Ný dönsk á flugi Kristján Hjálmarsson skrifar 25. september 2013 10:00 Tónleikar Ný danskra í Elborgarsalnum voru hrífandi og vel úthugsaðir. Fréttablaðið/anton Tónlist: Ný dönsk, Eldborg Eldborgarsalurinn í Hörpu var þétt setinn á tónleikum Ný danskra og Johns Grant á laugardaginn var. Um seinni tónleika kvöldsins var að ræða og því heldur glatt á hjalla eins og gengur og gerist. Fremsta röðin lét fara vel um sig, hallaði sér aftur í sætunum og hvíldi lúin bein á sviðsbrúninni á milli þess sem hún hellti ótæpilega í sig bjór. Ný danskir létu einnig fara vel um sig til að byrja með – sátu í leðursófum vopnaðir kassagíturum og sungu marga af helstu smellum sveitarinnar órafmagnaðir. Lög á borð við Fram á nótt fengu að hljóma við góðar undirtektir úr sal. Fremsta röðin var sérstaklega vel með á nótunum. Þegar líða fór á stóðu hljómsveitarmeðlimir upp plögguðu sig við rafmagn og keyrðu upp hraðann. Þá færðist sko fjör í leikinn. Fremsta röðin réð heldur ekki við sig, trylltist eiginlega af gleði, þegar Iður – Þjóðhátíðarlagið 2013 – fékk að hljóma, stóð upp og söng hástöfum með. Gat verið – Eyjamenn! Eftir stutt hlé tók enn annar kafli við. Íslandsvinurinn John Grant var kynntur til leiks eftir að Ný danskir höfðu sungið eitt af lögum hans. John tók sjálfur nokkur af sínum eigin lögum áður en hann skellti sér í ensku útgáfuna af Flugvélum, einum helsta smelli Ný danskra. Frábærlega vel gert. Enn og aftur keyrðu Ný danskir upp hraðann og salurinn tók vel á móti. Tveir miðaldra karlmenn buðu upp á einhvers konar vangadans á næst efstu svölunum í rólegustu lögunum. Undir það síðasta, í Nostradamus, voru Eyjamennirnir löngu staðnir upp og allur salurinn fylgdi á eftir; dansaði og söng hástöfum með.Niðurstaða: Frábærlega afslappaðir og vel heppnaðir tónleikar Ný danskra og Johns Grant í Eldborgarsalnum. Prógrammið úthugsað svo áhorfendur hrifust með. Vel gert. Gagnrýni Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist: Ný dönsk, Eldborg Eldborgarsalurinn í Hörpu var þétt setinn á tónleikum Ný danskra og Johns Grant á laugardaginn var. Um seinni tónleika kvöldsins var að ræða og því heldur glatt á hjalla eins og gengur og gerist. Fremsta röðin lét fara vel um sig, hallaði sér aftur í sætunum og hvíldi lúin bein á sviðsbrúninni á milli þess sem hún hellti ótæpilega í sig bjór. Ný danskir létu einnig fara vel um sig til að byrja með – sátu í leðursófum vopnaðir kassagíturum og sungu marga af helstu smellum sveitarinnar órafmagnaðir. Lög á borð við Fram á nótt fengu að hljóma við góðar undirtektir úr sal. Fremsta röðin var sérstaklega vel með á nótunum. Þegar líða fór á stóðu hljómsveitarmeðlimir upp plögguðu sig við rafmagn og keyrðu upp hraðann. Þá færðist sko fjör í leikinn. Fremsta röðin réð heldur ekki við sig, trylltist eiginlega af gleði, þegar Iður – Þjóðhátíðarlagið 2013 – fékk að hljóma, stóð upp og söng hástöfum með. Gat verið – Eyjamenn! Eftir stutt hlé tók enn annar kafli við. Íslandsvinurinn John Grant var kynntur til leiks eftir að Ný danskir höfðu sungið eitt af lögum hans. John tók sjálfur nokkur af sínum eigin lögum áður en hann skellti sér í ensku útgáfuna af Flugvélum, einum helsta smelli Ný danskra. Frábærlega vel gert. Enn og aftur keyrðu Ný danskir upp hraðann og salurinn tók vel á móti. Tveir miðaldra karlmenn buðu upp á einhvers konar vangadans á næst efstu svölunum í rólegustu lögunum. Undir það síðasta, í Nostradamus, voru Eyjamennirnir löngu staðnir upp og allur salurinn fylgdi á eftir; dansaði og söng hástöfum með.Niðurstaða: Frábærlega afslappaðir og vel heppnaðir tónleikar Ný danskra og Johns Grant í Eldborgarsalnum. Prógrammið úthugsað svo áhorfendur hrifust með. Vel gert.
Gagnrýni Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira