Íslenskar endurskinshúfur fyrir krakkana frá Tulipop Marín Manda skrifar 4. október 2013 10:00 Helga Árnadóttir og Signý Kolbeinsdóttir hönnuður reka fyrirtækið Tulipop. Tulipop-teymið Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hanna litríkar endurskinshúfur fyrir VÍS en húfurnar hafa verið mjög vinsælar hjá krökkunum. „Við höfum verið að hanna og framleiða litríkar endurskinshúfur fyrir skóla- og leikskólakrakka fyrir VÍS síðastliðin þrjú ár. VÍS hefur svo verið að gefa viðskiptavinum sínum húfur fyrir börnin og það hafa hreinlega verið biðraðir út úr dyrum í útibúum um allt land,“ segir Helga Árnadóttir sem rekur Tulipop ásamt Signýju Kolbeinsdóttur hönnuði. Saman stofnuðu þær Tulipop fyrir þremur árum og eru búnar að skapa ævintýraheim með litríkum karakterum sem þær nota til að skreyta ýmsar skemmtilegar gjafavörur fyrir börn á öllum aldri. „Signý settist niður með markaðsdeild VÍS og fékk hugmynd að þessari snilldarhúfu með öryggisatriðin að leiðarljósi og okkur fannst þetta svo skemmtilegt verkefni.“Steinunn, Ingibjörg og Snorri eru ánægð með húfurnar sínar.Tulipop býður upp á breiða gjafavörulínu fyrir börn sem inniheldur minnisbækur, ritfangalínu, borðbúnaðarlínu, lampa, pennaveski, lyklakippur og fleira. Fótfesta fyrirtækisins er á Íslandi þrátt fyrir að þær selji til 50 verslana í átta löndum. Vörurnar fást í 15 verslunum á Íslandi, meðal annars í Epal, Dúku og Hrím. Heimasíða Tulipop er www.tulipop.is. Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Tulipop-teymið Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hanna litríkar endurskinshúfur fyrir VÍS en húfurnar hafa verið mjög vinsælar hjá krökkunum. „Við höfum verið að hanna og framleiða litríkar endurskinshúfur fyrir skóla- og leikskólakrakka fyrir VÍS síðastliðin þrjú ár. VÍS hefur svo verið að gefa viðskiptavinum sínum húfur fyrir börnin og það hafa hreinlega verið biðraðir út úr dyrum í útibúum um allt land,“ segir Helga Árnadóttir sem rekur Tulipop ásamt Signýju Kolbeinsdóttur hönnuði. Saman stofnuðu þær Tulipop fyrir þremur árum og eru búnar að skapa ævintýraheim með litríkum karakterum sem þær nota til að skreyta ýmsar skemmtilegar gjafavörur fyrir börn á öllum aldri. „Signý settist niður með markaðsdeild VÍS og fékk hugmynd að þessari snilldarhúfu með öryggisatriðin að leiðarljósi og okkur fannst þetta svo skemmtilegt verkefni.“Steinunn, Ingibjörg og Snorri eru ánægð með húfurnar sínar.Tulipop býður upp á breiða gjafavörulínu fyrir börn sem inniheldur minnisbækur, ritfangalínu, borðbúnaðarlínu, lampa, pennaveski, lyklakippur og fleira. Fótfesta fyrirtækisins er á Íslandi þrátt fyrir að þær selji til 50 verslana í átta löndum. Vörurnar fást í 15 verslunum á Íslandi, meðal annars í Epal, Dúku og Hrím. Heimasíða Tulipop er www.tulipop.is.
Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög