Guð segir það Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. október 2013 07:57 Hátíðirnar tvær sem haldnar voru í Laugardalnum um helgina kenndu sig báðar við vonina. Hvað skipuleggjendur þeirra vonuðu var hins vegar ekki augljóst. Var það von um betra samfélag sem vísað var til eða von um að sem flestir aðhylltust þá stefnu sem hvor um sig boðaði? Hina einu réttu stefnu sem sé. Sannfæringin um að einhver tiltekin skoðun sé réttari en önnur hefur væntanlega fylgt mannskepnunni frá upphafi vega. Til hvers að hafa skoðun yfirleitt ef þú trúir ekki að hún sé sú rétta? Virðingarleysið fyrir skoðunum annarra og tilheyrandi skortur á umburðarlyndi hefur hrundið af stað fleiri átökum og stórstyrjöldum en nokkuð annað. Þar hafa trúarbragðahreyfingar verið framarlega í flokki og ótölulegur fjöldi fólks hefur tapað lífinu fyrir þá sök eina að aðhyllast eða aðhyllast ekki hina einu réttu trú. Hvernig hægt hefur verið að réttlæta slíkan yfirgang í nafni manns sem bauð að við skyldum elska óvini okkar er ein af ráðgátunum í veraldarsögunni, en enn er ekkert lát á mannvígum í nafni Jesú Krists. Annað sem stundað er grimmt í nafni frelsarans er fordæming á tilteknum tilbrigðum í ástalífi fólks. Setningin fræga „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ sem höfð er eftir Kristi á ekki upp á pallborðið hjá harðlínufólki sem þykist lifa samkvæmt kenningum hans. Einn þeirra, hinn margumræddi Franklin Graham sem predikaði á Hátíð vonar um helgina, baðst reyndar undan því að bera ábyrgð á þeirri skoðun sinni að samkynhneigð væri synd og vísaði í gríð og erg í Biblíuna þeirri skoðun til stuðnings. „Guð segir það“ var viðkvæðið. Það er varla hægt að verða meira stikkfrí en það. Viðbrögðin við komu predikarans til landsins og því að biskup Íslands skyldi tala úr sama predikunarstól og hann eru svo önnur Ella sem tíunduð hefur verið í fjölmiðlum og verður ekki farið út í hér. Það sem upp úr írafárinu stendur er spurningin um skoðana- og málfrelsi. Má hann ekki bara hafa sína skoðun í friði? spurði fólk sem studdi hátíðina. Er ekki skoðanafrelsi í landinu? Stutta svarið við þeirri spurningu er nei. Fordómar gegn kynhneigð, trúarbrögðum, húðlit, kyni eða þjóðerni annarra flokkast nefnilega ekki sem skoðanir. Að láta þá í ljós á ofstækis- eða hatursfullan hátt er ekki leyfilegt samkvæmt íslenskum lögum. Fólk getur síðan haft misjafnar skoðanir á þeim lögum en það breytir ekki því að á meðan þau eru í gildi ber fortakslaust að fara eftir þeim. Það er því með öllu óskiljanlegt að þjóðkirkjan, sem segist styðja réttindabaráttu samkynhneigðra, skyldi senda forstöðumann sinn til að styðja fordómana. Þetta ætti ekki að vera flókið: Hatursorðræða varðar við lög. Og þau lög eiga væntanlega líka við um þá sem bera Guð fyrir skoðunum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hátíðirnar tvær sem haldnar voru í Laugardalnum um helgina kenndu sig báðar við vonina. Hvað skipuleggjendur þeirra vonuðu var hins vegar ekki augljóst. Var það von um betra samfélag sem vísað var til eða von um að sem flestir aðhylltust þá stefnu sem hvor um sig boðaði? Hina einu réttu stefnu sem sé. Sannfæringin um að einhver tiltekin skoðun sé réttari en önnur hefur væntanlega fylgt mannskepnunni frá upphafi vega. Til hvers að hafa skoðun yfirleitt ef þú trúir ekki að hún sé sú rétta? Virðingarleysið fyrir skoðunum annarra og tilheyrandi skortur á umburðarlyndi hefur hrundið af stað fleiri átökum og stórstyrjöldum en nokkuð annað. Þar hafa trúarbragðahreyfingar verið framarlega í flokki og ótölulegur fjöldi fólks hefur tapað lífinu fyrir þá sök eina að aðhyllast eða aðhyllast ekki hina einu réttu trú. Hvernig hægt hefur verið að réttlæta slíkan yfirgang í nafni manns sem bauð að við skyldum elska óvini okkar er ein af ráðgátunum í veraldarsögunni, en enn er ekkert lát á mannvígum í nafni Jesú Krists. Annað sem stundað er grimmt í nafni frelsarans er fordæming á tilteknum tilbrigðum í ástalífi fólks. Setningin fræga „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum“ sem höfð er eftir Kristi á ekki upp á pallborðið hjá harðlínufólki sem þykist lifa samkvæmt kenningum hans. Einn þeirra, hinn margumræddi Franklin Graham sem predikaði á Hátíð vonar um helgina, baðst reyndar undan því að bera ábyrgð á þeirri skoðun sinni að samkynhneigð væri synd og vísaði í gríð og erg í Biblíuna þeirri skoðun til stuðnings. „Guð segir það“ var viðkvæðið. Það er varla hægt að verða meira stikkfrí en það. Viðbrögðin við komu predikarans til landsins og því að biskup Íslands skyldi tala úr sama predikunarstól og hann eru svo önnur Ella sem tíunduð hefur verið í fjölmiðlum og verður ekki farið út í hér. Það sem upp úr írafárinu stendur er spurningin um skoðana- og málfrelsi. Má hann ekki bara hafa sína skoðun í friði? spurði fólk sem studdi hátíðina. Er ekki skoðanafrelsi í landinu? Stutta svarið við þeirri spurningu er nei. Fordómar gegn kynhneigð, trúarbrögðum, húðlit, kyni eða þjóðerni annarra flokkast nefnilega ekki sem skoðanir. Að láta þá í ljós á ofstækis- eða hatursfullan hátt er ekki leyfilegt samkvæmt íslenskum lögum. Fólk getur síðan haft misjafnar skoðanir á þeim lögum en það breytir ekki því að á meðan þau eru í gildi ber fortakslaust að fara eftir þeim. Það er því með öllu óskiljanlegt að þjóðkirkjan, sem segist styðja réttindabaráttu samkynhneigðra, skyldi senda forstöðumann sinn til að styðja fordómana. Þetta ætti ekki að vera flókið: Hatursorðræða varðar við lög. Og þau lög eiga væntanlega líka við um þá sem bera Guð fyrir skoðunum sínum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun