Ný barnafatalína frá Leynibúðinni Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 19. september 2013 09:30 Hulda Dröfn Atladóttir og Linda Ósk Guðmundsdóttir, fatahönnuðir í Leynibúðinni, hafa sent frá sér barnafatalínuna Leyniblómið. MYND/VALLI Við ákváðum að gera litlar útgáfur af sumum þeim flíkum sem við erum að hanna á fullorðna en ég var að búa til kjólalínu sem mér fannst að myndi líka passa vel í litla kjóla,“ útskýrir Hulda Dröfn Atladóttir en hún og Linda Ósk Guðmundsdóttir hafa sent frá sér barnafatalínu undir heitinu Leyniblómið. Hulda og Linda eru báðar fatahönnuðir og standa að Leynibúðinni á Laugavegi. Þær sauma allt sjálfar og eru með saumavélina uppi við í búðinni. „Við gerum allt í litlu upplagi og því er þróunin hröð hjá okkur,“ segir Hulda. „Hugmyndin fæðist og er framkvæmd strax, sem er skemmtilegt. Við erum með vinnustofu annars staðar en líka í búðinni. Þannig getum við haldið áfram að framleiða þegar við erum í búðinni og brugðist við séróskum, til dæmis í stærðum og litum,“ segir hún en fyrstu flíkurnar í Leyniblóminu eru væntanlegar á markaðinn á næstu dögum. „Þetta eru aðallega kjólar og peysur en einnig slaufur á stráka, hárbönd og fleira. Línan verður fáanleg í versluninni Fiðrildið.“ Hulda og Linda hafa haldið utan um Leynibúðina undanfarið ár. Hulda lærði fatahönnun við LHÍ en Linda í Kobenhavns mode og design skole í Danmörku. Hulda segir samvinnu þeirra tveggja hafa smám saman undið upp á sig, Leyniblómið sé þó fyrsta verkefnið sem þær vinna alveg í sameiningu. Það sé öðruvísi áskorun að hanna á börn en fullorðna. Leyniblómið inniheldur peysur og kjóla og fylgihluti. Hún mun fást í versluninni Fiðrildið.MYND/VALLI „Maður hugsar meira um praktíska hluti þegar hannað er á börn. Þau stækka hratt og þá þurfa efnin að þola þvotta og gefa vel eftir. Mér finnst mjög gaman að hanna á börn en ekki endilega skemmtilegra en að hanna á fullorðna. Ég mun allavega ekki hætta að hanna á fullorðna þó ég sé byrjuð á barnafatalínu, það er gaman að gera þetta í bland,“ segir Hulda. Nánar er hægt að forvitnast um hönnunina í Leynibúðinni á Facebook. Nýja barnafatalínan mun fást í versluninni Fiðrildið/Beroma sem er einnig á Facebook. Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Við ákváðum að gera litlar útgáfur af sumum þeim flíkum sem við erum að hanna á fullorðna en ég var að búa til kjólalínu sem mér fannst að myndi líka passa vel í litla kjóla,“ útskýrir Hulda Dröfn Atladóttir en hún og Linda Ósk Guðmundsdóttir hafa sent frá sér barnafatalínu undir heitinu Leyniblómið. Hulda og Linda eru báðar fatahönnuðir og standa að Leynibúðinni á Laugavegi. Þær sauma allt sjálfar og eru með saumavélina uppi við í búðinni. „Við gerum allt í litlu upplagi og því er þróunin hröð hjá okkur,“ segir Hulda. „Hugmyndin fæðist og er framkvæmd strax, sem er skemmtilegt. Við erum með vinnustofu annars staðar en líka í búðinni. Þannig getum við haldið áfram að framleiða þegar við erum í búðinni og brugðist við séróskum, til dæmis í stærðum og litum,“ segir hún en fyrstu flíkurnar í Leyniblóminu eru væntanlegar á markaðinn á næstu dögum. „Þetta eru aðallega kjólar og peysur en einnig slaufur á stráka, hárbönd og fleira. Línan verður fáanleg í versluninni Fiðrildið.“ Hulda og Linda hafa haldið utan um Leynibúðina undanfarið ár. Hulda lærði fatahönnun við LHÍ en Linda í Kobenhavns mode og design skole í Danmörku. Hulda segir samvinnu þeirra tveggja hafa smám saman undið upp á sig, Leyniblómið sé þó fyrsta verkefnið sem þær vinna alveg í sameiningu. Það sé öðruvísi áskorun að hanna á börn en fullorðna. Leyniblómið inniheldur peysur og kjóla og fylgihluti. Hún mun fást í versluninni Fiðrildið.MYND/VALLI „Maður hugsar meira um praktíska hluti þegar hannað er á börn. Þau stækka hratt og þá þurfa efnin að þola þvotta og gefa vel eftir. Mér finnst mjög gaman að hanna á börn en ekki endilega skemmtilegra en að hanna á fullorðna. Ég mun allavega ekki hætta að hanna á fullorðna þó ég sé byrjuð á barnafatalínu, það er gaman að gera þetta í bland,“ segir Hulda. Nánar er hægt að forvitnast um hönnunina í Leynibúðinni á Facebook. Nýja barnafatalínan mun fást í versluninni Fiðrildið/Beroma sem er einnig á Facebook.
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira