Fjórtán ára undrabarn Jónas Sen skrifar 9. október 2013 09:00 Daniel Kharitonov "Mozart lék í höndum hans.“ Tónlist Daniel Kharitonov lék einleik með Moscow Virtuosi undir stjórn Vladimir Spivakov. í Eldborg Hörpu föstudaginn 4. október. Daniel Kharitonov píanóleikari er ekki þrettán ára eins og stóð á heimasíðu Hörpu. Hann er fæddur 22. desember 1998 og er því að verða fimmtán ára. Kharitonov kom fram á tónleikum kammersveitarinnar Moscow Virtuosi í Hörpu á föstudagskvöldið. Hann lék einleik í píanókonserti nr. 12 eftir Mozart og stjórnandi var Vladimir Spivakov. Þrátt fyrir að aldur einleikarans hafi valdið nokkrum ruglingi er engum blöðum um það að fletta að hann er frábær píanóleikari. Mozart lék í höndum hans. Tæknilega séð gerir verkið ekki neinar brjálæðislegar kröfur til flytjandans. En það er fullt af skáldskap sem þarf að koma til skila. Kharitonov gerði það sérlega fallega, tónlistin var lifandi, björt og hrein, alveg eins og Mozart á að hljóma. Sem aukalag spilaði Kharitonov etýðu op. 39 nr. 9 eftir Rakmaninoff. Hún var glæsileg. Flutningurinn var skemmtilega rytmískur, yfirvegaður og skýr, en samt afar kröftugur. Endirinn var stórfengleg flugeldasýning sem kallaði á sterk viðbrögð áheyrenda. Langt er síðan ég hef heyrt svo flottan píanóleik. Hljómsveitin var líka mögnuð. Fyrsta tónsmíðin á dagskránni, sinfónía nr. 29 eftir Mozart, var að vísu dálítið yfirkeyrð. Hraðinn var talsvert mikill, kannski um of. Þessi tónlist er svo falleg ef hún fær að njóta sín og er gefinn tími til að flæða eðlilega. Serenaða fyrir strengi eftir Tsjaíkovskí var hins vegar meistaraleg. Samspilið var ótrúlega nákvæmt og jafnt. Hljóðfæraleikararnir spiluðu eins og einn maður, bæði lágværa hljóma og hröð nótnahlaup. Túlkunin var rómantísk og ástríðuþrungin, einmitt í anda tónskáldsins. Útkoman var mergjuð. Aukalögin vöktu lukku, ungverskur dans nr. 5 eftir Brahms og Libertango eftir Piazzolla. Gríðarlegt fjör skapaðist í salnum, sérstaklega í tangóinum. Í lokin tók hljómsveitarstjórinn stórt stökk, sneri sér við og baðaði út öllum öngum. Þvílíkur fílingur! Þetta vakti kátínu tónleikagesta sem risu á fætur og æptu af hrifningu – undirritaður þar á meðal.Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með frábærum píanóleikara og líflegum stjórnanda. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Daniel Kharitonov lék einleik með Moscow Virtuosi undir stjórn Vladimir Spivakov. í Eldborg Hörpu föstudaginn 4. október. Daniel Kharitonov píanóleikari er ekki þrettán ára eins og stóð á heimasíðu Hörpu. Hann er fæddur 22. desember 1998 og er því að verða fimmtán ára. Kharitonov kom fram á tónleikum kammersveitarinnar Moscow Virtuosi í Hörpu á föstudagskvöldið. Hann lék einleik í píanókonserti nr. 12 eftir Mozart og stjórnandi var Vladimir Spivakov. Þrátt fyrir að aldur einleikarans hafi valdið nokkrum ruglingi er engum blöðum um það að fletta að hann er frábær píanóleikari. Mozart lék í höndum hans. Tæknilega séð gerir verkið ekki neinar brjálæðislegar kröfur til flytjandans. En það er fullt af skáldskap sem þarf að koma til skila. Kharitonov gerði það sérlega fallega, tónlistin var lifandi, björt og hrein, alveg eins og Mozart á að hljóma. Sem aukalag spilaði Kharitonov etýðu op. 39 nr. 9 eftir Rakmaninoff. Hún var glæsileg. Flutningurinn var skemmtilega rytmískur, yfirvegaður og skýr, en samt afar kröftugur. Endirinn var stórfengleg flugeldasýning sem kallaði á sterk viðbrögð áheyrenda. Langt er síðan ég hef heyrt svo flottan píanóleik. Hljómsveitin var líka mögnuð. Fyrsta tónsmíðin á dagskránni, sinfónía nr. 29 eftir Mozart, var að vísu dálítið yfirkeyrð. Hraðinn var talsvert mikill, kannski um of. Þessi tónlist er svo falleg ef hún fær að njóta sín og er gefinn tími til að flæða eðlilega. Serenaða fyrir strengi eftir Tsjaíkovskí var hins vegar meistaraleg. Samspilið var ótrúlega nákvæmt og jafnt. Hljóðfæraleikararnir spiluðu eins og einn maður, bæði lágværa hljóma og hröð nótnahlaup. Túlkunin var rómantísk og ástríðuþrungin, einmitt í anda tónskáldsins. Útkoman var mergjuð. Aukalögin vöktu lukku, ungverskur dans nr. 5 eftir Brahms og Libertango eftir Piazzolla. Gríðarlegt fjör skapaðist í salnum, sérstaklega í tangóinum. Í lokin tók hljómsveitarstjórinn stórt stökk, sneri sér við og baðaði út öllum öngum. Þvílíkur fílingur! Þetta vakti kátínu tónleikagesta sem risu á fætur og æptu af hrifningu – undirritaður þar á meðal.Niðurstaða: Skemmtilegir tónleikar með frábærum píanóleikara og líflegum stjórnanda.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira