Vann fyrir tískumerkið bebe Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. september 2013 11:00 Edda Skúladóttir framleiðir kvenfatnað úr bómull, silki og íslenskri ull undir merkinu Fluga design. Mynd/Pjetur Ég öðlaðist góða reynslu úti í Los Angeles. Þegar ég flutti heim fór ég svo að fikta mig áfram með mitt eigið. Byrjaði smátt en nú hefur þetta undið upp á sig,“ segir Edda Skúladóttir klæðskeri en hún framleiðir kvenfatnað undir merkinu Fluga design. Edda bjó í níu ár í Los Angeles og vann við sniðagerð fyrir fataframleiðendur, meðal annars fyrir merkið bebe. Hún flutti heim árið 2005 og kom Fluga design á koppinn fyrir þremur árum. Hún vinnur meðal annars úr íslenskri ull, silki og bómull. „Mér finnst mjög gaman að vinna með ullina en ég byrjaði á því fyrir rúmu ári. Prjónastofan Glófi prjónar fyrir mig voðir sem ég vinn úr stórar peysur og slár. Ég er að gera nýjar peysur þessa dagana og er í fullum gangi að undirbúa sýningu með Handverki og hönnun í Ráðhúsinu í nóvember,“ segir Edda. „Ég sauma bæði sparikjóla og bómullarkjóla til að nota hversdags, leggings og peysur og geri líka klúta og slaufur. Ég geri einnig mikið af því að breyta peysum, nota nýjar peysur sem ég fæ, lita, klippi til og bæti inn í þær silki. Þannig öðlast þær nýtt líf.“ Edda vinnur allt sjálf á vinnustofu sinni í Hamraborg 1 í Kópavogi og er hægt að heimsækja hana þangað. Einnig fást flíkurnar hennar í Kraumi og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Edda heldur úti heimasíðunni www.fluga.is og eins er hægt að fylgjast með Fluga design á Facebook. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ég öðlaðist góða reynslu úti í Los Angeles. Þegar ég flutti heim fór ég svo að fikta mig áfram með mitt eigið. Byrjaði smátt en nú hefur þetta undið upp á sig,“ segir Edda Skúladóttir klæðskeri en hún framleiðir kvenfatnað undir merkinu Fluga design. Edda bjó í níu ár í Los Angeles og vann við sniðagerð fyrir fataframleiðendur, meðal annars fyrir merkið bebe. Hún flutti heim árið 2005 og kom Fluga design á koppinn fyrir þremur árum. Hún vinnur meðal annars úr íslenskri ull, silki og bómull. „Mér finnst mjög gaman að vinna með ullina en ég byrjaði á því fyrir rúmu ári. Prjónastofan Glófi prjónar fyrir mig voðir sem ég vinn úr stórar peysur og slár. Ég er að gera nýjar peysur þessa dagana og er í fullum gangi að undirbúa sýningu með Handverki og hönnun í Ráðhúsinu í nóvember,“ segir Edda. „Ég sauma bæði sparikjóla og bómullarkjóla til að nota hversdags, leggings og peysur og geri líka klúta og slaufur. Ég geri einnig mikið af því að breyta peysum, nota nýjar peysur sem ég fæ, lita, klippi til og bæti inn í þær silki. Þannig öðlast þær nýtt líf.“ Edda vinnur allt sjálf á vinnustofu sinni í Hamraborg 1 í Kópavogi og er hægt að heimsækja hana þangað. Einnig fást flíkurnar hennar í Kraumi og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Edda heldur úti heimasíðunni www.fluga.is og eins er hægt að fylgjast með Fluga design á Facebook.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira