Þrír fílar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. september 2013 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun