Af samkeppnishvötum í heilbrigðis- og menntamálum Páll Gunnar Pálsson skrifar 26. september 2013 06:00 Í aðsendum greinum á vefnum visir.is er að finna athyglisverða grein frá 14. september sl. eftir Benedikt Ó. Sveinsson lækni, undir yfirskriftinni „Er fákeppni að sliga Landspítalann?“. Þar rekur Benedikt frá sínum sjónarhóli sögu spítalasameininga og vekur á því athygli að með sameiningunum hafi samkeppnishvötum í spítalarekstri verði eytt. Færir hann meðal annars rök fyrir því að skortur á samkeppni kunni að vera rót þess mannauðsvanda sem Landspítalinn stendur frammi fyrir. Grein Benedikts er allrar athygli verð. Hún minnir okkur á að þær leiðir sem yfirvöld hafa farið hér á landi í þróun heilbrigðiskerfisins eru mjög frábrugðnar þeim leiðum sem frændur okkar Svíar hafa farið. Þarlend yfirvöld hafa lagt á það áherslu að nýta krafta samkeppninnar til þess að tryggja góða og hagkvæma heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að auka valfrelsi sjúklinga. Uppbygging menntakerfisins þar í landi er byggð á sömu forsendum. Þetta gera Svíar án þess að slá í nokkru af norrænni velferðarstefnu. Stjórnvöld hér á landi hafa því miður ekki haft sömu stefnu að leiðarljósi. Liggur við að sú litla samkeppni sem finna má á þessum sviðum sé litin hornauga. Fyrir einhvern misskilning ber hugtakið einkavæðingu fljótt á góma þegar talið berst að þessu. Samkeppnisyfirvöld hér á landi vilja stuðla að umræðu um samkeppnishvata í heilbrigðis- og menntamálum. Á ráðstefnu sem haldin verður föstudaginn 27. september nk. verður fjallað sérstaklega um þessi álitaefni. Á meðal þátttakenda í vinnustofu um þetta verða Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, Kristina Geiger, aðstoðarforstjóri sænska samkeppniseftirlitsins, Oddur Steinarsson, læknir í Gautaborg, Viktor Norman, prófessor við Norges Handelshöjskole og Cristiana Vitale, hagfræðingur hjá OECD. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, stýrir vinnustofunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Gunnar Pálsson Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í aðsendum greinum á vefnum visir.is er að finna athyglisverða grein frá 14. september sl. eftir Benedikt Ó. Sveinsson lækni, undir yfirskriftinni „Er fákeppni að sliga Landspítalann?“. Þar rekur Benedikt frá sínum sjónarhóli sögu spítalasameininga og vekur á því athygli að með sameiningunum hafi samkeppnishvötum í spítalarekstri verði eytt. Færir hann meðal annars rök fyrir því að skortur á samkeppni kunni að vera rót þess mannauðsvanda sem Landspítalinn stendur frammi fyrir. Grein Benedikts er allrar athygli verð. Hún minnir okkur á að þær leiðir sem yfirvöld hafa farið hér á landi í þróun heilbrigðiskerfisins eru mjög frábrugðnar þeim leiðum sem frændur okkar Svíar hafa farið. Þarlend yfirvöld hafa lagt á það áherslu að nýta krafta samkeppninnar til þess að tryggja góða og hagkvæma heilbrigðisþjónustu, t.d. með því að auka valfrelsi sjúklinga. Uppbygging menntakerfisins þar í landi er byggð á sömu forsendum. Þetta gera Svíar án þess að slá í nokkru af norrænni velferðarstefnu. Stjórnvöld hér á landi hafa því miður ekki haft sömu stefnu að leiðarljósi. Liggur við að sú litla samkeppni sem finna má á þessum sviðum sé litin hornauga. Fyrir einhvern misskilning ber hugtakið einkavæðingu fljótt á góma þegar talið berst að þessu. Samkeppnisyfirvöld hér á landi vilja stuðla að umræðu um samkeppnishvata í heilbrigðis- og menntamálum. Á ráðstefnu sem haldin verður föstudaginn 27. september nk. verður fjallað sérstaklega um þessi álitaefni. Á meðal þátttakenda í vinnustofu um þetta verða Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, Kristina Geiger, aðstoðarforstjóri sænska samkeppniseftirlitsins, Oddur Steinarsson, læknir í Gautaborg, Viktor Norman, prófessor við Norges Handelshöjskole og Cristiana Vitale, hagfræðingur hjá OECD. Vilhjálmur Egilsson, rektor á Bifröst, stýrir vinnustofunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vef Samkeppniseftirlitsins, www.samkeppni.is.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar