Að finna Ameríku en vilja heldur Grænland 12. október 2013 14:00 Í sumar fór ég með syni mínum ungum í tæpra tíu daga heimsókn á Manhattan og þegar tími var kominn til að snúa til baka ákvað ég að spandéra í leigubíl út á John F. Kennedy-flugvöll þar sem vélin heim til Íslands beið. Þetta er svona hálftíma ferð. Bílstjórinn var kátur og glaður og alveg passlega skrafhreyfinn, hann talaði dálítið slitrótta ensku enda sagðist hann aðeins hafa verið í Ameríku í nokkur ár, en gat þó ljómandi vel gert sig skiljanlegan. Hann reyndist vera frá Fílabeinsströndinni og varð hæstánægður þegar ég kvaðst kannast við það land. Og ekki minnkaði ánægjan þegar hann uppgötvaði að ég þekkti bæði Didier Drogba og Salomon Kalou, að ekki sé minnst á Toure-bæðurna Kolo og Yaya. En ef einhver skyldi nú vera svo lítt menntaður að þekkja ekki þessi merku nöfn, þá eru þetta máttarstólpar í sterku fótboltalandsliði Fílabeinsstrandarinnar. Bílstjórinn spurði síðan hvaðan við værum og þegar við upplýstum það gaf hann til kynna að hann vissi fullvel hvar Ísland væri á heimskringlunni. Hann þekkti að vísu greinilega ekki til íslenska landsliðsins í fótbolta, og hafði ekki á hraðbergi nöfnin á Gylfa eða Eiði Smára – þótt það standi væntanlega til bóta næsta sumar þegar Ísland, Bandaríkin og Fílabeinsströndin mætast vonandi öll í sama riðlinum á HM í Brasilíu. En þó vildi hann sýna að hann þekkti eitthvað til Íslands og rak þá upp skellihlátur og sagði: „Heyrðu já, Ísland. Það er grænt, er það ekki? En Grænland aftur á móti, það er hulið ís!“ Og svo furðuðum við okkur báðir á því nokkra stund hvílíkt misræmi í nafngiftum þetta hefði verið, hann hafði heyrt af því kænskubragði Eiríks rauða (sem hann þekkti þó ekki með nafni) að skíra nýfundið íslandið Grænland beinlínis í þeim tilgangi að lokka þangað landnema. En af hverju hið græna Ísland hefði hlotið svo kuldalegt nafn, það átti hann að vonum erfitt með að skilja. Ég skal viðurkenna að ég nennti ekki að segja honum lygasöguna um Hrafna-Flóka og menn hans uppi á fjallinu, enda sýndist mér þetta vera alltof skynugur maður til að trúa svo aumlegri vitleysu. Og tókum við svo upp léttara hjal þar til sást bregða fyrir heimilislegu stélinu á Icelandair-vélinni í fjarska og tími var kominn til að beygja út af hraðbrautinni.Hrafna-Flóki á fjallinu Áður en lengra er haldið – sagan um Hrafna-Flóka á fjallinu. Hún er þannig í Landnámu að Flóki og menn hans, sem fyrstir höfðu vetursetu á hinu nýfundna landi, þeir gengu upp á fjall um miðjan vetur og sáu þá niður í fjörð og sá þar hafís og varð þá að orði að best væri að kalla landið Ísland. Þessi saga er auðvitað þjóðsaga sem á enga stoð í veruleikanum en vel má svosem vera að einhverjir þeirra sem fyrstir komu hingað hafi nefnt landið eftir jöklum sem hér voru, þótt þeir væru vissulega mun minni á hinni svonefndu landnámsöld en löngum síðar. Mín eigin kenning á uppruna nafnsins er sú að eftir að rómversk skip, sem komu frá Spáni, hröktust hingað á þriðju eða fjórðu öld eftir Krist og sneru síðan til baka í menninguna, þá hafi fræðimenn að frásögn sjómannanna merkt ónefnda eyju inn á kort sín og þar hafi endað orðið „Isla“ sem þýðir auðvitað bara eyja á spænsku. Eftir að einhverjir norrænir menn, vísast munkar, komust í kortin fannst þeim svo eðlilegt – annaðhvort af ásetningi eða misskilningi – að bæta norrænni endingu aftan við og þannig varð til „Ísland“. En þessi kenning er auðvitað bara upp á grín, ég hef ekki einu sinni haft fyrir því að kanna hvenær latneska (rómverska) orðið yfir eyju breyttist úr „insula“ í „isla“ á spænsku og hvort það gæti á einhvern hátt farið saman við riss fræðimanna af eyju úti í Atlantshafi einhvern tíma á öldunum fyrir landnám þegar Spánn var laus úr tengslum við Rómaveldi. En víkur þá aftur sögunni að vini mínum frá Fílabeinsströndinni – mér fannst óneitanlega forvitnilegt að hann skyldi kunna skil á þessu merkilega PR-i landsnámsmanna bæði Íslands og Grænlands. Ég varð nefnilega var við það í tvö önnur skipti í þessari stuttu Ameríkuferð, að þetta var það fyrsta sem menn höfðu orð á þegar þeir uppgötvuðu að þeir stóðu andspænis Íslendingi. Þetta bráðsnjalla og þó óneitanlega heldur lágkúrulega blöff með sjálft nafnið á landinu sínu. Ég komst ekki til að spyrja neinn af þeim Ameríkönum sem höfðu orð á þessu við mig hvaðan þeir hefðu þennan samtaka fróðleik. Fyrst ímyndaði ég mér að þetta væri kannski einhver svona „skemmtileg staðreynd“ í bandarískum landafræðibókum fyrir börn og væri þá, eins og slíkum staðreyndum er títt, það eina sem eftir situr þegar allur raunverulegur fróðleikur um staðháttu á Norður-Atlantshafi er gufaður upp úr minninu. En það gat ekki verið í tilfelli bílstjórans, hann var tiltölulega nýkominn til Ameríku og hefur þá verið rígfullorðinn og ekki legið í skólabókum barnaskólans. Svo ég hef á þessu enga skýringu en varpa þessu fram til fróðleiks fyrir þá sem annast landkynningu – þetta er kannski óplægður akur: „Komið og sjáið PR-stöntið mikla, komið og sjáið þjóðina sem laug til um nafnið á landinu sínu.“Ævintýraþrá og dirfska? Ekki varð ég var við að þeir sem yfirleitt fundu hjá sér þörf til að ræða við mig um heimaland hefðu áhuga á öðru en þessu. Þeir fóru til dæmis aldrei að tala um að Íslendingar hefðu fundið Ameríku, eins og við hér erum svo stolt af – eða vorum að minnsta kosti til skamms tíma. Núorðið blasa nefnilega við tvær spurningar: í fyrsta lagi, er rétt að tala um að þeir norrænir sem fundust lönd á megnlandi Norður-Ameríku geti með góðu móti talist Íslendingar, og í öðru lagi, var það í rauninni svo hrósvert að finna Ameríku en láta hjá líða að nema hana? Látum þá fyrri liggja milli hluta. En hvað þá seinni varðar, þá er það löngum haft til marks um ævintýraþrá og dirfsku norrænna víkinga að hafa siglt yfir allt hið mikla Norður-Atlantshaf og fundið Ameríku fyrstir Evrópumanna (svo staðfest sé). En hvernig var þá komið fyrir þeirri ævintýraþrá og þeirri dirfsku þegar hinir norrænu víkingar sneru frá meginlandinu sem þeir höfðu fundið – og skipaviður var þó hvarvetna og kannski var svo blómlegt að þeir lásu vínber af þrúgum, og kannski komust þeir alla leið suður til Manhattan, þar sem ég get staðfest af eigin reynslu að er verulega búsældarlegt á sumrin – hvernig var þá komið fyrir þeim ef þeir sneru frá þessu öllu og kusu heldur að hokra undir jöklunum á Grænlandi, með djúpri virðingu fyrir því merkilega landi? Ljóst er af heimildum að norrænir menn hafa farið allvíða um austurströnd Kanada en ekki verður getur séð en fjandsamleg samskipti við „skrælingja“ hafi orðið til þess að þeir hættu við tilraun til landnáms. Og má segja að þar hafi lítið lagst fyrir hina miklu víkinga, sem ráðist höfðu fáliðaðir inní helstu stórveldi Evrópu, að þeir skyldu nú hopa á hæli frá sjálfri Ameríku, stærsta tækifæri lífs síns, undan lítt brynjuðum innfæddum veiðimönnum. Athyglisvert er reyndar – prófið að sannreyna það – að þótt í íslenskum bókum sé margoft sagt berum orðum að Íslendingar hafi fundið Ameríku, þá eru það jafnan einhverjir óskilgreindir „norrænir menn“ sem hættu við landnámið. En kannski hafa þeir ágætu norrænu menn sem stóðu í fjörunni á meginlandi Norður-Ameríku og þurftu að ákveða hvort þeir ættu að fara eða vera, kannski hafa þeir einmitt verið farnir að trúa svo sínum eigin áróðri um að Grænland væri með blómlegri svæðum á hnettinum, og þess vegna snúið heim. Þar sem dauðinn beið byggðarinnar fáeinum öldum síðar. En ef þeir hefðu nú haft ennþá bein í nefinu og ekki farið, heldur setið um kyrrt? Hefði þá orðið til norrænt ríki í Ameríku, sem hefði þá náttúrlega óhjákvæmilega heitið eitthvað allt annað? Og hefði vinur minn frá Fílabeinsströndinni þá farið að baksa við að læra einhvers konar íslensku þegar hann kom frá Afríku? En ekki vitað það eitt um upprunaland þess tungumáls að þar reyndu menn að svindla á nafninu sínu. Flækjusaga Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Í sumar fór ég með syni mínum ungum í tæpra tíu daga heimsókn á Manhattan og þegar tími var kominn til að snúa til baka ákvað ég að spandéra í leigubíl út á John F. Kennedy-flugvöll þar sem vélin heim til Íslands beið. Þetta er svona hálftíma ferð. Bílstjórinn var kátur og glaður og alveg passlega skrafhreyfinn, hann talaði dálítið slitrótta ensku enda sagðist hann aðeins hafa verið í Ameríku í nokkur ár, en gat þó ljómandi vel gert sig skiljanlegan. Hann reyndist vera frá Fílabeinsströndinni og varð hæstánægður þegar ég kvaðst kannast við það land. Og ekki minnkaði ánægjan þegar hann uppgötvaði að ég þekkti bæði Didier Drogba og Salomon Kalou, að ekki sé minnst á Toure-bæðurna Kolo og Yaya. En ef einhver skyldi nú vera svo lítt menntaður að þekkja ekki þessi merku nöfn, þá eru þetta máttarstólpar í sterku fótboltalandsliði Fílabeinsstrandarinnar. Bílstjórinn spurði síðan hvaðan við værum og þegar við upplýstum það gaf hann til kynna að hann vissi fullvel hvar Ísland væri á heimskringlunni. Hann þekkti að vísu greinilega ekki til íslenska landsliðsins í fótbolta, og hafði ekki á hraðbergi nöfnin á Gylfa eða Eiði Smára – þótt það standi væntanlega til bóta næsta sumar þegar Ísland, Bandaríkin og Fílabeinsströndin mætast vonandi öll í sama riðlinum á HM í Brasilíu. En þó vildi hann sýna að hann þekkti eitthvað til Íslands og rak þá upp skellihlátur og sagði: „Heyrðu já, Ísland. Það er grænt, er það ekki? En Grænland aftur á móti, það er hulið ís!“ Og svo furðuðum við okkur báðir á því nokkra stund hvílíkt misræmi í nafngiftum þetta hefði verið, hann hafði heyrt af því kænskubragði Eiríks rauða (sem hann þekkti þó ekki með nafni) að skíra nýfundið íslandið Grænland beinlínis í þeim tilgangi að lokka þangað landnema. En af hverju hið græna Ísland hefði hlotið svo kuldalegt nafn, það átti hann að vonum erfitt með að skilja. Ég skal viðurkenna að ég nennti ekki að segja honum lygasöguna um Hrafna-Flóka og menn hans uppi á fjallinu, enda sýndist mér þetta vera alltof skynugur maður til að trúa svo aumlegri vitleysu. Og tókum við svo upp léttara hjal þar til sást bregða fyrir heimilislegu stélinu á Icelandair-vélinni í fjarska og tími var kominn til að beygja út af hraðbrautinni.Hrafna-Flóki á fjallinu Áður en lengra er haldið – sagan um Hrafna-Flóka á fjallinu. Hún er þannig í Landnámu að Flóki og menn hans, sem fyrstir höfðu vetursetu á hinu nýfundna landi, þeir gengu upp á fjall um miðjan vetur og sáu þá niður í fjörð og sá þar hafís og varð þá að orði að best væri að kalla landið Ísland. Þessi saga er auðvitað þjóðsaga sem á enga stoð í veruleikanum en vel má svosem vera að einhverjir þeirra sem fyrstir komu hingað hafi nefnt landið eftir jöklum sem hér voru, þótt þeir væru vissulega mun minni á hinni svonefndu landnámsöld en löngum síðar. Mín eigin kenning á uppruna nafnsins er sú að eftir að rómversk skip, sem komu frá Spáni, hröktust hingað á þriðju eða fjórðu öld eftir Krist og sneru síðan til baka í menninguna, þá hafi fræðimenn að frásögn sjómannanna merkt ónefnda eyju inn á kort sín og þar hafi endað orðið „Isla“ sem þýðir auðvitað bara eyja á spænsku. Eftir að einhverjir norrænir menn, vísast munkar, komust í kortin fannst þeim svo eðlilegt – annaðhvort af ásetningi eða misskilningi – að bæta norrænni endingu aftan við og þannig varð til „Ísland“. En þessi kenning er auðvitað bara upp á grín, ég hef ekki einu sinni haft fyrir því að kanna hvenær latneska (rómverska) orðið yfir eyju breyttist úr „insula“ í „isla“ á spænsku og hvort það gæti á einhvern hátt farið saman við riss fræðimanna af eyju úti í Atlantshafi einhvern tíma á öldunum fyrir landnám þegar Spánn var laus úr tengslum við Rómaveldi. En víkur þá aftur sögunni að vini mínum frá Fílabeinsströndinni – mér fannst óneitanlega forvitnilegt að hann skyldi kunna skil á þessu merkilega PR-i landsnámsmanna bæði Íslands og Grænlands. Ég varð nefnilega var við það í tvö önnur skipti í þessari stuttu Ameríkuferð, að þetta var það fyrsta sem menn höfðu orð á þegar þeir uppgötvuðu að þeir stóðu andspænis Íslendingi. Þetta bráðsnjalla og þó óneitanlega heldur lágkúrulega blöff með sjálft nafnið á landinu sínu. Ég komst ekki til að spyrja neinn af þeim Ameríkönum sem höfðu orð á þessu við mig hvaðan þeir hefðu þennan samtaka fróðleik. Fyrst ímyndaði ég mér að þetta væri kannski einhver svona „skemmtileg staðreynd“ í bandarískum landafræðibókum fyrir börn og væri þá, eins og slíkum staðreyndum er títt, það eina sem eftir situr þegar allur raunverulegur fróðleikur um staðháttu á Norður-Atlantshafi er gufaður upp úr minninu. En það gat ekki verið í tilfelli bílstjórans, hann var tiltölulega nýkominn til Ameríku og hefur þá verið rígfullorðinn og ekki legið í skólabókum barnaskólans. Svo ég hef á þessu enga skýringu en varpa þessu fram til fróðleiks fyrir þá sem annast landkynningu – þetta er kannski óplægður akur: „Komið og sjáið PR-stöntið mikla, komið og sjáið þjóðina sem laug til um nafnið á landinu sínu.“Ævintýraþrá og dirfska? Ekki varð ég var við að þeir sem yfirleitt fundu hjá sér þörf til að ræða við mig um heimaland hefðu áhuga á öðru en þessu. Þeir fóru til dæmis aldrei að tala um að Íslendingar hefðu fundið Ameríku, eins og við hér erum svo stolt af – eða vorum að minnsta kosti til skamms tíma. Núorðið blasa nefnilega við tvær spurningar: í fyrsta lagi, er rétt að tala um að þeir norrænir sem fundust lönd á megnlandi Norður-Ameríku geti með góðu móti talist Íslendingar, og í öðru lagi, var það í rauninni svo hrósvert að finna Ameríku en láta hjá líða að nema hana? Látum þá fyrri liggja milli hluta. En hvað þá seinni varðar, þá er það löngum haft til marks um ævintýraþrá og dirfsku norrænna víkinga að hafa siglt yfir allt hið mikla Norður-Atlantshaf og fundið Ameríku fyrstir Evrópumanna (svo staðfest sé). En hvernig var þá komið fyrir þeirri ævintýraþrá og þeirri dirfsku þegar hinir norrænu víkingar sneru frá meginlandinu sem þeir höfðu fundið – og skipaviður var þó hvarvetna og kannski var svo blómlegt að þeir lásu vínber af þrúgum, og kannski komust þeir alla leið suður til Manhattan, þar sem ég get staðfest af eigin reynslu að er verulega búsældarlegt á sumrin – hvernig var þá komið fyrir þeim ef þeir sneru frá þessu öllu og kusu heldur að hokra undir jöklunum á Grænlandi, með djúpri virðingu fyrir því merkilega landi? Ljóst er af heimildum að norrænir menn hafa farið allvíða um austurströnd Kanada en ekki verður getur séð en fjandsamleg samskipti við „skrælingja“ hafi orðið til þess að þeir hættu við tilraun til landnáms. Og má segja að þar hafi lítið lagst fyrir hina miklu víkinga, sem ráðist höfðu fáliðaðir inní helstu stórveldi Evrópu, að þeir skyldu nú hopa á hæli frá sjálfri Ameríku, stærsta tækifæri lífs síns, undan lítt brynjuðum innfæddum veiðimönnum. Athyglisvert er reyndar – prófið að sannreyna það – að þótt í íslenskum bókum sé margoft sagt berum orðum að Íslendingar hafi fundið Ameríku, þá eru það jafnan einhverjir óskilgreindir „norrænir menn“ sem hættu við landnámið. En kannski hafa þeir ágætu norrænu menn sem stóðu í fjörunni á meginlandi Norður-Ameríku og þurftu að ákveða hvort þeir ættu að fara eða vera, kannski hafa þeir einmitt verið farnir að trúa svo sínum eigin áróðri um að Grænland væri með blómlegri svæðum á hnettinum, og þess vegna snúið heim. Þar sem dauðinn beið byggðarinnar fáeinum öldum síðar. En ef þeir hefðu nú haft ennþá bein í nefinu og ekki farið, heldur setið um kyrrt? Hefði þá orðið til norrænt ríki í Ameríku, sem hefði þá náttúrlega óhjákvæmilega heitið eitthvað allt annað? Og hefði vinur minn frá Fílabeinsströndinni þá farið að baksa við að læra einhvers konar íslensku þegar hann kom frá Afríku? En ekki vitað það eitt um upprunaland þess tungumáls að þar reyndu menn að svindla á nafninu sínu.
Flækjusaga Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira