Geta erfiðlega skýrt hægari hlýnun jarðar Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. september 2013 08:00 Vaxandi þrýstingur er á loftslagsfræðinga að finna góðar skýringar á því hvers vegna hægt hefur á hlýnuninni síðustu ár. Fréttablaðið/AP Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Í dag hefst í Stokkhólmi fundur loftslagsfræðinga, sem næstu dagana fara yfir drög að hluta næstu áfangaskýrslu loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeim er nokkur vandi á höndum, því undanfarin fimmtán ár hefur hægt nokkuð á hlýnun loftslags á jörðinni. Þetta stingur í stúf við meginniðurstöður loftslagsfræðinnar, sem eru að loftslag fari jafnt og þétt hlýnandi og ástæðuna megi að verulegu leyti rekja til mannlegra athafna. Samkvæmt drögum sem lekið hefur verið til fjölmiðla viðurkenna höfundar skýrslunnar að ekki hafi tekist að skýra þetta frávik síðustu ára. Þeir hafa fundið fyrir vaxandi þrýstingi frá stjórnvöldum, meðal annars í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Belgíu, um að í skýrslunni verði þetta mál afgreitt með sannfærandi hætti, enda styrki frávikið raddir efasemdarmanna sem telja óþarfa að verja fjármunum til þess að vinna gegn hlýnun jarðar. Efasemdarmenn hafa haldið því fram að hún sé aðeins tímabundin og stafi jafnvel ekkert sérstaklega af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Ég tel að ef ekki er tekið á þessu muni það skapa vanda því þá er í raun verið að fá afneitunarsinna til að segja: Sjáið bara, loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna þegir um þetta mál,“ segir Alden Mayer frá Samtökum uggandi vísindamanna (Union of Concerned Scientists), sem hafa aðsetur í Washington. Í skýrsludrögunum er engu að síður að finna afdráttarlausar yfirlýsingar um að hlýnunin haldi áfram þrátt fyrir frávik síðustu ára. Þá er nú fullyrt að „ákaflega miklar líkur“ séu til þess að hlýnunin sé af mannavöldum, en í síðustu áfangaskýrslu frá árinu 2007 var látið nægja að segja að líkurnar væru „mjög miklar“. Nefndin, sem fundar í Stokkhólmi nú í vikunni, fer aðeins yfir einn af þremur hlutum næstu áfangaskýrslu, sem á að liggja fyrir í heild á næsta ári. Hún verður svo lögð til grundvallar ákvörðunum stjórnmálamanna, sem árið 2015 þurfa að ná samkomulagi um næstu aðgerðir til að draga úr losun svonefndra gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira