Misjöfn lyftutónlist í Háteigskirkju Jónas Sen skrifar 14. október 2013 10:00 Kammerhópurinn Stilla Tónlist: Lög eftir Þórarin Guðmundsson, Emil Thoroddsen, Jón Múla Árnason og fleiri í flutningi Kammerhópsins Stillu Ég man ekki eftir að hafa nokkru sinni heyrt lyftutónlist í lyftu hér á landi. Hins vegar er slík tónlist yfirleitt spiluð í flugvélum Icelandair þegar maður er nýlentur. Hugmyndin er væntanlega sú að tónlistin rói farþega svo þeir losi ekki beltin áður en sætisbeltaljósin eru slökkt og ryðjist út. Lyftutónlist var á boðstólum í hádeginu í Háteigskirkju. Þar er í gangi tónleikaröð sem ber heitið Á ljúfum nótum. Hún samanstendur af tónleikum í hádeginu á föstudögum og einnig sum kvöld vikunnar. Þrátt fyrir að heita „á ljúfum nótum“ er röðin metnaðarfull. Dómkórinn kom þar t.d. fram fyrir tæpum mánuði og Fílharmónía mun halda þar jólatónleika. Tónleikarnir nú voru aftur á móti dálítið misjafnir. Fyrir það fyrsta var strengjaleikurinn ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Strengjaútsetningarnar, sem voru eftir Lilju Eggertsdóttur píanóleikara, voru að vísu ágætar. Mismunandi röddum var haganlega komið fyrir og heildarhljómurinn sannfærandi. En strengjaleikurinn sjálfur var fremur hjáróma. Sérstaklega var einleiksfiðla, sem var áberandi í sumum lögum, ansi óhrein á köflum. Auk þess vantaði sveifluna í leikinn. Yfirskrift tónleikanna var jú „Djössuð salón múzík.“ Það að múzík er skrifað með z vísar væntanlega til enska orðsins muzak, sem er einmitt heitið á lyftutónlist. Salón er hins vegar eins konar popptónlist 19. aldarinnar. Þannig verk eru yfirleitt stutt, píanóið er oft í aðalhlutverki, gjarnan skreytt yfirborðslegum flottheitum. Píanóleikari hópsins, Lilja Eggertsdóttir, spilaði fallega, svo langt sem það náði. Það voru engin sérstök tilþrif í leiknum, enda öll lögin fremur lágstemmd. Styrkleikabrigðin í fyrstu lögunum, Þú ert eftir Þórainn Guðmundsson og Vöggukvæði Emils Thoroddsens, voru samt fullýkt. Það gaf lögunum óþarflega væmið yfirbragð. Kúlheitin vantaði, sem er einmitt einkenni lyftutónlistar. Þorgrímur Jónsson spilaði á kontrabassa í einu laginu. Hann gerði það vel, en einnig þar hefði mátt vera meiri djass. Smá impróvisasjón. Ekkert mikið auðvitað – þetta var múzík, ekki músík! En djasskrydd á hnífsoddi, ef svo má sega, hefði ekki skemmt rólegheitin. Sömu sögu er að segja um trommuleik Scott MacLemore. Hann var vandaður, en örlítið fleiri litbirgði hefðu verið vel þegin. Lyftutónlist er ekki merkilegt tónlistarform, en hún þarf engu að síður að vera vel framreidd ef hún á að virka almennilega. Hér hefði þurft að vanda betur til verka.Niðurstaða: Smekkvísi var ábótavant, auk þess sem strengjaleikurinn var stundum óhreinn. Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist: Lög eftir Þórarin Guðmundsson, Emil Thoroddsen, Jón Múla Árnason og fleiri í flutningi Kammerhópsins Stillu Ég man ekki eftir að hafa nokkru sinni heyrt lyftutónlist í lyftu hér á landi. Hins vegar er slík tónlist yfirleitt spiluð í flugvélum Icelandair þegar maður er nýlentur. Hugmyndin er væntanlega sú að tónlistin rói farþega svo þeir losi ekki beltin áður en sætisbeltaljósin eru slökkt og ryðjist út. Lyftutónlist var á boðstólum í hádeginu í Háteigskirkju. Þar er í gangi tónleikaröð sem ber heitið Á ljúfum nótum. Hún samanstendur af tónleikum í hádeginu á föstudögum og einnig sum kvöld vikunnar. Þrátt fyrir að heita „á ljúfum nótum“ er röðin metnaðarfull. Dómkórinn kom þar t.d. fram fyrir tæpum mánuði og Fílharmónía mun halda þar jólatónleika. Tónleikarnir nú voru aftur á móti dálítið misjafnir. Fyrir það fyrsta var strengjaleikurinn ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Strengjaútsetningarnar, sem voru eftir Lilju Eggertsdóttur píanóleikara, voru að vísu ágætar. Mismunandi röddum var haganlega komið fyrir og heildarhljómurinn sannfærandi. En strengjaleikurinn sjálfur var fremur hjáróma. Sérstaklega var einleiksfiðla, sem var áberandi í sumum lögum, ansi óhrein á köflum. Auk þess vantaði sveifluna í leikinn. Yfirskrift tónleikanna var jú „Djössuð salón múzík.“ Það að múzík er skrifað með z vísar væntanlega til enska orðsins muzak, sem er einmitt heitið á lyftutónlist. Salón er hins vegar eins konar popptónlist 19. aldarinnar. Þannig verk eru yfirleitt stutt, píanóið er oft í aðalhlutverki, gjarnan skreytt yfirborðslegum flottheitum. Píanóleikari hópsins, Lilja Eggertsdóttir, spilaði fallega, svo langt sem það náði. Það voru engin sérstök tilþrif í leiknum, enda öll lögin fremur lágstemmd. Styrkleikabrigðin í fyrstu lögunum, Þú ert eftir Þórainn Guðmundsson og Vöggukvæði Emils Thoroddsens, voru samt fullýkt. Það gaf lögunum óþarflega væmið yfirbragð. Kúlheitin vantaði, sem er einmitt einkenni lyftutónlistar. Þorgrímur Jónsson spilaði á kontrabassa í einu laginu. Hann gerði það vel, en einnig þar hefði mátt vera meiri djass. Smá impróvisasjón. Ekkert mikið auðvitað – þetta var múzík, ekki músík! En djasskrydd á hnífsoddi, ef svo má sega, hefði ekki skemmt rólegheitin. Sömu sögu er að segja um trommuleik Scott MacLemore. Hann var vandaður, en örlítið fleiri litbirgði hefðu verið vel þegin. Lyftutónlist er ekki merkilegt tónlistarform, en hún þarf engu að síður að vera vel framreidd ef hún á að virka almennilega. Hér hefði þurft að vanda betur til verka.Niðurstaða: Smekkvísi var ábótavant, auk þess sem strengjaleikurinn var stundum óhreinn.
Gagnrýni Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira