Frábær “feel-gooddari” Sara McMahon skrifar 30. september 2013 10:00 Einstakar Ungu leikkonurnar sýna stórleik í nýjustu mynd Lukas Moodysson. Bíó, Vi är bäst! / Við erum bestar! Leikstjóri: Lukas Moodysson Leikarar: Mira Barkhammar, Mira Grosin, Liv LeMoyne og David Dencik. Við erum bestar! gerist í Stokkhólmi árið 1982 og segir frá vinkonunum Bobo og Klöru. Þær eru pönkarar og dag einn stofna pönkhljómsveit. Hvorug þeirra hefur þó spilað á hljóðfæri áður og því fá þær gítarsnillinginn Heiðveigu til að ganga til liðs við sveitina. Myndin fjallar um vináttu stúlknanna sem takast á við allt það sem þrettán ára unglingar glíma við; vonlausa foreldra, leiðinleg systkini og fyrstu ástina. Við erum bestar! er dásamleg „feel good“ kvikmynd og bera hinar ungu leikkonur hana á öxlum sér - þó fullorðna fólkið eigi einnig frábæran leik. Persónusköpunin er einstök og myndataka Moodysson gerir það að verkum að áhorfandanum finnst hann vera fluga á vegg, sem gerir myndina enn betri.Niðurstaða: Frábær „feel good“ mynd frá hinum hæfileikaríka Moodysson. Þó söguþráðurinn sé hversdagslegur, þá leiðist áhorfandanum ekki í eina mínútu. Gagnrýni Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó, Vi är bäst! / Við erum bestar! Leikstjóri: Lukas Moodysson Leikarar: Mira Barkhammar, Mira Grosin, Liv LeMoyne og David Dencik. Við erum bestar! gerist í Stokkhólmi árið 1982 og segir frá vinkonunum Bobo og Klöru. Þær eru pönkarar og dag einn stofna pönkhljómsveit. Hvorug þeirra hefur þó spilað á hljóðfæri áður og því fá þær gítarsnillinginn Heiðveigu til að ganga til liðs við sveitina. Myndin fjallar um vináttu stúlknanna sem takast á við allt það sem þrettán ára unglingar glíma við; vonlausa foreldra, leiðinleg systkini og fyrstu ástina. Við erum bestar! er dásamleg „feel good“ kvikmynd og bera hinar ungu leikkonur hana á öxlum sér - þó fullorðna fólkið eigi einnig frábæran leik. Persónusköpunin er einstök og myndataka Moodysson gerir það að verkum að áhorfandanum finnst hann vera fluga á vegg, sem gerir myndina enn betri.Niðurstaða: Frábær „feel good“ mynd frá hinum hæfileikaríka Moodysson. Þó söguþráðurinn sé hversdagslegur, þá leiðist áhorfandanum ekki í eina mínútu.
Gagnrýni Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira