn stærsti þröskuldurinn er að gera þeim grein fyrir hversu góð aðstaða er á Íslandi. Við erum að skipta við aðila sem þekkja stóru borgirnar og vita að hverju þeir ganga þar. Menn telja sig vita allnokkuð um Ísland en vita samt ekki nógu mikið. Sumir vita hversu háþróað íslenskt samfélag er en aðrir halda að við búum í snjóhúsum og allt þar á milli. Þeir sem eru snjóhúsamegin á skalanum eru mjög áhættufælnir, enda skiptir viðkomandi öllu máli að þúsund manna ráðstefna takist vel. Okkar vinna snýst því um að komast í samband við þessa aðila, sem eru tiltölulega fáir en stórir, og virkilega útskýra að áhættan er ekki til staðar,“ segir Þorsteinn. Vinna Þorsteins og félaga snýst um að markaðssetja Reykjavík fyrst og síðast. „Ég er þeirrar skoðunar að möguleikarnir séu óendanlegir þegar viss grundvöllur hefur verið lagður. Ekkert er þá til fyrirstöðu að komur þessara ferðamanna dreifist um landið.“Lítið vitað Þegar Þorsteinn er spurður hvert markmið Meet in Reykjavík er við fjölgun á þessum hópi ferðamanna kemur hann inn á aðkallandi vanda íslenskrar ferðaþjónustu. „Það hafa verið afar litlar rannsóknir á þessum hluta ferðaþjónustunnar hér á Íslandi. Til að vita hvaða aðferðir henta okkur best þarf rannsóknir. Til að marka skýr markmið verður maður að vita hvar maður er. Öðruvísi sér maður ekki árangur erfiðisins. Við teljum að hægt sé að ná mun stærri hlutdeild á þessum markaði og þetta sem ég nefndi, 0,05 prósent, er langt undir því sem við teljum okkur eiga inni,“ segir Þorsteinn.
Fréttaskýringar Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira